Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2017 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný skýrsla Amnesty International um aftökur þúsunda fangelsaðra stjórnarandstæðinga í Sýrlandi skerpir enn myndina af óhugnaðinum sem viðgengist hefur þar á tíma borg- arastyrjaldarinnar. Samkvæmt skýrslunni, sem birt var í gær, hafa allt að þrettán þúsund manns, flestir þeirra óbreyttir borg- arar sem styðja stjórnarandstöðuna, verið teknir af lífi í leynifangelsum í Sýrlandi. Fram kemur að fjöldaaftök- ur hafa átt sér stað í hverri viku í Sa- ydnaya-fangelsinu í nágrenni Dam- askus frá því í september 2011 þangað til í desember 2015. Aftökurn- ar fóru fram samkvæmt skipunum frá æðstu stöðum í stjórnkerfinu. Ríkis- stjórn Sýrlands hefur ítrekað neitað því að fangar séu teknir af lífi og að þeir sæti slæmri meðferð í fangelsum landsins. Fyrir ári kom fram hjá mannrétt- indasérfræðingum Sameinuðu þjóð- anna að bæði vitni og skjöl sýndu með nánast óyggjandi hætti að tugir þús- unda almennra borgara hefðu verið fangelsaðir og að fjöldi þeirra hefði látist í haldi. Sýndarréttarhöld Áður en fangarnir voru teknir af lífi voru þeir leiddir fyrir „herdómstól“ í Qaboun-hverfinu í höfuðborginni. Þar tóku réttarhöldin yfirleitt eina til þrjár mínútur, segir í skýrslunni. Fyrrverandi dómari við þennan dóm- stól segir í viðtali við Amnesty að fangarnir hafi verið spurðir hvort þeir hafi framið glæpi sem áttu að hafa verið framdir. Engu skipti hvort svar- ið var já eða nei – viðkomandi var dæmdur. „Þessi dómstóll átti ekkert sameiginlegt með löggjöfinni,“ segir hann. Daginn sem hengja átti fangana var þeim tjáð að flytja ætti þá í al- mennt fangelsi en þeir síðan færðir í klefa í kjallaranum þar sem þeir voru barðir til óbóta í tvær til þrjár klukku- stundir. Um miðja nótt var síðan bundið fyrir augu þeirra og þeir flutt- ir í annan hluta fangelsisins þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu verið dæmdir til dauða, snörunni komið um háls þeirra og þeir hengdir. Lík þeirra sem voru teknir af lífi voru síð- an flutt á brott með vörubílum á Tis- hreen-hersjúkrahúsið í Damaskus þar sem þau voru skráð og hent í fjöldagrafir á umráðasvæði hersins. Assad kærir sig kollóttan Fulltrúar Amnesty segja að aftök- urnar í fangelsinu séu stríðsglæpur. Þeir telja að þær eigi sér enn stað. As- sad Sýrlandsforseti brást við fréttum um að aftökurnar kynnu að fara fyrir Mannréttindadómstól Sameinuðu þjóðanna með því að segja að það væri mikilvægara verkefni stjórnar sinnar að verja föðurlandið, en að bregðast við ákærum fyrir dómstóln- um. „Við verðum að verja land okkar með öllum tiltækum ráðum og þegar við gerum það stendur okkar ná- kvæmlega á sama um þennan dóm- stól,“ sagði einræðisherrann. Friðarviðræður að hefjast Borgarastríð í Sýrlandi hefur nú staðið í sex ár. Viðræður um frið eiga að hefjast í Genf í Sviss eftir tvær vik- ur. Fulltrúar Amnesty segja að ekki sé hægt að horfa fram hjá fréttunum um aftökurnar í leynifangelsinu á þeim fundum. Í fyrri skýrslum Amnesty um fang- elsi sýrlenskra stjórnvalda hefur ver- ið staðhæft að tæplega 18 þúsund manns, flestir pólitískir fangar, hafi látið lífið vegna slæms aðbúnaðar, matarskorts og pyntinga. Við þá tölu bætist nú sá fjöldi sem tekinn hefur verið af lífi í Saydnaya-fangelsinu. Aftökurnar vekja óhug  Um 13 þúsund teknir af lífi í leynifangelsum sýrlenskra stjórnvalda frá 2011  Fórnarlömbin gætu verið mun fleiri  Var misþyrmt eftir sýndarréttarhöld AFP Flakandi sár Hvarvetna í Sýrlandi getur að líta rústir bygginga sem sprengdar hafa verið upp. Hér er verið að leita að fólki sem kann að hafa lifað af loftárás á fjölbýlishús í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands í gær. Borgarastyrjöldin » Átökin hófust í kjölfar „arabíska vorsins“ 2011. » Hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafa fallið í styrjöld- inni. » Jafnt Ríki íslams sem sýr- lensk stjórnvöld og uppreisn- arhópar hafa framið gróf of- beldisverk. » Undir stjórn Assads hefur verið lögð mikil áhersla á markaðshyggju og nýfrjáls- hyggju sem jók mjög ójöfnuð meðal landsmanna. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, verður ákærður fyrir fjársvik í tengslum við kosningabar- áttu sína við forsetakjör árið 2012. Hið meinta brot Sarkozys snýst um að hafa notað meira fé en leyfi- legt er í kosninga- baráttunni og leynt því með fölsuðum reikn- ingum. Samkvæmt frönskum lögum mátti verja um 22,5 milljónum evra í kosninga- slaginn, en talið er að framboð Sarkozys hafi notað 18 milljónir evra umfram það. Er sagt að kosninga- skrifstofa Sarkozys hafi notað fals- aða reikninga frá almannatengsla- fyrirtækinu Bygmalion í þessu skyni. Gengur málið þess vegna und- ir nafninu „Bygmalion“ í frönskum fjölmiðlum. Hin meintu svik hafa verið til rannsóknar um nokkurt skeið og talsvert um þau fjallað í Frakklandi. Tveir rannsóknardómarar hafa verið með málið til skoðunar og hefur ann- ar þeirra, Sergé Tournaire, ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Lögmenn Sarkozys hafa unnið að því að koma í veg fyrir þessa þróun mála. Samkvæmt fréttum franskra fjöl- miðla í gær gaf fyrirtækið Bygmal- ion út reikninga upp á 18,5 milljónir evra á flokk Sarkozys, sem þá hét UMP en heitir nú Les Républicains, í stað þess að stíla þá á forsetafram- boðið sjálft. Sarkozy kveðst saklaus Fyrir liggur að stjórnendur og eigendur Bygmalion vissu af svikun- um, en ákæran snýst um það að Sar- kozy hafi einnig vitað af þeim. Sarkozy er ekki eini fyrrverandi forseti Frakklands sem dreginn hef- ur verið fyrir dómstóla. Árið 2011 var Jacques Chirac dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir spillingu í starfi meðan hann var borgarstjóri í París, áður en hann var kosinn forseti. Sarkozy var yfirheyrður af lög- reglu vegna Bygmalion-málsins haustið 2015. Þá fullyrti hann að hann vissi ekkert um svikin og vísaði ábyrgðinni á fyrirtækið sjálft og for- ystumenn UMP-flokksins. gudmundur@mbl.is Sarkozy ákærður fyrir fjársvik  „Bygmalion-málið“ fyrir dómstóla Nicolas Sarkozy Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leið- togi Írans, kveðst þakklátur Donald Trump Bandaríkja forseta fyrir að sýna „hið rétta andlit Bandaríkj- anna“. Ummælin lét Khamenei falla þegar hann ávarpaði samkomu ír- anskra hershöfðingja í Teheran. „Við höfum fullyrt í meira en 30 ár að í æðsta valdakerfi Bandaríkj- anna sé pólitísk, siðferðileg, fjár- hagsleg og félagsleg spilling,“ sagði hann og vísaði til frétta um fimm ára gamlan íranskan dreng sem var handjárnaður á bandarísk- um flugvelli vegna tilskipunar Trumps um ferðabann fólks frá sjö ríkjum múslima. KHAMENEI DEILIR Á TRUMP Sýnir hið rétta and- lit Bandaríkjanna Ljósmynd/AFP Handjárnaður Íranski fimm ára drengurinn með móður sinni. Nýr hægriflokk- ur er í uppsigl- ingu í Ástralíu. Þingmaðurinn Cory Bernardi hefur sagt skilið við Frjálslynda flokkinn, flokk Malcolms Turn- bull forsætisráð- herra, og hyggst stofna nýjan flokk fyrir íhalds- menn. Greindi Bernardi frá þessu á þingfundi í gærmorgun. BBC segir að Bernardi hafi margsinnis gagn- rýnt Turnbull og sakað stjórn hans um of mikið frjálslyndi. Bernardi er m.a. andvígur hjónaböndum fólks af sama kyni og vill takmarka heimildir til fóstureyðinga. Hann efast einnig um að loftslagsbreyt- ingar séu af mannavöldum. ÁSTRALÍA Stofnar nýjan flokk lengst til hægri Malcolm Turnbull Hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma +45 4020 3238 og spjallið um óskir ykkar og væntingar. Það mun vera möguleiki á að fá einkafund með EBK um byggingaráætlun, annaðhvort 14. eða 15. febrúar. Fundurinn verður haldin á: Stepp ehf., Àrmuli 32, 108 Reykjavík. Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 40 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku, 3 í Þýskalandi, 1 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Við bjóðum danska hönnun til byggingar og innréttingar - við höfum nú þegar byggt 70 hús á Íslandi. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 17 0 58 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.