Fréttablaðið - 04.12.2017, Qupperneq 4
Íslensk-Bandaríska ehf - Verkstæði og varahlutaverslun - Smiðshöfða 5 - 110 Reykjavík - Sími 534 4433
thjonusta@isband.is - www.isband.is - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
STUTTUR BIÐTÍMI
Tæknimenn okkar hafa hlotið sérþjálfun frá FCA
(Fiat Chrysler Automobiles) og auk þess með
áratugareynslu í að sinna öllum almennum
viðgerðum á flestum tegundum bifreiða.
GERUM VIÐ FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
Tímapantanir í síma 534-44 33
VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
OG VARAHLUTAVERSLUN
Leigumarkaður „Húsnæðismál eru
ein aðalástæða þess að fólk þarf að
láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Val
geirsdóttir, formaður Dýrahjálpar
Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins
– sem starfað hefur í næstum áratug
– hafa tæplega sex þúsund gæludýr
fengið nýtt heimili.
Þeir dýralæknar og forsvars
menn dýraspítala, sem Frétta
blaðið hefur rætt við, segja að fyrir
tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi
mörgum gæludýrum verið þyrmt.
Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og
einn eigenda Dýraspítalans í Víði
dal, segir það oft þyngra en tárum
taki þegar eina úrræðið sé að lóga
dýrunum.
Hún segir að það sé alltaf eitthvað
um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin
sín vegna aðstæðna á leigumarkaði
en algengt er að gæludýrahald sé
ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi
sérstaklega við eldri borgara, sem
flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýra
hald sé bannað. Lísa segir sorglegt
hversu oft sé horft fram hjá rann
sóknum sem sýni hvaða jákvæðu
áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra
fólks.
Valgerður segir að með tilkomu
samfélagsmiðla reynist nú miklu
auðveldara en áður að finna dýrum
ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að
taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr
var eini sénsinn að svæfa – það var
enginn markaður,“ segir hún. Val
gerður nefnir þó að það sé ekki sjálf
gefið að dýrin taki vistaskiptunum
vel.
Í sumum tilvikum brjótist fram
hegðunarvandamál hjá dýrunum
sem séu afleiðing streitu. Hún
segir að á hverjum degi komi fram
fólk sem þurfi, vegna flutninga
eða reglna um dýrahald, að láta frá
sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó
lógað. – bg
Ástandið á leigumarkaði veldur því að fólk lætur gæludýrin frá sér
Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Fréttablaðið/GVa
Samgöngur Bilun kom upp í tveim
ur Bombardier vélum Air Iceland
Connect í síðustu viku sem tengdist
hjólabúnaði vélanna. Auk þess þurfti
ein vél fyrirtækisins að framkvæma
öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli
um miðjan síðasta mánuð vegna
merkis um bilun í hjólabúnaði.
Árið 2007 lentu þrjár Q400 vélar
SAS í óhöppum sem rekja mátti til
hjólabúnaðar þeirra. Hjólabúnað
urinn olli því að SAS hætti rekstri
vélanna á árinu 2008. Á tímabili voru
allar flugvélar sem til voru í heim
inum af þessari gerð sem Air Iceland
notar nú kyrrsettar af framleiðanda.
Árni Gunnarsson, forstjóri Air Ice
land Connect, segist auðvitað alltaf
hafa áhyggjur ef eitthvað kemur upp.
Hann fullyrðir hins vegar að vélarn
ar standist allar öryggiskröfur. „Ég
myndi ekki segja að það sé hættu
legra að fara upp í okkar vélar en hjá
öðrum. Flug er öruggur ferðamáti og
mikið lagt upp úr gæðum og öryggis
kröfum. Farþegar okkar þurfa ekkert
að óttast,“ segir Árni. „Við erum með
stífar öryggiskröfur og úttektum og
eftirliti er háttað eftir því. Miklar
kröfur eru gerðar til flugrekenda
innan Evrópu og við fylgjum þeim
stöðlum. Því eru öryggiskröfur okkar
miklar og við stöndum undir þeim.“
Bombardier Q400 vélarnar eru
notaðar um allan heim. Árni segir
atvikin sem komu upp í vélum Air
Iceland Connect í síðasta mánuði
ótengd því sem komið hafi upp hjá
öðrum. „Atvikið í Keflavík til dæmis
sýndi að eitthvað væri að, hins vegar
var búnaðurinn í fullkomnu lagi. Á
Ísafirði var loka, sem á að loka hjóla
búnaðinum í flugi, í ólagi og hjóla
búnaðurinn því í lagi. Því tengjast
þessir atburðir ekki. Þriðja bilunin
á Egilsstöðum var í nefhjóli og við
fundum út úr þeirri bilun fljótt og
vélin er komin í lag.“
Á rúmu ári hafa fjögur óhöpp
orðið í Evrópu þar sem lendingar
búnaður Q400 véla hefur verið
orsökin. Á þessu ári hefur Flybe,
stærsti flugrekandi þessara flugvéla
í heiminum, tvisvar lent í óhappi.
Þann 10. nóvember nauðlenti vél
þeirra í Belfast vegna vandræða í nef
hjóli. Þann 23. febrúar brotlenti vél
frá þeim á Schipholflugvelli í Amst
erdam þar sem hægri hjólabúnaður
gaf sig. Einnig var AirBaltic vél snúið
við til Riga vegna viðvörunar um að
nefhjólabúnaður væri ekki í lagi og
framkvæmd var öryggislending.
Flybe á Bretlandseyjum, sem rekur
hvað flestar Q400 vélar í heiminum,
varði 36% meira fjármagni til við
halds véla sinna á fyrstu sex mán
uðum ársins í samanburði við sama
tímabil í fyrra. sveinn@frettabladid.is
Hjólabúnaður hefur ítrekað
plagað sambærilegar flugvélar
Tvær Bombardier vélar Air Iceland Connect voru kyrrsettar um tíma í síðustu viku vegna bilunar í hjóla
búnaði. Sú þriðja nauðlenti í Keflavík 16. nóvember vegna merkis um slíka bilun. Fleiri Bombardier
vélar, sömu tegundar og Air Iceland Connect notar í innanlandsflugi, hafa lent í vanda með hjólabúnað.
Forstjóri air iceland Connect, Árni Gunnarsson, segir vélarnar standast allar öryggiskröfur. Fréttablaðið/anton brink
ViðSkipti Fleiri en tuttugu þúsund
fólksbílar hafa verið nýskráðir á
Íslandi það sem af er þessu ári og
er það meira en þegar mest lét fyrir
bankahrun. Um helmingur nýskrán
inganna er á bílaleigubílum. Fram
kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
segir verð á nýjum bílum hagstætt
um þessar mundir.
Mikil samkeppni er nú sögð ríkja
á milli bílasala um kaupendur. Özur
Lárusson, framkvæmdastjóri Bíl
greinasambandsins, segir að lækkað
verð á nýjum bílum skýri að hluta
mikla sölu á árinu. – jók
Samkeppni
mikil í bílasölu
SamféLag Kvörtun barst frá einum
íbúa vegna hundahalds Sigurbjargar
Hlöðversdóttur í Hátúni 10, húsnæði
Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags
Íslands. Fréttablaðið hefur fjallað um
málið að undanförnu en Sigurbjörg
kærði uppsögn á leigusamningi
sínum vegna hundahalds til kæru
nefndar húsnæðismála velferðar
ráðuneytisins.
Svar forsvarsmanna Brynju við
kærunni hefur nú borist en þar segir
að kvörtunin hafi snúið að meintum
sóðaskap af hundinum og því að
Sigurbjörg hafi viðurkennt að hafa
brotið húsreglur með því að halda
hundinn í íbúðinni.
Sigurbjörg kveðst gangast við því
að hafa brotið hinar umdeildu reglur
gegn dýrahaldi.
„Já, ég braut húsreglur eins og
hinir dýraeigendurnir hér í Hátúni
og blokk ÖBÍ að Sléttuvegi.“
Hún hafnar því að óþrifnaður sé af
Hrolli, pomeranianhundi hennar.
„Við förum nær daglega á Geirsnef
til að hreyfa okkur og ég þríf allt eftir
minn hund þó lítið sé.“ – smj
Kvörtun frá
einum íbúa
4 . d e S e m b e r 2 0 1 7 m Á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
4
-2
C
8
C
1
E
6
4
-2
B
5
0
1
E
6
4
-2
A
1
4
1
E
6
4
-2
8
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K