Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það hefurvart fariðframhjá neinum að mikill taugatitringur ríkir nú þegar kemur að kjarn- orkumálum Norð- ur-Kóreu, en stjórnvöld þar halda áfram að ögra öðrum þjóðum með hótunum sínum og tilraunum með eldflaugar sem geta borið kjarnorku- vopn. Á sama tíma hefur Bandaríkjastjórn allt að því dregið línu í sandinn gagnvart frekari brotum Norður- Kóreumanna á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og háttsettir embættis- menn þar, að Trump forseta meðtöldum, hafa sagt Banda- ríkin tilbúin til þess að „leysa vandamálið upp á eigin spýt- ur“. Á sínum tíma lagði fram- bjóðandinn Trump það til að hann og Kim Jong-un gætu sest saman, fengið sér ham- borgara og þannig fundið út lausnir á vandamálum Kóreu- skagans. Forsetinn Trump virðist hins vegar hafa áttað sig á því að slíkur fundur myndi engu skila. Það bendir að minnsta kosti fátt til þess að Kim myndi bæta ráð sitt við slíkt boð. Þá segir for- sagan að þó að harðstjórinn í Norður-Kóreu þæði slíkt boð og lofaði bót og betrun væru ekki líkur á að það loforð héldi. Í fréttaskýringum vestan- hafs hefur verið látið liggja að því að Trump hafi þrjá slæma kosti varðandi Norður-Kóreu. Í fyrsta lagi að gera ekki neitt. Sá kostur er varla fýsi- legur fyrir neinn. Í öðru lagi gætu Bandaríkin beitt vopna- valdi og hugsanlega reynt að eyðileggja getu Norður- Kóreu til þess að framleiða frekari kjarnorkuvígbúnað. Gallinn er sá, að slíkar árásir gætu þurft að vera býsna víð- tækar, og ef ekki tækist að eyða kjarnorkuvígbúnaði Norður-Kóreumanna hratt og í heild sinni, gæti svar þeirra kostað fjöldann allan af mannslífum. Þá er eftir þriðji kosturinn: Að ýta á Kínverja, helstu bandamenn Norður-Kóreu- manna, um að þeir grípi í taumana og hafi vit fyrir ná- grönnum sínum og skjólstæð- ingum. Síðastnefndi kostur- inn er sá sem fyrirrennarar Trumps úr báðum flokkum hafa reynt með sáralitlum ár- angri. Engu að síður virðist þessi kostur enn vera sá sem ástæða er til að reyna til þrautar, svo að leysa megi málin á friðsam- legan hátt. Hitt er þó ljóst að ekki er hægt að bíða mik- ið lengur eftir að Kínverjar beiti sér með full- nægjandi hætti. Á vissan hátt hefur Trump tekist að fá meira út úr Kín- verjum en bæði Bush og Obama tókst á sinni forseta- tíð. Harkalegar yfirlýsingar og loftskeytaárásir á Sýrland og Afganistan virðast hafa sannfært Kínverja um að nú sitji í Hvíta húsinu maður sem sé reiðubúinn að taka í taum- ana ef á þurfi að halda. Fyrir vikið hafa Kínverjar, í það minnsta á yfirborðinu, lagt hart að öllum deilendum að reyna að finna friðsamlega lausn. Margt bendir til að Kínverj- ar séu orðnir langþreyttir á nær daglegum yfirlýsingum Norður-Kóreumanna, sem hafa meðal annars hótað því að þeir muni gera kjarn- orkuárás á Bandaríkin að fyrra bragði við minnsta til- efni. Kínverskir ríkisfjöl- miðlar hafa svarað með því að láta liggja að því að Kína muni hætta innflutningi á olíu til Norður-Kóreu láti stjórnvöld þar sér ekki segjast, en slíkt gæti lagt það litla sem eftir er af efnahag ríkisins í rúst. Fátt bendir þó til að sú hótun hafi haft nokkurn fælingarmátt gagnvart Kim Jong-un. Næstu dagar geta skipt sköpum. Á þriðjudaginn í næstu viku verða 85 ár liðin frá stofnun norðurkóreska hersins. Í ljósi þess að til- raunaskot sem ætlað var að minnast 105 ára afmælis Kim Il-sung, stofnanda Norður- Kóreu, misheppnaðist al- gjörlega, má telja líklegt að Norður-Kóreustjórn vilji bæta fyrir það með afgerandi hætti. Um það leyti verður bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson og fylgiskip þess að líkindum loks komið nærri Norður-Kóreu eftir ruglings- legar fréttir af ferðum þess að undanförnu. Sigling þess er hugsuð til að senda skýr skila- boð til Kim Jong-un um að Bandaríkin muni ekki sætta sig við ferkari ögrun. Ef til vill dugar það, ásamt þrýstingi Kínverja, til að harðstjórinn sjái að sér. Í bili að minnsta kosti. Ef ekki gæti vel verið að Trump teldi fullreynt að hægt væri að koma vitinu fyrir Kim með friðsamlegum hætti. Næstu dagar geta skipt sköpum um hvort friðsamleg lausn finnst á mál- um Norður-Kóreu} Þurfa Bandaríkin að leysa vandann sjálf? M eðal þess sem verður rætt í við- ræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um út- göngu Bretlands úr samband- inu eru sjávarútvegsmál. Þrátt fyrir að viðræðurnar séu ekki hafnar hefur Evr- ópusambandið þegar gert kröfu um að togarar frá öðrum ríkjum þess geti áfram stundað fisk- veiðar í brezku fiskveiðilögsögunni eftir að Bret- ar yfirgefa sambandið eins og ekkert hafi í skor- izt. Með öðrum orðum er ekki nóg með að Evr- ópusambandið geri kröfu um að fá aðgang að fiskveiðilögsögu ríkja sem sækja um inngöngu í það heldur krefst sambandið þess að halda óbreyttum aðgangi þegar ríki vilja segja skilið við það. Þetta er þó ekkert nýtt í raun. Þannig setti Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evr- ópusambandsins, fram sömu kröfu þegar Grænlendingar yfirgáfu bandalagið á níunda áratug síðustu aldar og fékk því framgengt. Evrópusambandið (og áður forveri þess) hefur síðan haldið sama aðgangi að fiskveiðilögsögu Grænlands og þeg- ar landið var þar innanborðs. Rétt er að geta þess að Græn- land var ekki aðildarríki að Efnahagsbandalaginu heldur varð landið hluti bandalagsins með inngöngu Danmerkur árið 1973. Þegar Grænlendingar fengu heimastjórn héldu þeir þjóðaratkvæði um veruna innan þess og var samþykkt að segja skilið við bandalagið einkum vegna fiskveiða. Grænlendingar vildu hafa með höndum stjórn eigin sjávar- útvegsmála í stað þess að Efnahagsbandalagið færi með hana. Ekkert af þessu kemur þeim á óvart sem kynnt hafa sér meginatriði málsins. Þannig er til að mynda skýrt kveðið á um það í Lissabon- sáttmálanum, æðstu löggjöf Evrópusambands- ins, að yfirstjórn sjávarútvegsmála innan sam- bandsins sé alfarið í höndum þess. Ekkert ríki hefur fengið varanlegar undanþágur frá þeirri yfirstjórn og fulltrúar Evrópusambandsins hafa ítrekað lýst því yfir að slíkt sé ekki í boði. Megin- regla sjávarútvegstefnu sambandsins er enda jafn aðgangur ríkja þess að fiskimiðum innan þess enda fiskimið skilgreind sem sameiginleg auðlind þeirra. Helzti sérfræðingur Danmerkur í sjávar- útvegsmálum, Ole Poulsen, kom einmitt inn á þetta í heimsókn til Íslands sumarið 2013 þar sem hann sagði aðspurður ljóst að sjávarútvegur innan Evr- ópusambandsins væri 100% á forræði þess. Þar væri valdið og ekki yrði komist framhjá yfirþjóðlegri lagasetningu þess. Það er einfaldlega sama hvernig málið er skoðað. Niður- staðan er ávallt sú sama. Það er ástæða fyrir því að David Cameron, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, reyndi ekki að endursemja um sjávarútvegsmálin við Evrópusambandið í aðdraganda þjóð- aratkvæðisins þar í landi síðasta sumar þrátt fyrir að áhrifa- menn í Íhaldsflokki hans hafi hvatt hann til þess. Slíkt var einfaldlega ekki í boði sem er meðal annars ástæða þess að- Bretar eru nú á leið úr sambandinu. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sama hvernig málið er skoðað STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Bandaríska samskiptaveffyr-irtækið Facebook hefursett sér það markmið aðgera myndavélar í snjall- símum að gátt inn í það sem nefna mætti blandveruleika og einbeita sér þannig að því sem fólk hefur í hendi í stað þess að bíða eftir að hátækni- gleraugu komi á markað. „Ég er viss um það nú, að við munum þróa þennan veruleikagrunn áfram,“ sagði Mark Zuckerberg, for- stjóri Facebook, þegar hann setti ár- lega tækniþróunarráðstefnu í Kísil- dal í Kalíforníu í vikunni. Hann spáði því jafnframt, að þessi tækni yrði á endanum fáanleg í gler- augum en Facebook ætlaði fyrst að þróa hana í tengslum við snjallsíma- myndavélar. Skipt út fyrir sýndarhluti Zuckerberg sagði, að hægt væri að skipta út fjölda hluta fyrir sýnd- arveruleika, svo sem borðspilum og sjónvarpsskjám. Þá gætu notendur spilað eða horft án þess að nota raunverulega hluti. Þá sýndi Zuckerberg hvernig hægt væri að bæta t.d. stafrænum blómum, dýrum og grímum við raunverulega atburði sem myndaðir eru með snjallsímum, með sama hætti og fólk veiðir sýndarveru- leikafígúrur í tölvuleiknum Pokemon Go. „Veruleikaauðgun mun gera okk- ur kleift að blanda hinu stafræna og raunverulega saman á nýjan hátt. Nú snýst allt um að útvíkka raun- heiminn á netinu.“ Facebook hefur til þessa unnið eftir þeirri stefnu, að sýndarveruleiki sé næsti stóri áfanginn í tölvutækni. Hefur fyrirtækið nýtt sér Rift- höfuðbúnað, sem Oculus, dótturfyrir- tæki Facebook, framleiðir. Sérfræðingar segja, að blandveru- leikatólin, sem Facebook hefur nú kynnt, séu áhrifamikil þótt ekki sé líklegt að almenningur geti nýtt sér þau alveg á næstunni. „Facebook hefur til þessa lítið sinnt veruleikaauðgun og skildri tækni en þess í stað einbeitt sér að þróaðri sýndarveruleika,“ sagði Jan Dawson, sérfræðingur hjá Jackdaw Research, við AFP-fréttastofuna. „En þessi ræða sýnir að Facebook ætlar sér inn á þessar brautir og keppa við Snapchat og önnur fyrir- tæki.“ Stafrænar skreytingar Samskiptavefurinn Snapchat byrj- aði fyrir rúmu ári að bjóða notend- um sínum upp á að bæta stafrænum skreytingum við raunverulegar ljós- myndir með svonefndri Lenses- tækni. „Nú höfum við orðið hvolpar, regnbogar, skipt um andlit við bestu vini okkar - og byrjað að rannsaka hvernig Lenses getur breytt um- heiminum,“ sagði móðurfélagið Snap í bloggfærslu. Í vikunni bættist sá möguleiki við á Snapchat, að „mála umhverfið í kringum þig í þrívídd,“ með því að snerta skjáinn á snjallsíma. Í pistli á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC, sagði Dave Lee, sem fjallar þar um tæknimál, að bland- veruleiki sé nú einn helsti orrustu- völlurinn í átökum Facebook og Snapchat um notendur. Það gæti riðið baggamuninn, að Facebook hafi nú opnað aðgang að þróunarsvæði sínu fyrir blandveruleika. Þá geti netþróunarsérfræðingar nýtt sér þá gríðarlegu tölvureiknigetu, sem Fa- cebook búi yfir til að þróa áfram hluti á borð við myndakennsl án þess að þurfa að fjárfesta sjálfir í dýrum og flóknum tæknibúnaði. Með þessu móti gæti Facebook þró- að smáforrit með hraða sem Snapc- hat geti ekki jafnað. Barátta um veru- leikann í netheimi AFP Raunveruleikaauðgun Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, kynnir stefnu fyrirtækisins um blandveruleika á ráðstefnunni í Kísildal. Á þróunarráðstefnunni í Kís- ildal kynnti Facebook prufuút- gáfu af sýndarveruleikaforriti sem gerir fólki á mismunandi stöðum kleift að koma saman í sýndarheimi með því að nota Oculus Rift-höfuðbúnað. Með Facebook Spaces geta notendur Rift „hangið“ með vinum sínum í sýndarheimi eins og þeir væru í sama her- bergi í raunheimum, að sögn Rachel Franklin, fram- kvæmdastjóra hjá Facebook. „Við höfum aðeins gárað yf- irborð sýndarveruleika- tækninnar,“ sagði hún. Aðeins gárur á yfirborðinu SÝNDARVERULEIKI AFP Ímyndun Facebook kynnti nýja sýndarveruleikatækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.