Fréttablaðið - 26.10.2017, Side 30

Fréttablaðið - 26.10.2017, Side 30
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, öðru nafni AFK, kemur fram á tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves í næsta mánuði en þetta er í fyrsta sinn sem hann treður upp á hátíðinni. Andri byrjaði að semja tónlist fimmtán ára gamall en það var ekki fyrr en í upphafi þessa árs, fimm árum síðar, sem hann gaf út sitt fyrsta lag. Næsta lag kom út skömmu síðar og í sumar kom út EP platan Wasting My Time en alla útgefna tónlist hans má finna á Spotify undir AFK. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Ég er með frekar einfaldan fatastíl. Mér finnst nauðsynlegt að eiga nóg af hvítum og svörtum bolum og geng í gallabuxum eða joggara. Svo reyni ég bara að poppa útlitið upp með fylgihlutum, jakka og flottum skóm. Áttu tískufyrirmyndir? Kurt Cobain, Lil Peep, Oliver Sykes, ASAP Rocky, Basquiat og Salvador Dalí. Blandaðu þeim og ímyndaðu þér útkomuna! Bestu og verstu fatakaupin? Ég man ekki eftir bestu en vel eftir þeim verstu. Það var blazer jakki sem ég keypti fyrir árshátíð í Kvennó. Hef aldrei farið í hann aftur og mun aldrei gera það. Notar þú fylgihluti? Ég nota Einfaldur stíll Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, öðru nafni AFK, klæðist hér joggingbuxum, einföldum svörtum bol úr Walmart og svörtum Obey leðurjakka sem hann teiknaði á sjálfur. MYNDIR/ERNIR Drop dead jakki sem Andri keypti þrettán ára gamall. Supreme englabuxur og Drop dead bolur frá árinu 2011. Hvítir og svartir bolir eru nauð- synlegir í fataskáp tónlistarmanns- ins AFK sem treð- ur upp á Airwaves í næsta mánuði. hringa, hálsmen, gleraugu, hatta og belti. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Það er rauði Drop dead bolurinn minn sem ég er búinn að eiga síðan ég var ellefu ára gamall. Ég var svo heppinn að kaupa hann í XL þannig að hann smellpassar á mig í dag. Áttu þér uppá- haldsverslanir hér heima og erlendis? Erlendis eru það klárlega Flight Club verslanirnar sem eru svo sannarlega himnaríki þegar kemur að strigaskóm af ýmsum stærðum og gerðum. Þar keypti ég skó fyrir stuttu sem ég hef einmitt leitað að í mörg ár. Áttu þér uppáhaldsflík? Nike sb Melvins skórnir mínir eru í uppá- haldi en þeir komu á markað árið 2005. Hvert stefnir þú í lífinu? Ég ætla að einbeita mér að tónlistinni og sjá hvert hún tekur mig. Andri kemur sjö sinnum fram á Airwaves, þar af sex sinnum á „off- venue“ tónleikum. Nánari dagsetn- ingar má finna í Airwaves-appinu. Hægt er að fylgjast með AFK á Facebook (AFK13), á Instagram (and- rifk13) og á YouTube (AFK13).Nike sb Melvins skórnir sem komu á markað 2005. Fa rv i.i s // 0 71 7 KRINGLUNNI | 588 2300 5.495 45x220cm 3.495 45x150cm 5.495 150x250cm 6.495 150x250cm 8.995 150x250cm Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is 25% afsláttur af öllum vörum frá 365.is+ Fáðu 11 gígabæt í símann, endalaust mörg símtöl og sms ásamt aðgangi að Maraþon Now. Nánari upplýsingar um tilboðið á 365.is eða í síma 1817. MARAÞON NOW OG 11GB Á 3.990 KR.* *á mánuði 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 0 -F 5 B 4 1 E 1 0 -F 4 7 8 1 E 1 0 -F 3 3 C 1 E 1 0 -F 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.