Fréttablaðið - 04.12.2017, Síða 8
Kostnaður heil-
brigðiskerfisins af
þessari neyslu er orðinn
töluverður.
Sigríður Kristín
Hrafnkelsdóttir,
formaður Félags
lýðheilsufræðinga
GÓÐUR VINNUFÉLAGI
Volkswagen Caddy
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen
Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur
lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi).
Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við
öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn
Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður
og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort
heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi.
Við látum framtíðina rætast.
Volkswagen Caddy 2.0 TDI kostar frá
2.990.000 kr.
(2.392.000 kr. án vsk)
EIGUM NOKK
RA TIL
AFHENDINGA
R
STRAX
Veglegur aukahlutapakki fylgir Caddy TDI til áramóta.
- Bakkmyndavél - Webasto miðstöð með fjarstýringu - Verðmæti 215.000 kr.
Heilbrigðismál Á tuttugu ára
tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra,
létust 137 einstaklingar hér á landi
af völdum sykursýki af tegund 2
samkvæmt dánarmeinaskrá Land-
læknisembættisins. Þar af létust
fimmtíu þeirra á síðustu fjórum
árum. Dauðsföllum af völdum sjúk-
dómsins hefur fjölgað hratt síðustu
ár og vilja lýðheilsufræðingar að
sykurskattur verði lagður á að nýju.
Sykursýki herjar nú á Vesturlönd
sem lífsstílstengdur sjúkdómur.
Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur
aukist um allan hinn vestræna heim
á þessari öld. Hins vegar hefur þró-
unin á Íslandi verið nokkuð hrað-
ari en annars staðar. Sykursýki var
nokkuð fátíð hér á landi í byrjun
aldarinnar miðað við hin Norður-
löndin en er nú á pari við það sem
gerist í Danmörku.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir,
formaður Félags lýðheilsufræðinga,
segir mikilvægt að íslensk stjórn-
völd bregðist við. „Sykursýki 2 er
lífsstílstengdur sjúkdómur og sú
mikla sykurneysla sem á sér stað
hér á landi er ekki ákjósanleg. Með
einhverjum ráðum þurfum við að
minnka þessa neyslu því kostnaður
heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu
er orðinn töluverður,“ segir Sigríður
og bætir við að sykurskattur væri
eitt af stóru skrefunum til að kljást
við þetta vandamál.
Sykursýki 2 dregur sífellt fleiri til dauða
Nítján Íslendingar létust í fyrra af völdum sykursýki 2. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að leggja á sykurskatt
að nýju og vill efla lýðheilsu og forvarnir í heilbrigðismálum. Formaður Félags lýðheilsufræðinga segir mikilvægt að leggja á slíkan
skatt til að sporna við neyslu Íslendinga á sykri. Þá hefur landlæknir sagt að hann telji ekki fullreynt með sérstakar álögur á sykur.
Svandís Svavarsdóttir er nýtekin við
sem heilbrigðisráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór
✿ Dauðsföll vegna sykursýki, tegundar 2
Heimild: Dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins
2 4 3 5 2 7 4 9 4 4 8 8 6 6 5 3 7 10 13 8 19
0
5
10
15
20
19
96
20
04
20
11
19
97
20
05
20
12
19
98
20
06
20
13
19
99
20
07
20
14
20
00
20
08
20
15
20
01
20
02
20
09
20
16
20
03
20
10
„Félag lýðheilsufræðinga hefur
lagt áherslu á að sykurskattur verði
lagður á með breyttu sniði. Ef við
byrjum á því að skattleggja sykraða
gosdrykki og sælgæti myndum við
sjá miklar breytingar. Vandamálið
með sykurskattinn eins og hann
var er að hann lagðist á ósykraða
gosdrykki. Svo var hann við lýði í
of stuttan tíma til að hægt væri að
mæla árangurinn. Við teljum mikil-
vægt að leggja hann á til að sporna
við þeirri þróun sem á sér stað á
Íslandi.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra lagði til við síðustu tekju-
áætlun að sykurskattur yrði lagður á
að nýju og lét hafa eftir sér að sykur-
skattur væri besta leiðin til að draga
úr sykurneyslu. Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn, sam-
starfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu
hins vegar sykurskattinn niður og
hafa verið mótfallnir þessari tegund
skattheimtu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar segir að leggja eigi áherslu
á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð
verði beiting efnahagslegra hvata
til eflingar lýðheilsu. Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra segist
opin fyrir að taka upp sykurskatt.
„Þetta er eitt af því sem við eigum
að hafa á dagskrá þegar við ræðum
hvernig við beitum hvötum í ríkis-
fjármálunum.“ sveinn@frettabladid.is
2
4
3
5
2
7
4
9
4 4
8 8
6 6
5
3
7
8
10
13
19
4 . D e s e m b e r 2 0 1 7 m á N U D A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
4
-3
B
5
C
1
E
6
4
-3
A
2
0
1
E
6
4
-3
8
E
4
1
E
6
4
-3
7
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K