Fréttablaðið - 26.10.2017, Page 22
Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomu-
mannsins. Það þýðir auðvitað ekki,
að ég sjái allt réttar en heimamenn,
en kannski sumt. Alla vega geta ný
sjónarmið hresst upp á hugsun,
umræðu og skoðunarmyndun.
1. Upptaka evru
eða beintenging krónu
Efnahagslegar sveiflur hafa verið
gífurlegar, einkum vegna smæðar
og styrkleysis krónunnar. Hefur
þetta valdið landsmönnum mikilli
óvissu og oft hörmungum og fári.
Þetta styrkleysi krónunnar hefur
líka kallað á okurvexti, sem hafa
legið eins og mara á lántakendum
og skuldurum.
Til að leysa þetta stærsta einstaka
vandamál þjóðarinnar, þarf, annað
hvort, að taka upp evru eða bein-
tengja krónuna við evru, t.a.m. á
grundvelli gengisins 1:130, en Danir
hafa beintengt dönsku krónuna við
evru, og hefur það tryggt Dönum
sama efnahagslega stöðugleikann
og sömu lágu vextina og gilda í evru-
löndunum.
2. Stórfelld vaxtalækkun
Með ofangreindri aðferð og ábyrgri
efnahags- og peningastjórn, ætti að
vera hægt að lækka stýrivexti um
3,0-3,5% í framhaldinu.
Slík vaxtalækkun gæti sparað
landsmönnum allt að 180 milljörð-
um króna á ári, en heildarskuldsetn-
ing Íslendinga er um 6.000 millj-
arðar; Heimilin gætu sparað um 57
milljarða á ári = 60.000,00 krónur á
mánuði hvert, fyrirtæki gætu sparað
75 milljarða og ríkið og sveitarfélög
gætu sparað 48 milljarða á ári.
3. Nákvæm úttekt á ríkisbákninu
Mikið hefur orðið hér til af alls
konar stofnunum og starfsemi á
vegum ríkisins. Má nefna Náttúru-
fræðistofnun, Umhverfisstofnun og
Hafrannsóknastofnun, sem vinna
að svipuðum verkefnum. Mér er
líka til efs, að ýtrustu hagkvæmni sé
gætt í ráðuneytum og opinberum
stofnunum.
Í fyrirtækjum þarf stöðugt að
hreinsa til og draga úr óþarfa kostn-
aði til að fyrirtækin geti staðið sig í
samkeppninni og lifað af. Sparast
við slík átök oft gífurlegar fjár-
hæðir.
Er ekki mál til komið, að ræki-
lega sé hreinsað til í íslenska ríkis-
bákninu!? Bara ríkisútgjöldin eru
um 730 milljarðar á ári. Með fag-
legri og framsækinni sparnaðarað-
gerð mætti örugglega spara ótalda
milljarða.
4. Umbætur með sparnaði,
ekki nýjum álögum
Skv. ofangreindu, mætti losa um
mikla fjármuni, sem síðan mætti
fjárfesta í menntun, heilbrigðis-
kerfi, vegakerfi og velferð aldraðra.
Er með ólíkindum, hversu lítils
framlag fyrri kynslóða er metið
hér, og verða aldraðir nánast að
tína brauðmolana, sem af borði
velferðarríkisins hrjóta.
5. Stórfellt átak í dýra-,
náttúru- og umhverfisvernd
Það hefur farið fram hjá mörgum
hér, að búið er að ganga heiftarlega
á lífríki jarðar, og eyða og útrýma
jurta- og dýrategundum í stórum
stíl, auk þess, sem búið er að spilla
lofti og legi í alvarlegum mæli.
Ég skil það ekki að unga fólkið,
sem landið á að erfa, skuli hafa
horft upp á þetta þegjandi og
hljóðalaust, og það er alvarlegt
ábyrgðarleysi eldri kynslóðarinnar
að láta þetta gerast.
Það voru um 5 milljónir rjúpna
á Íslandi fyrir hundrað árum, nú
er búið að eyða þeim niður í 100
þúsund. Árið 1980 voru 32 þúsund
selir við Ísland, nú eru þeir 7 þús-
und. Verið er að drepa um fjórðung
hreindýrastofnsins ár hvert, veiði-
mönnum til skemmtunar, líka
næstum þúsund kýr frá 2ja mánaða
kálfum sínum. Mikill skepnuskapur
manna það.
Stórhveli í úthöfunum voru um
500 þúsund fyrir 100 árum, nú eru
þau um 60 þúsund. Og enn remb-
umst við við að halda úti hval-
veiðum, að því er virðist af monti
einu saman, því að ekki er gróði á
því dýraníði.
6. Niðurfelling skatta á ellilífeyri
Mér sýnist að ellilífeyrir sé reikn-
aður og greiddur út með allt að 40%
staðgreiðslufrádrætti. Með tilliti
til þess að ellilífeyrisþegar hafa þá
þegar greitt til samfélagsins alla sína
ævi og ellilífeyrir er ekki býsna hár
t.a.m miðað við húsnæðiskostnað,
hefði ég talið, að fella ætti niður alla
skatta á ellilífeyri og borga hann út
óskertan.
6 helstu velferðarmál
Íslendinga
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan
stjórnmálamönnum og kjósendum
sem telja að menning og list sé eitt-
hvert lúxushobbí sem einungis sé
hægt að leyfa sér að njóta þegar
konur og menn hafa komið ár sinni
vel fyrir borð.
Við þá vildi ég segja þetta: menn-
ing og listir eru mikilvægari en vís-
indi og hagtölur út af þeirri einföldu
ástæðu að lífið er eins og ferðalag
sem maður leggur í til að leita að
ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið
er líka kaotískt og kómískt, með
ótal ranghala, svo enginn finnur
ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri
óreiðunni.
Hvað gerir maður þá? Jú, þá
sest maður niður og fer að hlusta
á fuglasönginn, horfa til fjalla og
finna ylinn á vanga, tala við fólk
og jafnvel að reyna að skilja það.
Og ef maður finnur fegurðina í
þessu öllu ákveður maður að þrátt
fyrir allt saman sé það þess virði
að staldra við. Þó við séum eins og
Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu
við innkaupaferð þar sem hann var
löngu búinn að gleyma hvað hann
átti að kaupa loks þegar hann kom
í kaupstaðinn, þá er til svo mikil
fegurð í þessu öllu saman sem gerir
innkaupaferðina vel þess virði að
leggja í hana. Og menning og list er
einmitt þetta, viðleitni til að finna
fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til
að staldra hér við.
Þetta er forgangsmál því þrátt
fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu
tækni og vísindi verða enn þá alltof
margir firringu og vonleysi að bráð,
með hinum verstu afleiðingum. Ég
vitna í orð Þórarins Eldjárns sem
sagði að áföll og óhamingja væru
ekki það sama til að undirstrika að
ég er ekki að tala um að menning og
listir verndi okkur frá áföllum held-
ur sannfæri okkur um gildi þess að
vera hér og nú þrátt fyrir allt saman.
Við eyðum allt of miklum tíma og
of mikilli orku í peninga og hégóma
sem í raun geta ósköp litlu breytt:
því ef þú ert kjáni verður þú það
áfram þó þú eignist jeppa, þó þú
verðir ríkur, þó þú verðir frægur
og þó þú eignist flottasta makann.
Ekkert af þessu breytir þér í raun
og veru, það eina sem gerir það er
dýpri og fegurri sýn á lífið.
Og ef stjórnmálamenn hafa ekki
áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig
fram í landi hinna dauðu því þegar
öllu er á botninn hvolft þurfum við
ekki allan þennan pening, öll þessi
tól né allar þessar útskýringar. Við
þurfum að finna fegurðina á þessu
ferðalagi. Annars fer okkur að þykja
þetta allt ein erindisleysa og engar
hagtölur geta huggað mann með
slíka upplifun.
Hagtölur hugga ekki
listlausa þjóð
Jón Sigurður
Eyjólfsson
rithöfundur
2017
2017
Þetta er forgangsmál því
þrátt fyrir blússandi hag-
vöxt og nýjustu tækni og
vísindi verða ennþá alltof
margir firringu og vonleysi
að bráð, með hinum verstu
afleiðingum.
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
CFORCE 52o
Kr. 1.199.000,-
✓ Fjórgengis eins cylindra
✓ 495cc, 25,5 kW/6200rpm
✓ Bein innspýting
✓ Rafmagnsstýri
✓ Spil og dráttarkrókur
✓ Sjálfstæð A-armafjöðrum
✓ Hátt og lágt drif
✓ 15 lítra bensíntankur
✓ Vökvabremsur
✓ Tveggja manna
✓ 12 tommu álfelgur
✓ Gasdemparar
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2.
• Kyndir húsið á
veturna og kælir á
sumrin
• Fyrir norðlægar
slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi
Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef
ekkert er að gert töpum við móður-
málinu á næstu 50 árum. Dapur-
legar fréttir og hamfaraspár blasa
við okkur en hvað er hægt að gera
til að sporna við þróuninni? Er þetta
vandamál ríkisins og menntamála-
ráðuneytisins? Er það menntamála-
stofnunar, skólanna og kennaranna
að bjarga íslenskunni? Eða geta for-
eldrar, frænkur og frændur, ömmur
og afar, mögulega unnið stærstu
sigrana með litlum og einföldum
breytingum innan veggja heimilis-
ins?
Ef það er barn á heimilinu eða
þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir
vænt um skaltu spyrja þig þessarar
spurningar: Hvenær sá barnið þig
síðast með bók í hönd? Hvenær
sökktir þú þér síðast niður í bók þar
sem barn sá til þín? Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft og þegar barn
sér fullorðinn einstakling lesa af
áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og
löngun til að gera slíkt hið sama.
Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá
að þessu:
Hvenær sá barnið / barnabarnið
þitt þig síðast með síma í hönd?
Dveljum aðeins við þetta. „Hann
er með i-padinn á heilanum,“ segi ég
um sjö ára son minn og ég skil bara
ekkert í því að hann lesi ekki frekar
eina af þeim hundrað bókum sem
fylla hillurnar í herberginu hans.
En svo lít ég niður og sé símann,
samgróinn við höndina á mér og
fingurnir tilbúnir að svara skilaboð-
um á sömu sekúndu og þau berast.
Guð forði vinkonu minni frá því að
bíða í nokkrar mínútur eftir að ég
sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna
kettinum sem hún sendi mér. Rétt í
þessu varð ég að taka upp símann til
að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég
hætti sem sagt að skrifa þessa litlu
grein til að sjá einhvern taka til á
Snapchat! Ég þarf að breyta þessu,
ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín
tvö. Ég vil frekar vera mamman sem
er með nefið ofan í bók heldur en sú
sem lítur ekki upp úr símanum, sér-
staklega á þessum heilaga tíma eftir
að börnin koma heim úr skóla og
leikskóla. Næst þegar ég teygi mig
eftir símanum ætla ég að taka upp
bók í staðinn og ég hvet þig til að
gera slíkt hið sama. Síminn getur
beðið.
Með bók í hönd
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
rithöfundur og
myndskreytir Ég hætti sem sagt að skrifa
þessa litlu grein til að sjá ein-
hvern taka til á Snapchat! Ég
þarf að breyta þessu, ef ekki
fyrir mig þá fyrir börnin mín
tvö.
2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
2
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
1
-1
D
3
4
1
E
1
1
-1
B
F
8
1
E
1
1
-1
A
B
C
1
E
1
1
-1
9
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K