Fréttablaðið - 04.12.2017, Side 14
Miklu meira en bara ódýrt
Miklu meira en bara ódýrt
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Loftdæla OMEGA
12V 30L
8.995
Jeppatjakkur
2.25T 52cm
17.995
ViAir 12V loftdælur
í miklu úrvali
Öflugar
háþrýstidælur
165Bör
1800W
29.999
Hleðslutæki 12V 6A
Álskóflur
19.995
Súluborvél 350W
(m/skrúfstykki)
Scanslib Hverfisteinn
Silverline
Hleðsluborvél
18V 13mm 2G
Vinnukastarar
í miklu úrvali
12.995
Fjölsög
Höfftech
5.999
frá 19.995
Rafmagnsvírtalíur
í miklu úrvali
Metabo
KS216 bútsög
16.995
Hjólsög GMC
1200W
14.999
Flísasög 80mm
13.995
SDS Lofthöggvél
GMC
14.999
Omega
Viðgerðar-
kollur
7.495
Lunchbox útvarp
ryk/regn/
frostþolið
24.995
Fjöltengi í miklu úrvali,
1.5M/3M/5M 3/
4/5/6/8 tengla
Led kastarar
stillanlegur litur
Myndlistavörur í miklu úrvali
Frábært úrval af
dragböndum/
ströppum
4.995
4.995
Startkaplar
frá 1.495
9.999
6T Búkkar
605mm Par
1/2+1/4
Toppasett Kraft-
mann 94stk
14.995
1/2 Toppasett
1/4 Toppasett
Verkfærasett
108 stk
5.995
Skrall-lyklar 8-17
7.985
Viðgerðarbretti
4.895
frá 1.999
49.999 99.999
Verkfæraskápur
á hjólum
Verkfæraskápur
á hjólum m/verkfærum
Steðjar í
miklu úrvali
Vice Multi
angle
6.985
Mikið úrval af
verkfæratöskum
frá 795
3.9957.995
Ég sat með vinkonu minni á kaffihúsi um daginn og við vorum að spjalla. Já, ég veit
að þetta er lygileg byrjun á grein en
þetta er samt dagsatt. Þar sem við
sátum í 101 og drukkum espresso
macchiato (allir hættir í latte) þá
barst talið að #metoo.
Hún sagði: Ég sá á Facebook að
þú tókst þátt í #metoo. Já, svaraði
ég að bragði, ég hef orðið fyrir kyn
ferðislegri áreitni oftar en ég fæ
tölu á komið… var barn, já líklega 6
ára þegar það gerðist í fyrsta skipti
(auðvitað var það kynferðislegt
ofbeldi en þegar tvær konur sitja á
kaffihúsi og tala saman þá þarf ekki
endilega að skilgreina allt). En þú
hefur þú ekki orðið fyrir kynferðis
legri áreitni? spyr ég. Neeei, ég hef
aldrei orðið fyrir kynferðislegri
áreitni.
Nú svaraði ég: Hefur aldrei neinn
misst stjórn á höndunum í þinni
návist? Hefur aldrei neinn dottið á
brjóstið á þér? Hefur aldrei neinn
þurft að fálma sig áfram í þrengslum
þétt upp að þér? Hefur aldrei neinn
slöngvað tungunni upp í þig? Hefur
aldrei neinn látið kynferðislegar
athugsemdir falla sem þig langaði
ekki að heyra og sagt svo bara djók
eða bara alls ekki neitt því allir eiga
jú rétt á því að tjá sig? Hefur aldrei
neinum fundist að þú hefðir gott
af því að fá einn grjótharðan inn í
þig, þú myndir bara slaka á við það?
Ég var ekkert æst sko, ég var alveg
pollróleg og hún líka, þetta var
alveg svona næðisstund. Þar sem við
sátum í kyrrðinni hvor á móti ann
arri og ég þuldi þetta upp, þá lyftust
augnabrúnirnar á vinkonu minni og
það kviknaði ljós í augunum og hún
fölnaði aðeins.
Andskotinn, sagði hún, ég sem
var að svara Gallup að ég hefði aldr
ei orðið fyrir kynferðislegri áreitni.
Ég verð bara að hringja og leiðrétta
þetta, sagði hún og hló. Hláturinn
var blanda af hlátri þess sem er að
uppgötva einhver afar óþægileg
sannindi með smá skammti af
sjálfshæðni. Jú, sagði hún svo, ég
hef lent í öllu þessu sem þú lýsir og
svo margoft. Hvað var ég eiginlega
að pæla þegar ég svaraði neitandi?
Málið er hreinlega að ég er svo sam
dauna þessu, við erum öll samdauna
þessu. Ég er svo vön að vera áreitt,
og það er bara einhvern veginn hluti
af því að vera kona en það er algjör
lega óþolandi, að þurfa alltaf að vera
á varðbergi, að þurfa alltaf að vera
hrædd þegar ég labba ein heim, að
þurfa alltaf að vera tilbúin í að svara
á einhvern töff hátt sem segir í raun
þegiðu en er samt ekki svo dóna
legt að það eyðileggi „vináttuna“
við yfirmanninn, samstarfsmann
inn eða mann vinkonunnar.
Vinkona mín fattaði strax um
hvað þetta snérist, ég þurfti ekk
ert að stafa það ofan í hana, hún
er alveg klár. Auðvitað eigum við
ekki að þurfa að láta þetta yfir
okkur ganga, hélt hún áfram. Ég rétt
slapp meira að segja einu sinni við
nauðgun og það var bara vegna þess
að vinkona mín kom aðvífandi og
okkur tókst síðan að bjarga okkur
á flótta og þegar ég vann á bar, þá
fór jafn mikill tími í að berja frá mér
menn sem þóttust eiga rétt á líkama
mínum og í að reiða fram drykki.
Í landinu sem er með mesta jafn
réttið, þá er í íþróttafréttum fjallað
um fótbolta og kvennabolta. Í sögu
bókum er fjallað um nafngreinda
karlmenn en nafnlausar konur, í
auglýsingum eru líkamar kvenna
hafðir upp á punt. Það eru til kalla
launaumslög og kvennalaunaum
slög og já, það er til Kvennaathvarf
á Íslandi því að konur þurfa að flýja
barsmíðar með börnin sín og já,
það dvöldu 79 börn í athvarfinu á
síðasta ári. Í 70% útkalla sem félags
ráðgjafar þjónustumiðstöðvanna í
Reykjavík fara í vegna heimilis
ofbeldis eru börn á heimilinu.
Við þurfum að breyta þessu öllu
því ój fnrétti á einu sviði smitar
yfir á annað. Ég vona að allir, eins
og vinkona mín, sjái ljósið og hafi
kjark, greind og vilja til að breyta…
og talandi um kjark, þá eigum við
þessa vakningu, sem við erum núna
stödd í, engum meira að þakka en
hugrökkum konum sem hafa stigið
fram og sagt sannleikann í and
streymi þöggunar. Höfum öll hátt…
með þeim.
Áreitni 101
Halldóra
Gunnarsdóttir
brotaþoli
kynferðislegs
ofbeldis og verk-
efnisstjóri Saman
gegn ofbeldi
Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki
norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um
stundir er hlýnun loftslags hér norður
frá meira en tvisvar sinnum hraðari
en sunnar á hnettinum. Ein skýring
þess er hratt minnkandi snjóþekja og
minni hafísþekja en var í marga ára
tugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endur
varpar sólgeislun að stórum hluta en
dökkt land og grátt haf miklum mun
minna.
Áherslur okkar á mikilvægi norð
ursins og á lífsskilyrði fjögurra millj
óna íbúa endurspeglast í vinnu og fé
sem ríkið leggur í samstarf landanna
í norðri (8), undir forystu Norður
skautsráðsins. Þar sitja fulltrúar
stjórnvalda og frumbyggjasamtaka,
auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og
samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma
að vinnu ráðsins í gegnum þing
mannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan
berast ályktanir og tillögur til Norður
skautsráðsins. Íslenska nefndin er
skipuð þremur þingmönnum og hef
ég leitt hana undanfarið. Með nýrri
ríkisstjórn er endurkosið í nefndina.
Íslenska nefndin hefur beitt sér
fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á bar
áttuna gegn hröðum loftslagsbreyt
ingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni,
vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir
jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja
til náttúrunytja og fyrir samvinnu
í velferðarmálum. Á yfirstandandi
ári hafa svo bæst við tillögur um að
kanna möguleika á frumbyggjaskóla.
Með því er átt við námskeið fyrir
opinbera starfsmenn, stjórnmála
menn, fjölmiðlafólk, skólafólk og
t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar
kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn
á umhverfið og siðfræði, menningu
og lífshætti. Enn fremur hefur verið
lagt til að koma íslenskri þekkingu
og skipulagningu á nýsköpun til vegs í
norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu
Íslendinga af starfi meðal ungs fólks
gegn reykingum, drykkju og fíknefna
notkun sem hefur borðið verulegan
árangur. Tillögum og þessum hug
myndum hefur verið vel tekið.
Á yfirstandandi ári hafa fundir
á vegum þingmannanefndarinnar
verið skipaðir formönnum lands
nefnda eða fulltrúum þjóðþinga,
fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnar
fulltrúum Norðurlanda og Vest
nordenráðanna. Á næsta ári verður
haldin ráðstefna fullsetinna nefnda
og annarra fulltrúa í Finnlandi og
þá gengið á fjölmörgum tillögum
til vinnuhópa og ráðherranefndar
Norðurskautsráðsins þar sem unnt
er að raungera vilja þingmannanna
eftir því sem tekst og verkast.
Nú taka Finnar við formennsku í
Norðurskautsráðinu og síðan Ísland
2019. Vinna þingmannanefndanna
er mjög mikilvægur liður í að tengja
þjóðþingin beint við ráðið.
Norðurslóðir eru
lykilsvæði
Ari Trausti
Guðmundsson
þingmaður VG
Ég er svo vön að vera áreitt,
og það er bara einhvern
veginn hluti af því að vera
kona en það er algjörlega
óþolandi.
Nú taka Finnar við for-
mennsku í Norðurskauts-
ráðinu og síðan Ísland 2019.
4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r14 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
4
-2
2
A
C
1
E
6
4
-2
1
7
0
1
E
6
4
-2
0
3
4
1
E
6
4
-1
E
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K