Fréttablaðið - 04.12.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 04.12.2017, Síða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Á ÍSLANDI RÁÐSTEFNA 5. DES BÆNDAHÖLLINNI LEIÐIR TIL AÐ AUKA KOLEFNIS BINDINGU Ráðstefna um leiðir og möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni, Hótel Sögu, 2. hæð, þriðjudaginn 5. desember kl. 13-16 á alþjóðlegum degi jarðvegs. SKRÁNING Á VEFNUM BONDI.IS ENGINN AÐGANGSEYRIR Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgar- stjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síð- ustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnar- meirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt hús- næði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigu- bætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félags- legu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir. Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Ný ríkisstjórn er tekin við völdum undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, ungrar og skarpgreindrar konu, sem nýtur vinsælda og virðingar hjá þjóðinni þvert á flokka. Það sýna kannanir okkur í gegnum tíðina svo ekki verður um villst. En þessi nýja ríkisstjórn er engin venjuleg ríkisstjórn enda sett saman þvert yfir hinn pólitíska ás frá hægri Sjálfstæðisflokksins lengst yfir í Vinstri græn með viðkomu á hlaðinu hjá Framsókn. Það er því ekki að furða að myndun ríkisstjórnar Katrínar Jakobs- dóttur hafi ekki gengið átakalaust fyrir sig. Ekki síst ef við höfum í huga að við kjósendur skilgreinum okkur oft pólitískt út frá því sem við erum ekki, styðjum ekki, þolum ekki og viljum ekki. Það er merkilegt að fæðingarhríðir ríkisstjórnarinnar virðast allar hafa verið í flokki Katrínar á meðan pirr- ingurinn í hægrinu virðist helst hafa brotist út yfir því að fá ekki ráðherrastól þegar þar kom að. Um 200 úrsagnir hafa þegar verið úr VG en í kjölfar ríkis- stjórnarmyndunarinnar hafa þó 80 manns skráð sig í flokkinn. Auk þess eru tveir þingmenn innan þing- flokksins sem styðja ekki stjórnarsamstarfið heldur hafa í hyggju að velja og hafna í stökum málum eftir eigin sannfæringu hverju sinni. En hvað veldur þessum átökum? Jú, það er einfaldlega fyrst og fremst saga Sjálfstæðisflokksins með allri sinni spillingu, leyndarhyggju og sérhagsmunabrölti sem leiddi til þess að síðustu ríkisstjórnir með flokknum entust ekki kjörtímabilið að ógleymdu efnahagshrun- inu. Þessi saga æpir nú ekki beinlínis pólitískur stöðug- leiki þannig að þessi andstaða við stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ágætlega skiljanleg. Vandinn er hins vegar að það var í raun ekki til staðar skýr kostur frá miðju til vinstri eins og margir vildu láta í veðri vaka. Í fyrsta lagi er hætt við að hugmyndin um að draga Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman í ríkisstjórn hafi í raun verið álíka vænleg til árangurs og að sam- eina Kópavog og Kópasker. Þarna er einfaldlega of langt á milli. Eftir stóð því möguleikinn á að kippa með Flokki fólksins, reynslulausum með óljósa stefnu í fjölda mála, eða þá Miðjuflokknum með Sigmund Davíð í broddi fylkingar með reynslu og stefnu sem líklega fáum hefði hugnast á vinstri vængnum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í Silfrinu á RÚV í gær að það hefði verið óhjákvæmi- legt í ljósi stöðunnar að hugsa skapandi við myndun ríkisstjórnar. Það er vafalaust rétt hjá Svandísi en hvort „nálgun Sjálfstæðisflokksins er önnur í ljósi veikari stöðu hans“, eins og hún sagði, er annað mál sem kjósendur eiga eftir að sannreyna. Það er í það minnsta ekki verk samstarfsflokks Sjálfstæðisflokks- ins að sannfæra kjósendur um að þar sé á ferðinni breyttur og bættur flokkur óháð öllum þeim málum sem kjósendur til vinstri hafa átt erfitt með að sætta sig við. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur getur sannað sig sem nýtt og bætt stjórnmálaafl í siðferðislegu tilliti og aðrir flokkar í þessari ríkisstjórn verða að muna að meðvirkni er engum til góðs. Meðvirkni Þessi saga æpir nú ekki beinlínis pólitískur stöðugleiki þannig að þessi and- staða við stjórnarsam- starf við Sjálfstæðis- flokkinn er ágætlega skiljanleg. Furðuleg klausa Margir stöldruðu við þegar þeir ráku augun í klausu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkni- efna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Varsla fíkniefna er vissulega refsiverð á Íslandi, en það er neyslan ekki. Hvergi var þetta mál rætt í kosninga- baráttunni og leitun er að þeirri þjóð, af þeim sem við viljum yfir höfuð bera okkur saman við, sem boðar herta refsistefnu í fíkniefnamálum árið 2017. Annasamur Dagur Það hefur verið nóg framboð- ið af íslenskum stjórnmála- mönnum á síðum blaðanna og hinum ýmsu samkomum undanfarið, þar sem alþingis- kosningar eru nýafstaðnar og ný ríkisstjórn tekin formlega við völdum. Í gær kveikti borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, á Óslóartrénu, kynnti opnun nýs heimilis fyrir heimilislausa og endaði svo daginn á að stinga sér til sunds í Sundhöllinni – fyrstur manna eftir að hún var opnuð eftir gagngerar breyt- ingar. Það styttist nefnilega í sveitarstjórnarkosningar. olof@frettabladid.is 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 4 -1 3 D C 1 E 6 4 -1 2 A 0 1 E 6 4 -1 1 6 4 1 E 6 4 -1 0 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.