Fréttablaðið - 23.11.2017, Page 4
Allt væri þá uppi á
borðum og borgin
hefði þá átt jafnt á við aðra
og getað boðið í landið á
markaðsverði.
Marta Guðjóns-
dóttir, borgarfull-
trúi Sjálfstæðis-
flokks
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
„Hörkuspennandi flettitryllir …“
H E L G A B I R G I S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð
„Dúndurendir á spennandi
þríleik … Lilja er mjög flinkur
glæpasagnahöfundur.“
A N N A L I L J A Þ Ó R I S D Ó T T I R
M O R G U N B L A Ð I Ð
RÍGHELDUR
SkipulagSmál Borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð
kaup Reykjavíkurborgar á landinu
Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt
að fara í opið söluferli. Þannig hefði
verið hægt að kanna raunverulegt
verðmæti landsins en borgarráð mun
í dag taka afstöðu til kaupsamnings-
ins við Faxaflóahafnir sem er upp á
1.050 milljónir króna.
„Það hefði að minnsta kosti átt að
fá fasteignasala til að meta verðmæti
landsins áður en til sölu þess kom og
verið æskilegt að selja það á frjálsum
markaði vegna þess að opið söluferli
er eðlilegasta aðferðafræðin og sú
heiðarlegasta þegar verið er að selja
opinberar eignir. Allt væri þá uppi á
borðum og borgin hefði þá átt jafnt
á við aðra og getað boðið í landið á
markaðsverði og stjórn Faxaflóa-
hafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir
Marta Guðjónsdóttir, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnar-
maður í Faxaflóahöfnum.
Drög að kaupsamningi voru kynnt
á stjórnarfundi Faxaflóahafna á
föstudag og hann samþykktur. Tveir
stjórnarmenn af sex, Marta og Einar
Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún
fram bókun þar sem samkomu-
lagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta
að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að
fá keypt landið, sem verður hluti af
stækkun bryggjuhverfisins í Grafar-
vogi, og ekkert verðmat unnið sem
tæki tillit til þeirrar vinnu við land-
fyllingu á svæðinu sem á að ljúka á
næstu árum.
„Það væri meiriháttar stefnu-
breyting hjá Faxaflóahöfnum ef
þær ætluðu ekki að selja hafnarland
aftur til eigenda sinna. Það var algjör
einhugur um það meðal annarra í
stjórninni að víkja ekki frá núverandi
stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og
stjórnarformaður Faxaflóahafna.
„Þetta eru því einhverjar getgátur
þegar spurningin um opið söluferli
gengur ekki upp þar sem það er
stefnubreyting sem við myndum
aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum.
Það áttu sér stað raunverulegar og
langar samningaviðræður og við
hefðum ekki lagt samninginn fram
nema vegna þess að við erum sátt
við hann,“ segir Kristín Soffía.
Landið er nú athafnasvæði stein-
efnaframleiðandans Björgunar og
gengur undir vinnuheitinu Bryggju-
hverfi vestur. Á þeirri landfyllingu
er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum
og munu öll mannvirki víkja nema
tveir sementstankar sem eru syðst
á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru
í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra
annarra sveitarfélaga, sömdu við
Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert
var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins
þar til maíloka 2019. Gert er ráð
fyrir að landfyllingin stækki út í
sjó, vestan við athafnasvæðið, og
hefur verið samið við Björgun um
gerð hennar.
haraldur@frettabladid.is
Gagnrýnir kaup á bryggjulandi
og kallar eftir opnu söluferli
Borgarfulltrúi gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landi við Sævarhöfða í Bryggjuhverfinu í
Grafarvogi. Stjórnarformaður Faxaflóahafna er ósammála og segir langar samningaviðræður að baki.
Verðmiðinn er rétt rúmur milljarður króna og kaupsamningurinn verður tekinn fyrir í borgarráði í dag.
Borgaryfirvöld hafa skipulagt blandaða byggð við Sævarhöfða 33. FréttaBlaðið/Ernir
DómSmál Framburður Sveins Gests
Tryggvasonar og framburður Jóns
Trausta Lútherssonar um atburði,
sem urðu við Æsustaði í Mosfellsdal 7.
júní í sumar og leiddu til dauða Arnars
Jónssonar Aspar, stangast verulega á.
Aðalmeðferð málsins hófst í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Sveinn
Gestur er einn ákærður en Jón Trausti,
sem var um tíma grunaður um aðild,
gaf skýrslu sem vitni enda var mál
hans fellt niður.
Í skýrslu við upphaf aðalmeðferðar
lýsti hinn ákærði, Sveinn Gestur,
því að Arnar hafi ráðist að þeim
fimmmenningum, sem sóttu hann
heim, með kústskafti og Sveinn hafi
þá hringt á lögreglu og óskað eftir
aðstoð. Arnar hafi þá hlaupið á eftir
þeim með járnrör en Jón Trausti
hlaupið á móti honum með neyðar-
hamar að vopni og til átaka hafi
komið þeirra á milli.
„Þegar ég kem að þeim þá liggur
Arnar blóðugur undir Jóni,“ sagði
Sveinn Gestur í skýrslu sinni.
Framburður Jóns Trausta, sem
gaf skýrslu fyrir dómi sem vitni, er á
öndverðum meiði við skýrslu Sveins.
Hann segist ekki hafa veitt Arnari
áverka, en hann hafi tekið hann dyra-
varðataki og Sveinn Gestur svo tekið
við að halda Arnari. Engir áverkar
hafi verið á Arnari þegar hann gekk
frá. Aðalmeðferð málsins verður fram
haldið í dag. – aá
Benda hvor á annan í Æsustaðamáli
Jón trausti gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins. FréttaBlaðið/VilhElm
HeilbrigðiSmál Þeir Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra, Dagur B.
Eggertsson, borgarstjóri Reykja-
víkurborgar, og Guðmundur Hall-
varðsson, fyrrverandi formaður Sjó-
mannadagsráðs, tóku í gær fyrstu
skóflustunguna að 99 rýma hjúkr-
unarheimili við Sléttuveg í Fossvogs-
dal. Stefnt er að því að heimilið verði
tilbúið innan tveggja ára.
Skrifað var undir samninga og
viljayfirlýsingu um hjúkrunar-
heimilið auk þjónustumiðstöðvar
og leiguíbúða fyrir aldraða 11. maí
í vor. – þea
Hjúkrunarými
fyrir 99 manns
Fyrstu skóflustungurnar að hjúkr-
unarheimili. FréttaBlaðið/VilhElm
lögreglumál Par á fertugs- og
fimmtugsaldri sem var handtekið á
þriðjudag vegna gruns um að standa
að umfangsmikilli vændisstarfsemi
var í gær úrskurðað í gæsluvarðhald
til 6. desember.
„Við munum halda áfram yfir-
heyrslum á morgun, og þá sérstak-
lega yfir vitnum,“ sagði Grímur
Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, við fréttastofu í gærkvöldi. Að
minnsta kosti verði rætt við þrjár
konur sem voru í þremur íbúðum
sem lögregla gerði húsleit í. – ss
Parið úrskurðað
í gæsluvarðhald
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F i m m T u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
D
-7
6
A
4
1
E
4
D
-7
5
6
8
1
E
4
D
-7
4
2
C
1
E
4
D
-7
2
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K