Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hampiðjan í Ástralíu hefur náð samningi um sölu á 120 rækjutroll- um til Austral Fisheries, eins stærsta útgerðafyrirtækis í Ástral- íu. Útibú Hampiðjunnar í Ástralíu var opnað í október 2015 og er félag- ið þegar orðið leiðandi í sölu á veið- arfærum í áströlskum sjávarútvegi. Þorsteinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Hampidjan Australia, eins og félagið heitir syðra, segir Austral Fisheries kaupa trollin fyrir 12 skip. Hampiðjan í Ástralíu seldi 24 stór fiskitroll og 60 rækjutroll í fyrra. „Við seljum veiðarfæri um alla Ástralíu. Allar stærstu útgerðirnar versla eingöngu við okkur. Þetta eru að jafnaði mun minni veiðarfæri en heima á Íslandi, enda eru þetta ekki stórir bátar. Við erum nú stærsta fyrirtækið á markaði með fiskitroll og rækjutroll og allt sem tengist togveiðarfærum í Ástralíu. Við bjóð- um mikil gæði og góða þjónustu. Þótt vörurnar séu aðeins dýrari en vörur samkeppnisaðila gengur okk- ur vel að koma þeim á markað.“ Skilja frá smærri fisk Þorsteinn, sem er netagerðar- meistari, segir að netanálin hafi ver- ið dregin fram að nýju eftir nokkura ára hlé. Fiski- og rækjutroll hafi verið framleidd sem og sérstakir trollpokar sem skilja frá smærri fisk og rækju. Þeir voru hannaðir af Hermanni Guðmundssyni hjá Fjarðaneti. Hampiðjan í Ástralíu var sem fyrr segir stofnuð í október 2015. Hafði Þorsteinn þá starfað á veiðarfæra- markaðnum í Ástralíu í um áratug, eins og hér er rakið í rammagrein. Starfsmenn Hampiðjunnar í Ástral- íu eru nú fimm og eru höfuðstöðvar félagsins á Gullströndinni, Gold Coast, í Queensland á austurströnd Ástralíu. Meðal viðskiptavina eru Raptis, Australia Bay Seafoods og Westmore Seafoods og eru félögin, ásamt Austral fisheries, meðal stærstu útgerða í Ástralíu. Um 500 rækjubátar í Ástralíu Þorsteinn segir aðspurður að áströlsku útgerðirnar séu ekki jafn- stórar og þær stærstu á Íslandi. „Það eru eingöngu 40-50 fiskitroll- arar hér. Hér er skortur á hvítfiski og því þarf að flytja hann inn frá Nýja-Sjálandi. Um 500 rækjubátar eru gerðir út í Ástralíu, þar af um 300 í Queensland. „Þetta eru því margir litlir bátar með lítil veiðarfæri,“ segir Þor- steinn. „Bátarnir draga þrjú til fjög- ur troll í einu og eru með minnst fjögur til vara. Þeir þurfa því tölu- vert af veiðarfærum á hverju ári.“ Þorsteinn segir veltu Hampiðj- unnar í Ástralíu hafa aukist í takt við væntingar. „Það bætast við fjórir til fimm nýir viðskiptavinir í hverri viku og við erum stöðugt að kynna nýjar vörur sem ég er sannfærður um að muni seljast vel. Við erum einnig að fá viðskiptavini sem eru ekki í útgerð. Það munu skapast ný tækifæri með réttri vöru og fyrir- tækið mun halda áfram að dafna. Þetta er aðeins byrjunin,“ segir Þor- steinn. Horfa til námu- og olíuiðnaðar Hann segir Hampiðjuna þannig meðal annars sjá tækifæri í námu- og olíu- og gasiðnaðinum. Hampiðj- an bjóði til dæmis ofurkaðla, Dy- nIce, sem eru framleiddir úr Dy- neema-efni, sem sé sterkara en stál. Með slíkum köðlum megi til dæmis draga hundruða tonna námutrukka í áströlskum námum, í stað þess að nota þungar stálkeðjur eða víra. „Það er skynsamlegt að vera ekki með öll eggin í sömu körfu. Þannig að ef það gengur illa í útgerð er gott að vera með viðskiptavini á öðrum sviðum. Hér í Ástralíu er mikill fjöldi skipa sem flytja gáma, kol, olíu og gas og því er mikill markaður fyrir til dæmis landfestar og drátt- artaugar fyrir dráttarbáta. Hamp- iðjan er einnig með góða sérhannaða kaðla sem henta vel fyrir olíu- og gasiðnað. Þessir kaðlar eru mun verðmætari en veiðarfæri og við er- um hægt og sígandi að komast inn á þann markað,“ segir Þorsteinn. Tækifæri í fiskeldinu Hann segir einnig sóknarfæri í áströlsku fiskeldi. „Hampiðjan ehf. keypti í fyrra færeyska félagið Von P/F. Við það tvöfaldaðist veltan í um 120 milljónir evra. Von hefur sér- hæft sig í fiskeldi og með þeirra þekkingu gætum við skapað sókn- arfæri í Ástralíu fyrir Hampiðjuna. Næstu skref eru að fara inn á þann markað.“ Þorsteinn segir DynIce-troll- taugar Hampiðjunnar geta gjör- breytt útgerð syðra. Ástralar séu margir hverjir nokkrum áratugum á eftir Íslendingum hvað varðar tækni og efni við notkun togveiðarfæra. Aðeins 17% af þyngd víranna „Trolltaugarnar eru kaðlar sem Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, hannaði fyrir nokkr- um árum. Þeir eru notaðir við tog- veiðar í stað stálvíra. Þetta er að slá í gegn hjá okkur í Ástralíu núna. Það er enginn sem býður upp á ná- kvæmlega þessa kaðla í heiminum nema Hampiðjan. Þessir kaðlar vigta eingöngu 17% af þyngd stál- víra og létta því gríðarlegum þunga af veiðarfærum og hlerum. Með því má minnka hlerana og þannig minnka mótstöðuna og olíueyðsluna. Með því er hægt að toga hraðar, fara yfir stærra svæði og fiska meira. Kaðlarnir endast í sex til sjö ár með réttri meðferð en vírarnir ryðga og endast mun skemur. Kaðl- arnir eru þegar komnir í 15 báta. Einn viðskiptavinur okkar ákvað að henda öllum vírum frá borði og fara yfir í kaðlana. Ég var í Cairns [í norðurhluta Queensland] um mán- aðamótin að aðstoða útgerð við að koma köðlunum fyrir í rækjutroll- ara. Síðan hef ég fengið tvö skilaboð frá skipstjóranum sem hefur verið að fiska við Norður-Ástralíu og hann er yfir sig hrifinn af nýju trolltaug- unum,“ segir Þorsteinn. Hampiðjan er jafnframt með útibú á Nýja-Sjálandi, undir merkj- um Hampiðjan New Zealand, og eru höfuðstöðvarnar í hafnarborginni Nelson. Orðnir stærstir í Ástralíu  Hampiðjan Australia hefur náð samningum við allar helstu útgerðir Ástralíu  Ein stærsta útgerð Ástralíu hefur pantað 120 troll frá Hampiðjunni  Sóknarfæri í námu- og olíu- og gasiðnaði syðra Höfuðstöðvarnar Hampiðjan í Ástralíu er í rúmgóðu húsnæði. Morgunblaðið/Baldur Á Gullströndinni Þorsteinn Benediktsson hefur áratuga reynslu af netagerð. Rekstur Hampiðjunnar í Ástralíu hefur vaxið hratt. Lager Hluti af lagernum syðra. Þorsteinn segir langa reynslu af netagerð og sölu veiðarfæra gagnast við að byggja upp traust við ástralskar útgerðir. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og byrjaði að læra netagerð 17 ára. Árið 1981 flutti hann ásamt konu sinni Kristínu Björgvinsdóttur til Húsavíkur. Þar setti hann upp netaverk- stæði fyrir útgerðina Höfða og Fiskiðjusamfélag Húsavíkur. Hann segir að árin á Húsavík hafi verið ómetanleg og besti skólinn á lífsleiðinni, netagerð- in hafi gengið mjög vel og vax- ið frá einum starfsmanni til tíu starfsmanna þegar best lét á nokkrum árum. Árið 1990 fluttust þau hjónin til Hafnarfjarðar þegar Þor- steinn tók við sem deildarstjóri í veiðarfæradeild Kristjáns Ó. Skagfjörð. Árið 1992 stofnaði hann síðan veiðarfærafyrir- tækið Icedan í Hafnarfirði, í samstarfi við danska fyrirtækið Brødrene Markussen, en fyrir- tækið seldi vörur til útgerða og netaverkstæða. Árið 2002 stofnaði Þorsteinn svo fyrir- tækið TBEN ehf. í Hafnarfirði. Tveimur árum síðar keypti Hampiðjan 60% hlut í TBEN og um leið tók TBEN við sölu á netum og köðlum á Íslandi fyrir Hampiðjuna. Árið 2006 urðu aftur um- skipti hjá Þorsteini þegar hann fluttist til Ástralíu með fjöl- skyldu sinni og keypti fyrir- tækið Fisheries Supply. Fyrir- tækið gekk vel og var meðal annarra umboðsaðili fyrir Euro- nete í Portúgal sem að lokum varð 60% hluthafi. Þorsteinn segir félagið hafa ráðist í stór- tækar söluaðgerðir í Ástralíu. Því skeiði hafi lokið 2012 þegar Euronete var selt til bandaríska fyrirtækisins Wireco og þar með talið 60% hlutur í Fisher- ies Supply. Þorsteinn undi sér ekki þar og fór svo að leiðir hans og Hampiðjunnar lágu saman að nýju með fyrr- greindum árangri. Uppalinn í Keflavík FERILL ÞORSTEINS Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun Sími: 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk, arsalir@arsalir.is Framnesvegur sunnan Hringbrautar. Til sölu ágæt 3ja herbergja íbúð á 3-hæð, með suður svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi með skápum. Eldhús með ljósri/ Beyki innréttingu. Stofu og borðstofu með vönduðu parketi á gólfum. Flísalagt baðherbergi með innréttigu. Sér geymsla fylgir í kjallara. Verð 42m. Áhugasamir sem vilja bóka skoðun, hafi samband: Ársalir ehf – fasteignamiðlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.