Fréttablaðið - 26.10.2017, Page 38
handbolti „Ég er mjög spenntur
fyrir þessu verkefni og ekki síst að
sjá hvar við stöndum og hvernig
menn koma út úr þessu verkefni,“
segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálf-
ari í handbolta, en Ísland spilar í
kvöld vináttulandsleik gegn Svíum
í Laugardalshöll.
Þetta er fyrri leikur liðanna af
tveimur en þau mætast aftur í Höll-
inni á laugardag. Svíar mæta með
mjög sterkt lið til leiks og ljóst að
verkefnið er ærið.
Halda áfram að byggja
„Það verður ekkert skipt í
tvö lið milli leikjanna. Það er
ákveðinn kjarni sem mun spila
þessa leiki. Vonandi fá allir eitt-
hvað að spreyta sig samt. Ég er
ánægður með margt sem kom
út úr síðustu leikjunum í sumar
og við viljum byggja ofan á það. Í
grunninn vill maður helst vinna
eða að minnsta kosti þannig að
maður geti gengið nokkuð sáttur
frá borði. Leikirnir munu sýna
okkur hvar við stöndum og hvað
við þurfum að gera fram að EM
í janúar,“ segir Geir sem er þó í
þeirri erfiðu stöðu að geta ekki
látið liðið sýna endilega allt of
mikið enda eru Svíar á meðal
andstæðinga Íslands á EM.
„Það eru bara fimm leikir fram
að fyrsta leik á EM sem er ein-
mitt gegn Svíum. Það er slæmt að
Bjarki Már Gunnarsson geti ekki
spilað og það hefði líka verið gott
að hafa Aron Pálmarsson með
okkur í þessu verkefni,“ segir Geir
en Aron gaf ekki kost á sér í verk-
efnið af persónulegum ástæðum.
Ætlaði að velja Aron
„Það er gott að hans mál eru komin
á hreint og óvissan var allt of lengi.
Nú getur hann komið sér í gang í
handboltanum. Hans persónulegu
mál eru ekki bara handboltinn
heldur líka að hann er að verða
faðir í fyrsta skipti og það spilaði
inn í. Þau urðu að taka ákvörðun
um hvar þau ætluðu að eiga barnið
en það verður á Spáni,“ segir Geir
en hefði hann samt valið Aron í
hópinn?
„Það var mikið að gerast í lífi
hans þegar ég tilkynnti hópinn. Ég
hefði alltaf kallað hann í hópinn
af því að við höfðum rétt til þess.
Þar var tækifæri til þess að koma
honum í handbolta því hann hefur
hingað til ekki mátt æfa handbolta.
Þetta er alþjóðleg vika og Veszprém
hefði ekki getað meinað honum að
fara í landsliðsverkefni. Hvort hann
hefði spilað hefði komið í ljós.“
Sjáið bestu leikmenn heims
Leikurinn á laugardag fer fram
klukkan 14.00 á kosningadegi. Það
verður áhugavert að sjá hversu
margir sjá sér fært að mæta í Höll-
ina þá.
„Það riðlar aðeins málunum því
við ætluðum ekki að spila svona
snemma. Við verðum bara að halda
fókus og ég vona svo innilega að
fólk komi. Sjá okkur og líka Svíana
sem eru með mjög flott lið. Fólk
á að koma og njóta þess að horfa
á flottan handbolta. Þarna verða
bestu handboltamenn í heimi.“
Kristján að gera góða hluti
Þjálfari Svíanna er Íslendingurinn
viðkunnanlegi Kristján Andrésson.
Hann spilaði með íslenska lands-
liðinu á ÓL í Aþenu árið 2004 en
átti annars ekki langan landsliðs-
feril.
„Við Kristján erum góðir vinir.
Við höfum þekkst í gegnum tíðina
og þegar ég þjálfaði í Þýskalandi
og hann í Svíþjóð þá vorum við í
miklu sambandi. Þá var ég að leita
að Svíum í mitt lið. Síðan kláruðum
við báðir „master coach“ á sama
tíma. Okkar leiðir hafa því oft legið
saman og við erum mjög góðir
félagar,“ segir Geir og hrósar Krist-
jáni í hástert fyrir starf hans með
Svíana sem enduðu í sjötta sæti á
síðasta HM og spiluðu þá frábæran
handbolta.
„Kristján er að gera mjög góða
hluti með Svíana. Þeir eru einstak-
lega ánægðir með hann í Svíþjóð.
Hann hefur komið með ákveðinn
léttleika og skemmtilegheit í liðið.
Kristján er blanda af Íslendingi og
Svía og það er góð blanda.“
henry@frettabladid.is
Verður gaman að sjá
hvar við stöndum
Ísland og Svíþjóð mætast í vináttulandsleik í Höllinni í kvöld. Fyrri leikur
liðanna af tveimur í þessari viku. Landsliðsþjálfarinn bíður spenntur eftir að sjá
hvernig lið hans spilar. Hann ætlaði sér að kalla á Aron Pálmarsson í hópinn.
Einbeittir. Geir þjálfari og Guðjón Valur landsliðsfyrirliði eru hér einbeittir á æfingu landsliðsins í Valsheimilinu í gær. fréttAblAðið/Eyþór
Ég hefði alltaf kallað
á Aron í hópinn af
því að við höfðum rétt til þess.
Geir Sveinsson
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t U d a G U r26 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
Í dag
18.30 Sanderson farms Golfst.
19.05 Haukar - Keflavík Sport
02.00 HSbC Champions Golfst.
breiðablik - Haukar 92-74
breiðablik: vory Crawford 28/11 fráköst/5
stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 17/6
fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/8.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 22/15 frá-
köst/6 stoðsendingar, Cherise Michelle
Daniel 20/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir
15, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Þórdís Jóna
Kristjánsdóttir 4, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3.
Valur - Njarðvík 104-72
Valur: Alexandra Petersen 31/6 fráköst/8
stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 16,
Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12/6 fráköst,
Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst.
Njarðvík: Shalonda R. Winton 27/19 frá-
köst/3 varin skot, Karen Dögg Vilhjálms-
dóttir 9, Ína María Einarsdóttir 9, Hulda
Bergsteinsdóttir 8/6 fráköst.
Keflavík - Skallagr. 107-92
Keflavík: Brittanny Dinkins 35/6 fráköst/13
stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 18/4 frá-
köst, Thelma Dís Ágústsdóttir 18/9 fráköst,
Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst,
Birna Valgerður Benónýsdóttir 9
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 49/18
fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/8
fráköst/6 stoðsendingar.
Staðan: Stjarnan 8, Valur 8, Haukar 8, Kefla-
vík 4, Skallagrímur 4, Snæfell 4, Breiðablik 4,
Njarðvík 0.
Nýjast
Domino’s-deild kvenna
2
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
1
-0
4
8
4
1
E
1
1
-0
3
4
8
1
E
1
1
-0
2
0
C
1
E
1
1
-0
0
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K