Fréttablaðið - 26.10.2017, Síða 12
Kína Endurskipun forsætisnefndar
kínverska Kommúnistaflokksins,
sem kynnt var í gær, þykir bera
þess merki að Xi Jinping, leiðtogi
flokksins og forseti Kína, verði við
völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu
ár sem undanfarnir leiðtogar hafa
ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér for-
setastólinn þar til árið 2022 og siglir
nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt
hefðinni ætti að vera hans síðasta.
Meðlimir nýju forsætisnefndar-
innar, en slíkar fastanefndir eru
jafnan kallaðar politburo innan
kommúnistaflokka, eru allir á svip-
uðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára
og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi
64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra
nefndarmanna benda til þess að Xi
ætli áfram að leiða Kínverja eftir
árið 2022, þegar nýhafið kjörtíma-
bil er á enda.
Talið hafði verið að Xi myndi
skipa Chen Miner, formann flokks-
ins í Chongqing, og Hu Chunhua,
formann flokksins í Guangdong,
í forsætisnefndina, að því er BBC
greinir frá. Eru þeir báðir á sextugs-
aldri og segir greinandi BBC að það
geri þá nógu unga til þess að vera
mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu
varð hins vegar ekki.
Svokölluð tíu ára regla, eða öllu
heldur hefð, hefur verið við lýði í
Kína frá því á tíunda áratugnum
þegar Deng Xiaoping kom hefð-
inni á til þess að koma í veg fyrir
að óreiðan sem fylgdi endalokum
valdatíðar Maós Zedong myndi end-
urtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu
Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína,
fylgt hefðinni en ýmislegt bendir
til þess að Xi muni ekki endurtaka
leikinn.
Annað sem bendir til lengri
valdatíðar Xis er sú ákvörðun
landsþings Kommúnistaflokksins
að setja hann á sama stall og Maó
með því að rita nafn hans og hug-
myndafræði í stjórnarskrá flokksins.
Enginn annar leiðtogi Kína hefur
notið sama heiðurs á meðan hann
lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi
til muna. Halda stjórnmálafræð-
ingar því fram að jafnvel þótt Xi
myndi stíga til hliðar eftir kjörtíma-
bilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef
hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa
á flokkinn.
Hugmyndafræðin sem Xi fékk rit-
aða í stjórnarskrá flokksins gengur
út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu
alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi
skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö
tímabil. Sameiningu undir Maó og
vaxandi hagsæld undir Deng. Hið
nýja tímabil, tímabil Xi, á að ein-
kennast af styrkingu Kína á alþjóða-
vísu.
Washington Post greinir frá því
að utanríkismálastefna Kína muni
einkennast af þessu næstu árin
undir stjórn Xi. Lengi hafi hann
lofað því að gera Kína að ofurstór-
veldi, álíka máttugu og Bandaríkin
og Sovétríkin voru í kalda stríðinu,
og að því verkefni verði lokið fyrir
aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið
2049. Kína verði þannig leiðandi afl,
meðal annars á sviði alþjóðastofn-
ana á borð við Sameinuðu þjóð-
irnar, og sýni öðrum ríkjum fram
á nýjan valkost í formi kínversks
sósíalisma.
thorgnyr@frettabladid.is
Nýtt politburo bendir
til langrar valdatíðar
Hár aldur forsætisnefndarmanna kínverska Kommúnistaflokksins þykir benda
til þess að Xi Jinping muni ríkja lengur en hefð er fyrir. Xi hefur mikil áhrif á
flokkinn og gæti stýrt ríkinu jafnvel þótt hann stigi til hliðar úr embætti forseta.
Xi Jinping er afar vinsæll á meðal flokksmanna og líklegt þykir að hann haldi völdum lengi. Nordicphotos/AFp
Xi Jinping, 64 ára, forseti síðan 2012
Li Keqiang, 62 ára,
forsætisráðherra
Li Zhanshu, 67 ára,
forseti kínverska
þingsins
Wang Yang, 62 ára,
varaforsætisráðherra
Wang huning, 62 ára,
framkvæmdastjóri stefnu-
mótunarskrifstofu
Zhao Leji, 60 ára,
yfirmaður stofnunar
gegn spillingu
han Zheng, 63 ára,
formaður Kommúnista-
flokksins í sjanghæ
✿ Forsætisnefnd Kommúnistaflokksins
Allir meðlimir endur-
skipaðrar forsætisnefndar
eru karlar á sjötugsaldri.
Áframhaldandi
nefndarmenn
Nýir nefndarmenn
Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040
Audi A3 Limo Attraction
1.4 TFSI
3.890.000 2015
17.000Ekinn
30
Raf / Bensín
Ekinn þús. km.
Myndir á vef
Dísil
Fjórhjóladrif
Metan & bensín
Sjálfskiptur
Beinskiptur
Rafmagnsbíll
Fleiri bílar og
myndir á netinu: hnb.is
Fjölbreytt
úrval af nýlegum
bílum.
Suzuki Vitara S
4.190.000 2016
5
Jeep Renegade Limited
3.990.000 2016
16
3.590.000 TILBOÐ
VW Golf e-Golf
Rafbíll 85kW
2.890.000 2015
45
Fiat 500 Lounge
2.440.000 2017
2
VW Polo Trendline
1.0
2.140.000 2016
9 Mercedes-Benz
GLA 200 CDI 4matic
4.380.000 2014
39
1.950.000 TILBOÐ
17” álfelgur, fjarlægðarskynjarar að framan og aftan, sportsæti,
alcantara/leður, krómpakki, Bi-Xenon/LED aðalljós, o.fl.
2.140.000 TILBOÐ
2 6 . o K t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D a G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð
2
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
0
-F
A
A
4
1
E
1
0
-F
9
6
8
1
E
1
0
-F
8
2
C
1
E
1
0
-F
6
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K