Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is RIA Nettir og einstaklega þægilegir tveggja og þriggja sæta sófar. Holly grænt, ljós- eða dökk- grátt slitsterkt áklæði. 2ja sæta: 152 × 83 × 79 cm 52.493 kr. 69.990 kr. 3ja sæta: 192 × 83 × 79 cm 59.993 kr. 79.990 kr. SÓFA VEISLA 25% AF ÖLLUM SÓFUM www.husgagnahollin.is N Ý OG BE TRI VEFVERSLUN A LLTAF OP IN AFSLÁTTUR 74.993 kr. 99.990 kr. TANGO 2ja sæta sófi. Slitsterkt ppelsínu gult eða dökk grátt áklæði. St.: 150 x 90 x 96 cm. Ætli ég sé ekki meira sem aðstoðarmað-ur hjá Jóhann-esi, en þetta er bara græskulaust gaman. Við segjum skemmti- sögur sem eru ekki meiðandi. Ég er í rauninni bara í hlutverki fundastjóra hjá honum. Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja um tilurðina en hann hefur nú hermt eftir mér í fjölmörg ár og okkur var og er oft ruglað saman,“ segir Guðni Ágústsson um tilurð þess að hann og Jóhannes Krist- jánsson settu saman sýninguna Eftirherman og orginalinn, en þeir hafa slegið rækilega í gegn um land allt. Höfuðborgarbúar munu ekki sleppa undan gríninu en þeir félagar munu stíga á svið í Iðnó næstkomandi sunnudag. „Ég stend nú bara á gati yfir þess- um viðtökum, við eigum að baki um fjörutíu sýningar og munum hefja leik í Reykjavík næsta sunnu- dag hér í Iðnó, því sögufræga húsi og það er mikill heiður að því. Ég átti ekki von á því að fyrrverandi ráðherra myndi draga svo marga að.“ Guðni er ekkert feimin við að ræða það hversu oft honum og Jóhannesi var og er ruglað saman. „Það var nú þannig að mamma mín hafði varann á þegar ég hringdi, hún var ekki viss hvort ég væri ég eða Jóhannes á línunni. Margir héldu að við værum skyldir en tengsl okkar eru í tíunda lið, nánara er það nú ekki. Vissulega hafa fjölmargar sögur flogið um okkur þar sem menn voru ekki vissir hvor væri hvað, eftirherman eða orginalinn.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að Jóhannes Kristjánsson hefur í fjölmörg ár hermt eftir Guðna Ágústssyni og þykir manna bestur í því að umhverfast og breytast í Guðna. „Jóhannes er magnaður, hann algjörlega holdgervist og verður að þeim sem hann hermir eftir. Röddin, hreyfingar og svipir, hann rennur saman við þann sem að hann er að leika. Algjörlega ein- stakt. Við náum vel saman, erum hnitmiðaðir og orðsins menn. Lífið fer með mann í ýmsar áttir og hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi standa upp úr ráðherra- stól og enda á sviði sem skemmti- kraftur.“ Lífsins leiksvið eru margvísleg og hlutverkin fjölbreytt. Guðni er nú á nýju sviði þar sem áskoran- irnar eru af öðru tagi en á sviði stjórnmálanna. „Munurinn á því að vera á þingi og vera með uppistand er að nú er staðið upp og klappað fyrir okkur. Ég hef verið í stjórnmálum í tugi ára, það var gefandi en þetta er annarrar gerðar. Ég átti nú ekki von á þessum viðbrögðum en er þakklátur fyrir þau.“ astahrafnhild- ur@frettabladid.is Úr ráðherrastóli í uppistand Guðni Ágústsson er einn vinsælasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur átt og það að öðrum ólöstuðum. Hann var einkum vinsæll vegna orðheppni sinnar og skemmtilegar tilvitnanir hans um menn og málefni hafa fyrir löngu öðlast sjálfstæða tilveru. Samstarf Guðna og Jóhannesar hefur verið farsælt. Þeir frumsýna brátt í Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Guðni er enGum líkur oG um hann var saGt: Allt sem að vonum brást Allt sem mátti klaga Allt sem drottni yfirsást Ætlar Guðni að laga 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r22 l í f i ð ∙ f r É T T A b l A ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 6 -7 0 D 8 1 E 2 6 -6 F 9 C 1 E 2 6 -6 E 6 0 1 E 2 6 -6 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.