Fréttablaðið - 04.12.2017, Side 16
Spennandi og fróðleg bók
Illugi Jökulsson
ÖRLAGASÖGUR FRÁ HAFINU
Í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD
Handbolti Eftir sex leiki og eina
fræga vítakeppni, kærumál og mikið
mótlæti er þátttöku FH í EHF-bik-
arnum í handbolta þetta tímabilið
lokið. FH vann Tatran Presov frá
Slóvakíu, 26-23, í seinni leik liðanna
í 3. umferð keppninnar í Kaplakrika
á laugardaginn. Það dugði þó ekki til
því Slóvakarnir, sem unnu fyrri leik-
inn á sínum heimavelli 24-21, fóru
áfram á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli.
Afar svekkjandi niðurstaða fyrir
FH-inga sem sýndu í leiknum á
laugardaginn hversu langt þeir eru
komnir. Tatran Presov hefur orðið
meistari í heimalandi sínu síðustu
11 ár, verið fastagestur í Meistara-
deild Evrópu undanfarin ár og situr
í 3. sæti hinnar gríðarsterku SEHA-
deildar, Meistaradeildar Austur-Evr-
ópu. Tatran Presov er til að mynda
ofar en lið eins og Meshkov Brest,
Celje Lasko og Metalurg.
FH-ingar voru tveimur mörkum
undir í hálfleik, 11-13, og snemma í
seinni hálfleik var munurinn orðinn
fjögur mörk, 12-16. Tatran Presov
spilaði af skynsemi; langar og hægar
sóknir sem reyndu á þolinmæði FH-
inga og fjölmargra stuðningsmanna
liðsins sem fjölmenntu í Kaplakrika.
Fjórum mörkum undir og í afar
erfiðri stöðu stigu Hafnfirðingar á
bensíngjöfina, skoruðu sjö mörk
gegn engu og komu sér í lykilstöðu.
Lokakaflinn var þrælspennandi. FH
fékk tækifæri til að komast fjórum
mörkum yfir í lokasókn sinni en
Mario Cvitkovic varði skot Óðins
Þórs Ríkharðssonar úr hægra horn-
inu. Slóvakarnir héldu boltanum út
leiktímann og fögnuðu vel og inni-
lega eftir að lokaflautið gall.
„Ég er gríðarlega glaður með mína
menn. Þeir voru geggjaðir. En ég er
gríðarlega svekktur með úrslitin,“
sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH,
Úti er Evrópu-ævintýri
FH er úr leik í EHF-bikarnum þrátt fyrir þriggja marka sigur, 26-23, á Slóvakíu-
meisturum Tatran Presov á laugardaginn. Þjálfari FH var stoltur af sínu liði.
Ágúst Elí Björgvinsson, mark-
vörður FH, var besti leikmað-
ur liðsins í seinni leiknum
gegn Tatran Presov. Hann
varði 16 skot, þar af tvö víti,
og var með 41% hlutfallsmark-
vörslu. Ágúst Elí hefur átt
afar gott tímabil með
FH og nýtti sitt tæki-
færi í seinni vináttu-
landsleiknum gegn
Svíum í október vel.
Halldór Sigfússon,
þjálfari FH, er að
vonum ánægður með
Ágúst Elí og segir að
það verði erfitt fyrir
landsliðsþjálfarann
Geir Sveinsson að
horfa fram hjá honum
þegar hann velur ís-
lenska hópinn sem fer
á EM í Króatíu í byrjun
næsta mánaðar.
„Ef hann horfir á getu
og frammistöðu síðustu
mánaða verður það erfitt.
Þá verða aðrir hlutir sem
spila inn í. Mér finnst hann
hafa verið frábær og
hann hefur þroskast
mikið og er kom-
inn lengra,“ sagði
Halldór um Ágúst
Elí sem hefur
spilað með FH
allan sinn feril.
„Hann þarf
að halda dampi,
sinni þróun
áfram og halda
haus. Ég er búinn
að tala mikið við
hann um það. Ef
hann gerir það
eru honum allir
vegir færir,“ bætti
Halldór við.
Erfitt að líta fram hjá Ágústi Elí
sem var langt frá því að vera sáttur
við frammistöðu dómaraparsins frá
Króatíu á lokamínútunum.
„Það þarf að skoða síðustu fimm
mínúturnar í þessum leik. Hvernig
geturðu verið 45 sekúndur í síðustu
sókninni þegar það er verið að spila
framliggjandi vörn og það er ekki
eitt fríkast dæmt? Ég átta mig ekki
á því. Þetta er það sem er að eyði-
leggja fyrir okkur. Ég ætla ekki að
gráta endalaust en það er ýmislegt
búið að ganga á hjá okkur í þessari
Evrópukeppni. En það sem drepur
okkur ekki hlýtur að styrkja okkur.
Drengirnir voru frábærir og spiluðu
þannig að þeir áttu skilið að fara í
riðlakeppnina,“ sagði þjálfarinn enn
fremur.
FH-ingar gerðu auðvitað sín mis-
tök í leiknum á laugardaginn, fóru
illa með mörg dauðafæri, sérstak-
lega í upphafi leiks þegar þeir gátu
náð afgerandi forskoti.
Frammistaða FH í leiknum á laug-
ardaginn, og heilt yfir í EHF-bik-
arnum, var oftast góð og á löngum
köflum framúrskarandi. Og á henni
geta FH-ingar byggt. ingvithor@365.is
Það sem drepur
okkur ekki hlýtur
að styrkja okkur. Drengirnir
voru frábærir.
Halldór Sigfússon, þjálfari FH
AðEinS ÞRíR SKORAð MEiRA
Alfreð Finnbogason skoraði tvö
marka Augsburg í 1-3
sigri á Mainz í þýsku
úrvalsdeildinni
á laugardaginn.
Augsburg hefur
unnið þrjá af síð-
ustu fimm leikjum
sínum og situr í 7. sæti
deildarinnar. Alfreð hefur skorað
átta mörk í vetur en aðeins Robert
Lewandowski (14), Pierre-Emerick
Aubameyang (11) og Kevin Volland
(9) hafa skorað fleiri mörk.
TiTiLVöRnin ByRjAR VEL
norska kvennalandsliðið í hand-
bolta, sem Þórir Hergeirsson
þjálfar, hefur unnið báða leiki
sína á HM í Þýskalandi sem hófst
á föstudaginn. norsku stelpurnar
unnu Ungverjaland
30-22 á laugar-
daginn og í
gær rúlluðu
þær yfir
Argen-
tínu,
21-36.
noregur á
titil að verja
og byrjunin á
mótinu lofar
góðu hjá þeim
norsku. næsti
leikur noregs
er gegn
Póllandi á
morgun.
4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á n U d a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
Óðinn Þór Ríkharðsson reynir skot að marki Tatran Presov. Hornamaðurinn snaggaralegi skoraði sex mörk í leiknum á laugardaginn. FRéTTablaðið/anTon bjaRni
0
4
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
4
-3
6
6
C
1
E
6
4
-3
5
3
0
1
E
6
4
-3
3
F
4
1
E
6
4
-3
2
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K