Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  33. tölublað  105. árgangur  N1 kortið færir þér bæði afslátt og punkta STARFAR Í BESTU BORGINNI FYRIR FYRIRSÆTUSTÖRF VIÐURKENNING FYRIR GOTT STARF ÁTTI STÓRLEIK OG STEFNIR AÐ SÆTI Í LANDSLIÐINU EYRARRÓSIN 30 ERLA RÓS SIGMARSDÓTTIR ÍÞRÓTTIRSIGRÚN EVA JÓNSDÓTTIR 12 Fangar Þættirnir hafa fengið af- bragðsviðtökur hér og erlendis. Sjónvarpsþættirnir Fangar, sem sýndir voru nýverið á RÚV, hafa ver- ið seldir til nokkurra landa. Alþjóðleg efnisveita, sem streymir sjónvarps- efni, hefur fest kaup á þáttunum, en í kaupsamningnum er kveðið á um að ekki megi greina frá því um hvaða veitu er að ræða. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, sem nú hefur verið seld til meira en 100 landa, braut ísinn fyrir íslenskt sjón- varpsefni á alþjóðamarkaði og í kjöl- far þeirrar velgengni fóru erlendir framleiðendur og kaupendur sjón- varpsefnis að falast eftir því að taka þátt í framleiðslu íslensks sjónvarps- efnis. Þetta segir Skarphéðinn Guðmunds- son, dagskrárstjóri RÚV, en RÚV hef- ur komið að framleiðslu bæði Fanga og Ófærðar. Hann segir talsverða breyt- ingu hafa orðið á framleiðslu sjón- varpsefnis með tilkomu efnisveitna á borð við Netflix. Sjónvarpsáhorf hafi líklega aldrei verið meira og kröfur um gæði efnis hafi aukist. Að sögn Skarphéðins standa nú yfir viðræður RÚV við höfunda og fram- leiðendur Fanga um gerð fleiri þátta- raða af Föngum. »6 Fangar fara víða um heim  Alþjóðleg efnisveita keypti þættina  Ófærð braut ísinn Stormviðvörun er í gildi fyrir landið allt í dag og má búast við roki eða ofsaveðri með 23-30 m/s á Vesturlandi, en staðbundnar hviður verða allt að 40-50 m/s. Að sögn Veðurstofunnar mun veður- ofsinn ná hámarki um hádegi, en gera má ráð fyrir mikilli rigningu á suðaustanverðu landinu. Veðurstofan spáir ofsaveðri um vestanvert landið Morgunblaðið/Eggert  Þingmenn fimm flokka standa að frum- varpi um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnar- kosningum. Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, hyggst leggja frumvarpið fram í vikunni. Kjörsókn er minnst hjá yngsta aldurshópnum, en í síðustu sveitarstjórnarkosningum var hún 47,5%. Katrín segir þessa slöku kjörsókn þó ekki vera til marks um áhugaleysi á stjórnmálum. »4 Leggja til lækkun kosningaaldurs Kjörkassi Kosn- ingaaldur er 18 ár.  Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Einkaleyfastofu, vill að litið verði á íslenska þekkingu og hugverk sem auðlind. „Rétt eins og við viljum vernda aðrar auðlindir, þá þurfum við að vernda þessa,“ segir Jón. 2.838 erlend vörumerki voru skráð hér á landi á síðasta ári, og 581 íslenskt. Samtals eru skráð vörumerki á Íslandi nú 58.893 tals- ins. Hugverkaiðnaðurinn stendur fyrir 90% af utanríkisviðskiptum ESB. »16 Hugverk er auðlind sem þarf að vernda Hálft virði Google liggur í vörumerkinu.  Karfa vantar nú sárlega á þýskum mörk- uðum, segir Magnús Björg- vinsson, umboðs- maður Síldar- vinnslunnar í Bremerhaven í Þýskalandi. Magnús sér um sölu á fiski Síld- arvinnslunnar til hæstbjóðenda í Þýskalandi, aðallega karfa, og seg- ir þýska neytendur nú farna að kaupa þorsk og ufsa frá Noregi, þar sem karfi frá Íslandi sé ekki í boði meðan á verkfalli íslenskra sjó- manna stendur. Markaðir í Þýska- landi séu því klárlega að glatast. „Þetta er grafalvarlegt ástand, sérstaklega af því að verkfallið hef- ur staðið svo lengi,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. Þá hafa bæjarstjórar í nokkrum sjávarbyggðum einnig miklar áhyggjur af því hvers konar áhrifa af verkfallinu sé farið að gæta í byggðunum. Nefndu þeir m.a. af- komu fiskverkafólks. »14 Kaupa norskan þorsk og ufsa Verkfall Skipin eru nú við bryggju. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Börn sem vistuð voru á fullorðins- deildum Kópavogshælis á árunum 1952 til 1993 sættu í verulegum mæli líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vist þeirra stóð. Líkamleg, vits- munaleg og félagsleg vanræksla var mikil og aðbúnaður skelfilegur, en ofbeldið var bæði af hálfu starfsfólks og annarra vistmanna. Er þetta meðal þess sem lesa má í skýrslu vistheimilanefndar um vist- un barna á Kópavogshæli, en skýrsl- an var í gær kynnt fjölmiðlum. Börn geymd í dimmum kjallara Í skýrslunni er að finna lýsingar vistmanna á því ofbeldi sem þeir urðu fyrir. Voru börn m.a. ítrekað bundin niður, þeirra á meðal 14 ára einhverfur drengur. Minnist einn vistmaður þess meðal annars þegar hann var neyddur til þess að borða eigin ælu upp af gólfinu, en einnig er í skýrslunni að finna mörg dæmi þess að börn hafi verið geymd í dimmum kjallara eftir að hafa hegð- að sér illa. „[Þ]að mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef þess þurfti, það mátti berja þá ef þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl,“ er haft eftir einum vistmanni í skýrslunni. Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar, segir hópinn þurfa sérstaka aðstoð til þess að sækja sanngirnisbætur. Lofar dóms- málaráðherra að slík aðstoð verði veitt og að ráðuneytið muni fara grannt yfir málið með sanngirnis- bætur í huga. Guðrún Ögmundsdóttir er tengi- liður ráðuneytisins vegna vistheimila og sér m.a. um að aðstoða fyrrver- andi vistmenn sem eiga um sárt að binda í kjölfar reynslu sinnar. Segir hún málið fá fulla athygli enda alvar- legt. „Mikilvægt er að mæta þessum hóp af virðingu. Ég tek núna málið, fer yfir skýrsluna og kem með til- lögur til ráðherra,“ segir Guðrún. Alvarlegt ofbeldi í áratugi  Skýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli lýsir því mikla ofbeldi sem vist- menn þurftu að þola  Börn voru vistuð á fullorðinsdeildum án lagaheimildar MUpplifði mig einskis virði »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.