Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Kristján Sigurðsson Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til lögg. fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Helgi Jóhannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, lést á heimili sínu sl. mánu- dag eftir erfið veik- indi, 65 ára að aldri. Helgi fæddist í Keflavík 23. apríl 1951 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jóhann Pétursson, símstöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli, og kona hans, Krist- rún Helgadóttir verslunarmaður. Helgi lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971 og prófi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 1977. Á námsárunum stundaði Helgi sumarstörf hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum við afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Að loknu stúdentsprófi kenndi hann einn vetur við Gagnfræða- skóla Keflavíkur en að háskóla- náminu loknu var hann deildar- stjóri viðskiptabrautar Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í tvo vetur auk þess sem hann starfaði við skipu- lagningu viðskiptabrauta í fram- haldsskólum á vegum mennta- málaráðuneytisins. Helgi hóf störf hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn 1978 og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1984 til 2000. Hann lauk MBA-námi í raf- rænum viðskiptum frá Háskólanum í Reykja- vík árið 2002 og stofn- aði í kjölfarið Sumar- ferðir, fyrstu íslensku ferðaskrifstofuna sem seldi nær eingöngu ferðir í gegnum netið. Hann stýrði fyrirtæk- inu til ársins 2010. Helgi sat í stjórn Félags íslenskra ferðaskrifstofa um árabil og var formað- ur þess um tíma. Hann gegndi einnig embætti for- seta Bridgesambands Íslands frá 1989 til 1995 en á þeim tíma urðu Íslendingar heimsmeistarar í brids. Helgi var sjálfur í hópi fremstu bridsspilara Íslands. Hann var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á síðasta ári fyrir störf sín í þágu hreyfingar- innar. Helgi greindist árið 2011 með MND-sjúkdóminn. Hann lifði síð- ustu árin með aðstoð öndunarvélar og tjáði sig með því að skrifa texta á tölvu með augunum. Eftirlifandi eiginkona Helga er Hjördís Margrét Bjarnason líf- eindafræðingur. Helgi og Hjördís eignuðust þrjá syni, Gunnar Fjal- ar, Óttar Örn og Hall Má. Andlát Helgi Jóhannsson leitt til aukinnar eftirspurnar eftir vönduðu gæðaefni og það laðar að hæfileikaríkt fólk. Áður var litið niður á sjónvarp, en núna eru nánast allir nafntogaðir kvikmyndagerðarmenn að vinna að sjónvarpsverkefnum.“ Undir þetta tekur Davíð Óskar Óskarsson, framleiðandi og leikstjóri hjá Mystery Production, sem fram- leiddi Fanga ásamt fleirum. „Við ákváðum snemma í undirbúningsferl- inu að setja markið hátt; að búa til þáttaröð sem veitti öðrum þáttum úti í heimi samkeppni. Við gerðum allt vel – myndatakan, hljóðið, leikurinn, tónlistin, sviðsmyndin; þetta er allt eins og best er hægt að gera það,“ segir Davíð. Fangar verða sýndir víða Nú þegar hafa Fangar verið seldir til sýninga hjá öllum norrænu stöðv- unum og á pólsku stöðina Canal+. Verið er að ganga frá samningum við einkarekna sjónvarpsstöð á Spáni og efnisveita hefur fest kaup á þáttun- um. Davíð segir að samkvæmt samn- ingnum sé sér ekki heimilt að gefa upp hvaða efnisveitu sé um að ræða, en um sé að ræða alþjóðlega veitu sem streymir þáttum og kvikmynd- um. Á morgun heldur hann á kvik- myndahátíðina í Berlín þar sem þætt- irnir verða kynntir á svokölluðum sjónvarpsmarkaði. „Það geta verið miklir peningar í þessu,“ svarar hann, spurður um hvort þættirnir séu farnir að raka saman fé, en segir of snemmt að segja til um hvort sú verði raunin með Fanga. Aðkoma RÚV að framleiðslu Fanga er margþætt að sögn Skarp- héðins. „Við erum fyrsti aðilinn sem kemur inn í ferlið, það er lífsnauðsyn- legt fyrir framleiðendurna að fá sjón- varpsstöð sem ætlar að sýna þættina inn sem fyrst. Við erum með í vinnslu þáttanna allan tímann og höfum milli- göngu um samstarf við norrænu stöðvarnar, sem fyrst og fremst felst í að þær tryggja sér sýningarrétt á þáttunum.“ Skarphéðinn segir það vera til marks um breytta tíma í framleiðslu leikins íslensks sjónvarpsefnis að all- ar norrænu ríkisstöðvarnar voru meðframleiðendur að Ófærð og Föngum. Það hafi ekki gerst áður. Hann segir að gerðar hafi verið lang- tímaáætlanir um þáttaraðir af ýms- um lengdum og gerðum. Stefnan sé að geta boðið upp á allt að þrjár þáttaraðir á ári til að geta annað eft- irspurn og framundan séu m.a. þátta- raðirnar Líf eftir dauðann eftir Veru Sölvadóttur, sem sýnd verður um páskana og Loforðið eftir Braga Þór Hinriksson og Guðjón Davíð Karls- son sem sýnd verður næsta haust. Er markvisst verið að horfa til út- landa við framleiðslu þátta á borð við Ófærð og Fanga? „Það er alveg ljóst, að ef efnið á eingöngu að vera sýnt á Íslandi, þá getur það ekki verið eins umfangsmikið. Það þarf þó ekki að þýða að við getum ekki haldið áfram að segja okkar eigin sögur, því þar liggur einmitt áhugi annarra þjóða: á sérkennum okkar,“ svarar Skarphéð- inn. Velgengnin lá í loftinu „Það er svo margt,“ svarar Davíð spurður um hvaða skýringar hann gefi á velgengni Fanga. „Þetta lá svo- lítið í loftinu, við áttuðum okkur á að við værum með eitthvað einstakt í höndunum. En það sem er kannski svolítið sérstakt er að sagan er ekki drifin áfram af plotti eins og svo margir þættir, heldur er þetta heild- armynd og það verður að horfa á alla þættina.“ Mega sjónvarpsáhorfendur búast við Föngum 2? „Það stóð ekkert endi- lega til í upphafi, en við höfum nú þegar tekið upp viðræður við höfunda og framleiðendur um að gera fram- hald,“ segir Skarphéðinn. Á bak við rimla Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki Ragnheiðar í Föngum. Hún er líka ein af handritshöfundum og framleiðir þættina ásamt fleirum. Þetta íslenska er X-faktorinn  Alþjóðleg efnisveita keypti sýningarrétt að sjónvarpsþáttunum Föngum  Rætt er um að fram- leiða aðra þáttaröð  „Við ákváðum að setja markið hátt,“ segir einn af framleiðendum þáttanna Skarphéðinn Guðmundsson Davíð Óskar Ólafsson SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Velgengni sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærðar opnaði dyr fyrir íslensku sjónvarpsefni á alþjóðamarkaði. Sjónvarpsþættirnir Fangar hafa þeg- ar verið seldir til nokkurra landa og alþjóðleg efnisveita, sem streymir sjónvarpsefni, hefur fest kaup á þátt- unum. Eftirspurn er eftir óvenjulegu og frumlegu sjónvarpsefni og íslensk þáttaframleiðsla nýtur góðs af vel- gengni norrænna þátta á borð við dönsku þættina Borgen og sænsk/ dönsku þættina Brúin. „Það er sífellt verið að leita að ein- hverju nýju, hinu óvænta. X- faktorinn okkar, þetta sem enginn hefur nema við, eru íslensku einkenn- in. Það eru nógu margir að búa til fjöldaframleitt staðlað efni, við erum ekki að því og við erum ekki að fara að keppa við Hollywood. Núna erum við þetta nýja og ef við framleiðum ekki gott íslenskt efni, þá gerir það enginn,“ segir Skarphéðinn Guð- mundsson, dagskrárstjóri RÚV, en RÚV hefur komið að framleiðslu beggja ofangreindra þátta og fjöl- margir fleiri þættir, sem farið gætu á alþjóðamarkað, eru í bígerð. Síðasti þátturinn af Föngum var sýndur á RÚV á sunnudagskvöldið, þættirnir fengu mikið lof sem náði út fyrir landsteinana og hefur m.a. verið fjallað um þættina í Variety, sem er eitt helsta tímarit afþreyingariðn- aðarins. Gæðaefni er eftirsótt Skarphéðinn segir Fanga vera gott dæmi um þá breytingu sem orðið hef- ur í framleiðslu sjónvarpsefnis á stuttum tíma. „Þó að áhorf á línulega dagskrá hafi minnkað, þá hef- ur sjónvarpsáhorf líklega aldrei verið meira. Það eru svo margir möguleikar til að horfa á sjónvarp; á netinu, á ýmsum efnisveitum og á sjónvarpsstöðvunum sjálfum. Þetta hefur Bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur fara yfir allar aðstæður í orkukerfum jarð- varmavirkjana sem fyrirtækin reka í kjölfar banaslyss- ins sem varð við Reykjanesvirkjun HS orku sl. föstudag. Kristinn Tóm- asson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlit- inu, segir að rætt hafi verið við for- svarsmenn OR og Landsvirkjunar um þessi mál. ,,Þeir eru að yfirfara sín kerfi núna með tilliti til svona at- vika og hvort það sé einhver hætta á sambærilegu. Við munum sennilega ekki frétta af því fyrr en í lok þess- arar viku eða byrjun þeirrar næstu,“ segir hann. „Við hjá Landsvirkjun erum að vinna að því að fara yfir ferla og skoða hvort það sé eitthvað í okkar starfsemi sem gefur tilefni til breyt- inga,“ segir Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Lands- virkjunar. Að sögn hans eru þær borholur sem Landsvirkjun hefur borað til að afla gufu alls 74 talsins. Þær eru staðsettar á Kröflusvæðinu, Þeista- reykjum, Bjarnarflagi og í Hágöng- um. Þetta eru bæði holur sem bor- aðar hafa verið í rannsóknarskyni og vinnsluholur en holurnar eru ekki allar í notkun. Fara yfir allar aðstæður við jarðvarmavirkjanir Jarðvarmavirkjun á Hellisheiði. Kjararáð hefur ákvarðað laun og starfskjör forstjóra Hafrannsókna- stofnunar og skógræktarstjóra með nýlegum úrskurðum í framhaldi af sameiningu stofnana sem þeir stýra. Mánaðarlaun forstjóra Hafrann- sóknastofnunar hækka afturvirkt og eru eftir úrskurðinn frá og með 1. apríl í fyrra 1.023.517 krónur. Að auki skal greiða honum 35 ein- ingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir en hver eining er í dag 9.572 krónur. Laun skógræktarstjóra hækka einnig afturvirkt frá 1. júlí sl. og eru föst mánaðarlaun 866.128 krón- ur auk þess sem hann fær greiddar 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir. Kjararáð ákveður laun ríkisforstjóra Þáttaröðin Ófærð hefur verið seld til yfir 100 landa um allan heim og er sú íslenska þáttaröð sem hefur verið seld til flestra landa. Undir- búningur að Ófærð 2 er hafinn og verða þeir þættir sýndir seinni hluta næsta árs, gangi allt að óskum. Skarphéðinn segir að al- þjóðlegi sjónvarpsmarkaðurinn fylgist vel með framvindu mála og nú þegar standi yfir viðræður framleiðenda við erlenda aðila um aðkomu og kaup á nýju þáttaröðinni. „Ófærð kom okkur á kortið. Allt í einu fórum við, sem förum á erlenda markaði, að upplifa að stórir framleiðendur spurðu að fyrra bragði um hvort ekki væri verið að framleiða meira af leiknu ís- lensku efni og hvort þeir mættu vera með.“ Ófærðaráhrifin eru sterk ÓFÆRÐ 2 VERÐUR SÝND Á NÆSTA ÁRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.