Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 ✝ Erla Lóafæddist 16. maí 1962 í Hafn- arfirði. Hún lést 7. febrúar 2017 á Ítalíu. Foreldrar Erlu Lóu eru Ástvaldur Eiríksson, fyrrver- andi vara- slökkvistjóri á Keflavíkurflugvelli fæddur á Seyð- isfirði 20. desember 1938 og Katla Margrét Ólafsdóttir hús- móðir, fædd í Reykjavík 7. ágúst 1936, dáin 26. febrúar 2012. Systkini Erlu Lóu eru: 1) Ólafur Þorkell, maki Lára Kópavoginum þar sem hún kláraði sína skólagöngu. Eftir það fór hún í Kvennaskólann og fór svo á vit ævintýranna til Ítalíu þar sem hún kynntist eiginmanni sínum og stofnaði fjölskyldu þar. Hún bjó allan sinn tíma á Ítalíu í Udine og starfaði með Mario í fyrir- tækjum hans. Áhugi hennar var á mannlegu hlið lífsins og fór hún og menntaði sig í sál- fræði. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki þar sem hún kenndi ensku. Aðalástríða hennar var eldamennska og allt sem tengdist næringu og heilsu. Erla Lóa greindist með krabbamein árið 2015 og barð- ist hetjulegri baráttu fram á síðasta dag með sinni einstöku jákvæðni og bjartsýni sem ein- kenndi Erlu alla tíð. Útför Erlu Lóu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 21. apr- íl 2017, klukkan 11. Björnsdóttir. 2) Lárus Rúnar, maki Kristín Stef- ánsdóttir. 3) Svan- fríður Helga, maki Ágúst Kárason. Erla Lóa giftist Mario Raggi árið 1992, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Linda Katla, fædd 13. júlí 1985, maki Carlo Riva. 2) Marco, fæddur 14. júní 1988, sambýliskona Veronica Troi. 3) Erika, fædd 11. nóv- ember 1994, sambýlismaður Edoardo Di Mario. Erla Lóa ólst upp í Njarðvík og síðar í Elsku Erla mín, hvað mér finnst þetta allt óraunverulegt, að þú sért farin frá okkur og við fáum ekki að sjá þig meira, mér finnst eins og þú sért ennþá á Ítalíu og ég bíð eftir að heyra frá þér, spjalla saman yfir kaffi- bolla og tala um allt milli himins og jarðar. Ég ætla ekki að minnast á tímabilið sem þú varst veik, því það varst ekki þú í mínum huga, heldur langar mig að kveðja þig með orðum um allt það fallega sem þú ert í mínum huga. Þú varst svo ein- stök með alla þína ást, fórnfýsi og umhyggjusemi sem þú deild- ir til allra, ekki bara fjölskyldu þinnar á Ítalíu og hér á Íslandi sem þú hugsaðir svo vel um og hafðir reglulega samband við og heimsóttir, heldur einnig til vina og allra sem áttu um sárt að binda. Hjartagæska þín var svo mikil og þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, hvort sem það var við heimilið, vinnuna eða bara vera góður vinur að hlusta, sem þú svo sannarlega varst. Þegar ég heyri orðið móðir hugsa ég alltaf til þín, þvílík ást sem þú barst til barnanna þinna og hvað líf þitt gekk út á að þeim liði sem best og allan aukatíma sem þú hafðir, notaðir þú til að heimsækja þau og að- stoða til að líf þeirra væri auð- veldara, eins og þegar þú heim- sóttir Eriku til Milano reglulega, bara til að þrífa og fylla á ísskápinn, aldrei mátti vanta mat. Við kynntumst þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 16 árum og síðustu árin þegar þú fórst að koma oftar til Íslands varð vinátta okkar mjög náin og við áttum margar ógleymanlegar stundir saman, þar sem við töl- uðum um framtíðina og allar hugmyndirnar þínar um að stofna fyrirtæki og oftar en ekki voru þær tengdar mat og ferða- lögum. Matarástríða þín snerti okkur öll og alltaf beið maður spenntur eftir að fá þig í eldhús- ið að elda góðan mat og ánægju- stundirnar sem við áttum saman geymi ég um alla tíð, spagetthi Ragou fyrir afa, Erlu spagetti sem eldað var í fjóra tíma, Rav- ioli með truffluolíu, endalausar kræsingar sem þú elskaðir að elda og bjóða öðrum að njóta. Þú kenndir mér svo margt, elsku Erla mín, svo margar góð- ar ráðleggingar og jákvæðni þín sem aldrei brast, alltaf leistu á björtu hliðarnar á öllu og nær- vera þín var svo hlý og góð að þú bara sogaðir alla að þér, enda vinmörg með eindæmum. Það var svo yndislegt að fá að vera með þér og fjölskyldunni í giftingu Lindu þinnar á Ítalíu í september í fyrra og sjá gleðina í andliti þínu og stoltið þegar hún gekk upp að altarinu, þú ljómaðir! Ekkert skipti þig meira máli en hamingja þeirra. Ég mun sakna þín alla tíð, mín kæra, og halda fast í minning- arnar um okkar góðu stundir og varðveita þær vel. Ég veit að Katla mamma hefur tekið vel á móti þér og nú getið þið talað saman endalaust og notið þess að vera saman. Guð blessi þig, elsku Erla mín, og takk fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þín Kristín. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Erla okkar, þú lifðir með sól í hjarta, varst allaf geislandi eins og sólin. Hinsta kveðja, Ólafur, Lára og Katla Boghildur. Elsku hjartans systir, það er sárt og erfitt að rita minning- arorð um sína yngstu systur. Einhvern veginn er maður ekki undir þetta verk búinn og það er eins og þoka leggist yfir minningarnar. Í æsku létum við ýmis smáatriði fara í pirrurnar hvort á öðru en með aldrinum lærðum við að meta það sem skildi okkur að. Allt í kringum þig geislaði af fegurð, hvort sem það varst þú sjálf, heimili þitt eða maturinn sem þú fram- reiddir. Það var alltaf tilhlökkun að fá þig í heimsókn, þú bjóst yfir einstökum hæfileikum til að elda fallegan, bragðgóðan og hollan mat. Þú varst mikil hug- sjónamanneskja og áttir þér stóra drauma og það var alltaf gaman að hitta þig og heyra hvað þú varst með á prjónunum, það lifnaði allt í kringum þig og þú hreifst alla með inn í áhuga- málin þín. Sumir draumarnir rættust, aðrir ekki eins og gengur og gerist. Ef eitthvað gekk ekki upp var aldrei gefist upp – ný plön komu eins og á færibandi. Þegar veikindin helltust yfir þig voru þau ekki neitt til að væla út af. Alltaf þegar við heyrðum í þér höfðu unnist ótrúlegir sigrar og alveg undir það seinasta hélt maður í þá von að nú væri hún Erla mín bara að ná sér. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Þótt þú sért nú horfin, Erla mín, yfir móðuna miklu, þá sáð- ir þú fræjum sem nú eru vaxin úr grasi og bera yndisleika þinn áfram inn í framtíðina, þau Lindu, Marco og Ericu. Bless, elsku Erla mín, og berðu kveðju frá okkur öllum til mömmu. Lárus Rúnar Ástvaldsson. Erla var engum lík, ótrúlega jákvæð og bjartsýn. Hún hafði töfrandi bros sem smitaði alla. Hún var mikill ástríðukokkur, næring og heilsa skiptu miklu máli. Maturinn skyldi einnig vera fallega fram borinn þar sem maður byrjar að borða með augunum. Hún lærði ung að elda ítalskan mat eins og hann gerist bestur af tengdamóður sinni Önnu sem var henni sem móðir. Erla ól upp börnin sín ásamt Mario í Udine á Ítalíu, þau skildu. Þó hún væri skilin var hún ekki skilin við stórfjöl- skylduna sem stóð alla tíð þétt við bakið á henni. Hún bjó á Ítalíu í 35 ár og sogaði í sig ítölsku menninguna. Röð og regla skipti máli, ísskáp- urinn alltaf eins og það ætti að taka mynd fyrir auglýsingu! Og fataskáparnir eins, hún hafði alltaf vetrarfötin brotin saman í poka á sumrin og öfugt á vet- urna, þá voru sumarfötin pökk- uð og klár fyrir vorið. Hún var mikill fagurkeri, unni fagurri list og ítalskri gæðahönnun, heimilið bar þess merki. Þó regla ríkti á heimilinu var Erla algjört fiðrildi, hafði mjög svo frjótt hugmyndaflug og flögraði auðveldlega á milli málefna og staða eins og ekkert væri. Erla vann ýmis skrifstofu- störf og kenndi ensku í nokkur ár og lærði nudd eftir að hún greindist, nokkuð sem hana langaði alltaf til að læra. Allir ættu að láta drauma sína ræt- ast. Nuddstofan var opin þar til í haust síðastliðið. Hún elskaði börnin sín alveg óendanlega mikið og voru þau stolt hennar og gleði alla tíð. Linda elst, hag- fræðingur, býr og starfar í London ásamt Carlo, einnig hagfræðingur. Hún er mjög jarðbundin var ankeri móður sinnar og rökrétta jafnvægið í öllum frábæru hugmyndunum hennar. Erla var alltaf að springa úr stolti yfir frábærum árangri hennar bæði í skóla og starfi. Marco rekur eigið fyr- irtæki í Udine og býr þar ásamt kærustu sinni Veroniku. Hann er alltaf svo hógvær en þó svo fullur af lífi og hugmyndum eins og mamma hans og dýrkar líka hágæðamat, hann var kletturinn í lífi hennar, löngu búinn að sjá fyrir allar hennar þarfir áður en hún vissi af því að einhverju væri ábótavant. Erika í master í sálfræði í Milano, býr með Edo kærasta sínum. Saman sáu þær fegurðina í mannlífinu sem heill- aði þær báðar. Missir þeirra er mikill. Við Erla höfum alltaf verið mjög nánar, 14 mánuðir á milli okkar, mamma klæddi okkur alltaf eins þegar við vorum litl- ar, ég dökkhærð, hún ljóshærð, ég hávaxin en hún lágvaxin. Við gátum byrjað á setningu og hin klárað hana, tókum upp tólið til að hringja og hin var á línunni Erla Lóa Ástvaldsdóttir ✝ SveininnaJónsdóttir fæddist á Melum á Kópaskeri 7. maí 1937. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Jón Árna- son kaupfélags- starfsmaður, frá Bakka á Kópa- skeri, f. 9. október 1902, d. 12. ágúst 1962, og Kristjana Þor- steinsdóttir, húsmóðir og org- anisti, frá Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, f. 25. nóvember 1905, d. 7. október 1979. Þau Jón og Kristjana ráku einnig bókaverslun á Melum. Systkini Sveininnu eru Þor- steinn, f. 1931, Ástfríður, f. 1932, Árni, f. 1938, d. 2000, Skúli Þór, f. 1941, d. 2015, Hólmfríður, f. 1944, og Haf- liði, f. 1946. Sveininna giftist Sigurgeiri Ísakssyni frá Undirvegg í Kelduhverfi 26. október 1958. Börn þeirra eru: 1) Jón Skúli, f. 1958, maki Inga Þorláks- miklum myndarskap enda oft mikið umleikis á heimilinu meðfram búskap, versl- unarrekstri og fjölda annarra verkefna, en hún vann einnig við afgreiðslu í versluninni á veturna. Þau Sigurgeir fluttust til Akureyrar 1997, fyrst í Þór- unnarstræti 113 og síðar í Tjarnartún 3. Sveininna sótti Héraðsskól- ann að Laugum í Reykjadal og vann ýmis störf áður en hún settist að í Ásbyrgi. Í sveitinni var hún virk í fé- lagsmálum, sat í sóknarnefnd og starfaði með kvenfélaginu, söng með kirkjukór Garð- skirkju og tók þátt í leik- uppfærslum ungmennafélags- ins. Þá var hún virk í starfi Rauða krossins og á Akureyri og gekk hún til liðs við Lions- konur. Hún var tónelsk og lærði á orgel hjá móður sinni og greip gjarnan í gítar á sín- um yngri árum. Hún sýndi listum og menningu alla tíð einlægan áhuga og var dugleg að sækja leikhús og tónleika þegar heilsan leyfði. Síðustu þrjá áratugina glímdi hún við margvíslegan heilsubrest af fádæma kjarki, baráttuþreki og æðruleysi. Útför Sveininnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. apríl 2017, kl. 13.30. dóttir, þau eiga sex syni og fjögur barnabörn. 2) Æv- ar Ísak, f. 1961, maki Senee Sankla, þau eiga tvo syni. 3) Krist- jana, f. 1965, maki Vésteinn Að- algeirsson, þau eiga þrjú börn. 4) Sævar, f. 1969, maki Herborg Eðvaldsdóttir, þau eiga þrjú börn. Sveininna og Sigurgeir bjuggu eitt ár félagsbúi með foreldrum hans á Undirvegg en síðan tvö ár á Kópaskeri og sáu þar um heimavist og mötuneyti Núpasveitarskóla. Þau fluttust í Ásbyrgi í Keldu- hverfi 1961 þegar Sigurgeiri bauðst þar staða eftirlits- manns hjá Skógrækt ríkisins. Þar hófu þau jafnframt fjárbú- skap og ráku einnig söluskála BP, eða þar til útibú frá Kaup- félagi Norður-Þingeyinga var reist árið 1974 og Sigurgeir varð útibússtjóri. Sveininna sinnti húsmóðurstörfum af Elsku mamma. Þar kom að því. Hversu oft ætli við höfum búið okkur undir það versta á undanförnum 10 árum? En samt erum við aldrei undirbúin. Eftir situr þakklæti og virð- ing. Til konunnar sem fæddi okkur og ól upp með pabba heima í Ásbyrgi; fóðraði, klæddi, snýtti, baðaði, kenndi að lesa, skrifa og reikna, vakti áhuga á ættfræði, leiklist, tónlist og kvikmyndum, vann heima, í versluninni, í búskapnum, sá um þvotta og þrif fyrir heimili og verslun, hafði kostgangara í fæði í lengri og skemmri tíma, sá um vídeóleigu, sinnti fé- lagsmálum, tók slátur, vann mat úr öllum þeim afurðum búsins sem til féllu, tíndi ber, sultaði og saftaði, en virðist samt hafa haft tíma til að spila við okkur, skemmta okkur og lesa með okkur. Saman lásum við heilu bókaflokkana þannig að við gengum á eftir henni með bók meðan hún vann verkin, og svo var lesbarnið látið taka við straujárninu meðan hún las næsta kafla – aðdáunarverð leið til að gera húsverkin skemmti- leg. Jafnrétti var henni mikið hjartans mál. Hún passaði sem betur fer upp á að bræðurnir væru ekki aðallega úti að hjálpa pabba og systirin inni að hjálpa henni, eins og sumstaðar var til- hneiging. Strákarnir fengu sinn dýrmæta skerf af uppvaski, þrif- um og leiðsögn í eldamennsku, þvottastússi og straui meðan stelpan fékk á móti sinn skerf af útiverkum og skítmokstri. Enda þurfti ekki að biðja þessa konu tvisvar að keyra um sveitir til að safna undirskriftum fyrir for- setaframboð Vigdísar Finnboga- dóttur. Hjarta hennar sló með baráttu sterkra kvenna. Og hún studdi okkur. Öllu sem við bjástruðum við sýndi hún einlægan áhuga og já- kvæðni. Fylgdist með, spurði frétta, vissi yfirleitt hvar allir voru og hvað þeir höfðu verið að gera. Og þegar fréttist af ferð- um þeirra sem fjær bjuggu eftir að hún fluttist til Akureyrar, reyndi hún ævinlega að smala saman öllum hópnum í mat og kaffi eftir því sem færi gafst. Því hún var fjölskyldumann- eskja með stóru effi. Og hún treysti okkur. Þriggja ára gömlum til að paufast niður brattan og viðsjárverðan kjall- arastiga niður í búr með þungar grautarskálar. Sumir duttu reyndar – en pössuðu sig þeim mun betur næst. Og talandi um búrið – yfirvegunin og tauga- styrkurinn þegar þangað slædd- ust mýs. Það var ekki stokkið upp á stóla og öskrað eins og í bíómyndunum. Hún tók þær upp á skottinu og fleygði þeim út fyrir. Baráttuþrekið og viljastyrk- urinn sem hún hefur sýnt í gegnum öll sín heilsufarslegu áföll undanfarin 30 ár er síðan kapítuli út af fyrir sig. Sama hvernig ósanngirni heimsins at- aðist í henni – alltaf virtist hún geta sótt aftur þrautseigjuna og viljann til að halda áfram. Þegar hún lagðist lömuð 2007 eftir mænusýkingu var ekki endilega reiknað með að hún stæði upp aftur. En hún gerði það. Af því hún ætlaði. Og þegar langt genginn krabbinn bættist við 2014 var ekki endilega búist við rúmlega tveimur og hálfu ári í viðbót. En hún ætlaði! Og tókst hvað eftir annað að láta alla í kringum sig gleyma því að nokkuð væri að. En nú er langri þrautagöngu lokið. Elsku mamma, takk fyrir allt! Fyrir hönd barnanna, Sævar Sigurgeirsson. Sveininna Jónsdóttir, mág- kona mín, er látin 79 ára að aldri. Ninnsa eins og hún var kölluð fæddist að Melum á Kópaskeri og ólst þar upp í glöðum og glæsilegum systkina- hóp. Ég kynntist Ninnsu lítið fyrr en bróðir minn kynnti hana sem konuefnið sitt fyrir vinum og ættingjum. Ég man hvað ég var stoltur fyrir hönd hans að hafa fangað þessa glæsilegu konu sem var hávaxin, ljóshærð, sviphrein, tíguleg og hafði góða nærveru. Minnti helst á álfa- drottningu úr þjóðsögunum í já- kvæðri merkingu. Þau Sveininna og Sigurgeir hófu búskap í Ás- byrgi árið 1961, jörðin var í eigu skógræktar ríkisins og hafði fyrri ábúandi verið skógarvörð- ur á svæðinu. Siggi tók við því starfi og nokkrum árum síðar eftir að Kaupfélag Norður-Þing- eyinga reisti útibúið við Ásbyrgi varð hann verslunarstjóri við hið nýja útibú, auk margra annarra trúnaðarstarfa sem hann innti af hendi. Þau hjónin ráku einnig sauðfjárbúskap. Það kom því af sjálfu sér að það reyndi mjög á ungu konuna, sem stóð keik við hlið bónda síns, hvort sem það var innan við búðarborðið eða í fjárhúsunum svo eitthvað sé nefnt og nú bættist við barna- uppeldi. Ásbyrgisheimilið var annálað fyrir gestrisni, gestir og gang- andi voru þar oftast fjölmennir, enda staðurinn í þjóðbraut. Oft var bekkurinn í Ásbyrgiseldhús- inu þétt setinn. Þar ríkti gleði. Þeir sem höfðu verið þjakaðir af áhyggjum kvöddu nú með bros á vör, enginn vandamál, bara lausnir. Þetta var mottó þeirra Ásbyrgishjóna. Ninnsa var mikil félagsvera, hafði yndi af söng og leiklist, söng í kirkjukór Garð- skirkju og var góður þátttakandi í leiklistarstarfi Leifs heppna. Alltaf hafði Ninnsa tíma. „Þetta er bara aukabúgrein,“ sagði hún hlæjandi. Börnin þeirra fjögur hafa fengið þennan eiginleika í vöggugjöf, og sannast hið forn- kveðna, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Eftir áratuga búskap í Ásbyrgi ákveða hjónin að söðla um og flytja til Ak- ureyrar. Við verslunarrekstrin- um tekur sonur þeirra Ævar Ísak. Þau kaupa íbúð á Akur- eyri, komast vel inn í bæjarlífið, börn þeirra tvö búa í seiling- arfjarlægð og síðsumarþátturinn lofar góðu. En þá kemur áfallið. Sól hefur brugðist sumri. Ninnsa greinist með illkynja sjúkdóm sem læknar telja að geti orðið erfitt að lækna. Hún tekur þessum illu tíðindum af miklu æðruleysi. Hún fer í hverja meðferðina af annarri. Á milli bráir af henni, þá sækir hún söngskemmtanir, fer í leik- hús, oftast sárþjáð. Maðurinn hennar stóð við hlið hennar all- an tímann. Þau voru bæði í þessu. Þau vissu að tíminn var naumur. Að stundaglasið var að tæmast. Það gerðist síðdegis 8. apríl, þar lauk baráttunni – sönn hetja var fallin. Ég trúi því að handan við þilið óþekkta bíði ættingjar og vinir með útbreidd- an faðminn og fylgi Sveininnu Jónsdóttir á áfangastað. Þar verður að sjálfsögðu vel mætt til vinafundar. Elsku mágkona mín, við Lilja kveðjum þig með virðingu og þakklæti fyrir allar ánægju- stundirnar sem við höfum átt saman. Sigga bróður mínum og börnum þeirra, og ættingjum vottum við djúpa samúð. Guð Sveininna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.