Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan stormur norðaustantil á landinu fram að hádegi og slydda eða rigning, en annars suðlæg átt, 8-13 m/s og skúrir eða él. Léttir til fyrir norðan þegar líður á daginn. sjá síðu 18 LISSABON 16. nóvember í 3 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 64.995 m/morgunmat Borgarferð til Hitaði rækilega upp í Valshöllinni Mannlíf „Ég fer bara niður í Laugar- dal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkja- bandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurlaug hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokk- unum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum  áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gælu- dýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín. Sigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hund- inn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja  í september fékk ég bara þrjá mán- uði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póst- kassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda hús- reglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartan- ir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dög- unum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. mikael@frettabladid.is Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hús- sjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. Sigurbjörg hefur búið þar með besta vini sínum, hundinum Hrolli, síðan í febrúar en dýrahald er bannað í blokkunum. Niðurbrotin. Sigurlaug Hlöðversdóttir þarf að hafa sig á brott úr íbúðinni í Hátúni 10 vegna hundahalds. Fréttablaðið/ErNir Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/aðSENd veður Rafmagn fór af á nokkrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í gær- kvöldi eftir að eldingu laust niður. Við það sló út línu á Reykjanesi. Þrumur og eldingar eru fylgifiskur þess þegar skil lægðar eins og þeirrar sem olli usla í gær gengur yfir landið. Það er búið að vera svolítið af eld- ingaveðri á Suðurnesjum líka og slá út einhverjum kerfum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Hann reiknaði með að það ætti að draga úr gerningaveðrinu eftir að skilin ganga yfir landið. „Það er mikill óstöðugleiki í skil- unum og þar myndast svona miklir skúra klakkar og éljabakkar. Þeim fylgir eldingaveður sem væntanlega dregur eitthvað úr þegar skilin eru farin yfir.“ Þrumurnar vöktu mikla athygli á sam- félagsmiðlum, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingar verða vitni af slíkri flugeldasýningu. – khn Rafmagnsleysi í gerningaveðrinu veður Á þriðja hundrað björgunar- sveitarmenn sinntu margvíslegum útköllum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestur- landi og Vestfjörðum í stormviðrinu sem gekk yfir landið í gær. 150 útköll höfðu borist aðgerðarstjórn á höfuð- borgarsvæðinu á níunda tímanum í gærkvöldi en björgunarsveitir á lands- vísu höfðu á sama tíma sinnt rétt rúm- lega þrjú hundruð verkefnum. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast við að sinna hefðbundnum stormverkefnum á borð við lausar þakplötur, hjólhýsi sem voru til vand- ræða, fljúgandi trampolín og skilti af ýmsum toga auk þess sem margvís- legir munir og byggingarefni af fram- kvæmdasvæðum fóru á ferð. Vegunum undir Hafnarfjalli, Mos- fellsheiði, Gjábakkavegi og Fróðár- heiði var lokað og gerðu viðbragðsá- ætlanir ráð fyrir frekari lokunum eftir veðri. En það var ekki aðeins á láði sem veðurofsinn kom niður á ferðatil- högunum fólks heldur einnig í lofti. Stormurinn raskaði áætlanaflugi flugfélaganna og minnst átta þúsund farþega á Íslandi, Evrópu og Banda- ríkjunum. Í dag gera spár þó ráð fyrir því að þessi fyrsti meiriháttar veðurhvellur vetrarins verði genginn yfir og gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir suðlægri átt, 8-13 m/s og skúrum eða éljum. Það léttir til fyrir norðan þegar líður á daginn. Á hádegi hlýnar í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 gráður en það kólnar með kvöldinu. – smj Hið versta gengið yfir Það var erfitt að standa í lappirnar við Hörpu í gær. Fréttablaðið/ErNir Húsvíkingurinn knái, Axel Flóvent, hitaði upp fyrir bresku stórsveitina Mumford & Sons í Valshöllinni á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í gær- kvöldi. Axel heillaði viðstadda með angurværum tónum sem aflað hafa honum nokkrum vinsældum undanfarin misseri. Fréttablaðið/ErNir 6 . n ó v e M b e r 2 0 1 7 M á n u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -6 2 0 8 1 E 2 6 -6 0 C C 1 E 2 6 -5 F 9 0 1 E 2 6 -5 E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.