Fréttablaðið - 14.11.2017, Page 11
landsbankinn.is
Aðstoð og nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000 eða
með því að senda tölvupóst á netfangið info@landsbankinn.is. Þjónustuverið verður opið
helgina 18. til 19. nóvember kl. 11.00 til 18.00. Mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn
21. nóvember verður Þjónustuverið opið kl. 9.00 til 21.00.
410 4000Landsbankinn
Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu
bankanna og Landsbankans þarf að skerða þjónustu í netbönkum
Landsbankans helgina 18. – 19. nóvember. Þjónusta í netbönkum
og útibúum verður einnig skert fram eftir degi mánudaginn
20. nóvember. Þurfi viðskiptavinir að ljúka mikilvægum bankaerind-
um fyrir mánudaginn 20. nóvember mælum við með að þeir sinni
þeim fyrir helgi til að forðast óþægindi.
Skerðing á þjónustu
Landsbankans
18. – 20. nóvember
Endurnýjun á tölvukerfunum er eitt stærsta hugbúnaðarverkefni
sem RB og Landsbankinn hafa ráðist í. Það einfaldar og uppfærir
tækniumhverfi bankans og er ódýrara í rekstri og sveigjanlegra
en eldri kerfi. Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum
sem skerðingin á þjónustu veldur en hún er nauðsynleg til að
innleiðing nýja tölvukerfisins gangi sem best fyrir sig.
Þjónusta verður skert í netbanka
einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
Hægt verður að millifæra í netbanka
en upphæðir verða ekki sýnilegar
á reikningsyfirlitum og ráðstöfun
þeirra því takmörkuð.
Hægt verður að greiða með debet-
og kreditkortum en truflanir geta
orðið á notkun debetkorta sunnu-
daginn 19. nóvember.
Möguleikar á innborgun á kreditkort
verða takmarkaðir.
Ekki verður hægt að stofna, breyta
eða eyða reikningum í netbanka
umrædda daga.
Nánari upplýsingar um áhrif
á þjónustu eru á vef Landsbankans,
landsbankinn.is.
Það helsta sem þarf að hafa í huga:
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 11Þ r i ð J U D A G U r 1 4 . n ó v e m B e r 2 0 1 7
BretLAnD Breska þingið mun eiga
lokaorðið um skilmála útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu
(ESB). Þetta kom fram í máli
Davids Davis, Brexitráðherra, á
breska þinginu í gær. Ekki er hins
vegar öruggt að sambandið þurfi
að virða niðurstöðu þingsins.
Davis sagði meðal annars að
lokasamningur Bretlands við ESB
fæli í sér breytingar á réttindum
borgara, fjárhagslegt uppgjör milli
Breta og ESB auk aðlögunartíma.
Þær breytingar yrðu lagðar fram
sem stjórnarfrumvarp og þyrftu
að fara í gegnum þingið til sam-
þykktar. Þingið gæti því haft áhrif
á endanlegt innihald þess. Það fæli
hins vegar ekki í sér að þingið gæti
komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú
ákvörðun væri endanleg og lægi
nú þegar fyrir.
„Það er algjörlega ljóst að þingið
mun vera með í ráðum í gegnum
allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans
í þinginu var hugsuð til að upplýsa
þingmenn um stöðu mála í samn-
ingaviðræðunum en sjötta kafla
þeirra lauk síðastliðinn föstudag.
„Þessi niðurstaða mun gefa
þinginu tíma til að gagnrýna, ræða
og kjósa um endanlegt samkomu-
lag okkar við ESB,“ sagði Davis.
Hann bætti því við að það lægi
ekki fyrir hvenær von væri á frum-
varpinu til meðferðar í þinginu.
„Í marga mánuði hefur Verka-
mannaflokkurinn kallað eftir því
að ríkisstjórnin tryggi að þingið
fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn
varðar,“ sagði Keir Starmer, skugg-
aráðherra Verkamannaflokksins
í Brexitmálum. Starmer bætti því
við að ræða Davis fæli í sér að rík-
isstjórnin væri ekki að ná árangri
í viðræðum sínum.
Ræða Davis er talin fela í sér
nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokk-
inn. Þingmenn sem eru hlynntir
útgöngu virtust ekki alltof ánægð-
ir með þá niðurstöðu sem Davis
kynnti. Talið er að meirihluti þing-
manna sé fylgjandi því að reyna
svokallað „soft Brexit“.
Það liggur hins vegar í hlutarins
eðli að ef samkomulag næst ekki
milli Breta og ESB mun ekkert
frumvarp verða lagt fram. Þá er
einnig talið líklegt að slíkt frum-
varp kunni að skila sér seint til
þingsins og umræður um það
gætu því orðið knappar. Þá er alls
ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel
muni fallast á þær breytingar sem
breska þingið gerir.
„Ef þingið breytir samningsskil-
málum mun það líklega þýða að
við munum þurfa að fara með þá
niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort
það mun skila einhverju, veit ég
ekki,“ svaraði Davis spurningu
Clives Efford, þingmanns Verka-
mannaflokksins.
Gert er ráð fyrir að Brexit muni
ganga í gegn að fullu þann 29.
mars 2019. johannoli@frettabladid.is
Breska þingið fær að hafa áhrif á
lokasamkomulagið um útgöngu
Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrr-
nefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki sem skyldi. Gert er
ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019. Talið er að samningurinn skili sér seint til þingsins.
David Davis Brexitráðherra sést hér til vinstri ásamt Michel Barnier, formanni samninganefndar ESB, á blaðamanna-
fundi í Brussel fyrir helgi. Þar var staða viðræðnanna kynnt en sjötta hluta þeirra lauk í nýliðinni viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
1
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
3
-9
8
3
8
1
E
3
3
-9
6
F
C
1
E
3
3
-9
5
C
0
1
E
3
3
-9
4
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K