Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.2017, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  103. tölublað  105. árgangur  www.lyfja.is Sumarið er tíminn Heilsutjútt 3.–14. maí 10-30% AFSLÁT TUR af völd um heilsuv örum Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is MYRKUR OG LJÓS KVEIKJA AÐ VERKUNUM SJÁLFAR KRAKKAR INN VIÐ BEINIÐ MAYOR OG LENNON VORU BEST KOMDU ÚT! 12 FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIRSKÚLPTÚRVERK 30  Lyf sem talið er sjúklingi lífs- nauðsynlegt hefur ekki verið til í talsverðan tíma hér á landi og er ekki væntanlegt í lyfjabúðir fyrr en í fyrsta lagi í lok þessarar viku. „Ég hef tekið lyfið í ellefu ár og aldrei áður lent í því að það sé ekki til,“ segir ungur karlmaður sem er með Addison-sjúkdóminn og þarf nauð- synlega að taka lyfið Florinef á hverjum degi. Að sögn mannsins gæti hann bjargað sér með því að borða ákveðið magn af salti á hverj- um degi en það gengi ekki til lengd- ar. Samkvæmt upplýsingum lyfja- dreifingarfyrirtækisins er ástæðan fyrir því að Florinef fæst ekki sú að nauðsynlegt reyndist að skipta um fylgiseðil í pakkningum lyfsins. »6 Lífsnauðsynlegt lyf er ófáanlegt í apó- tekum hér á landi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ef áætlanir Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ganga eftir gæti undirbúningur að nýju samgöngukerfi hafist á næsta ári. Fram kemur í bréfi sveitarfélag- anna til fjárlaganefndar Alþingis að kerfið geti kostað 44-72 milljarða. Má til samanburðar nefna að nýr meðferðarkjarni Landspítalans er talinn munu kosta 30 milljarða. Nýja samgöngukerfið er kallað borgarlínan. Fram kemur í bréfi SSH að óskað sé eftir 25-30 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga til ársins 2022. Það framlag yrði vegna 1. áfanga sem yrði byggður 2019- 2022 fyrir 30-40 milljarða. Rætt er um að afla tekna með innviðagjaldi. Hrafnkell Proppé, svæðisskipu- lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir kerfið verða byggt í áföngum. Lega borgarlínunnar um höfuðborg- arsvæðið hafi ekki verið ákveðin. Hrafnkell segir nú horft til þess að byggja upp kerfi háhraðavagna sem aka munu eftir nokkrum meginleið- um og tengja saman sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við hvern kílómetra sé áætlaður vera um milljarður króna. Kópavogsbær leggur þunga áherslu á að borgarlínan tengi nýjan miðbæ við Smáralind við Reykjavík. Línan fari um brú yfir Fossvog. Milljarðatugir í borgarlínu  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setja nýtt samgöngukerfi á aðalskipulag  Til skoðunar að afla framkvæmdafjár með innviðagjaldi  Leitað til ríkissjóðs MBorgarlína »11 Teikning/Skipulagsyfirvöld í Kópavogi Við Smáralind Drög að biðstöð. Morgunblaðið/Golli Staðfest Solid Clouds varð fyrst til að fá staðfestingu RSK. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Einungis tvö nýsköpunarfyrirtæki hafa bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem ríkisskattstjóri hefur veitt stað- festingu á að kaup á hlutabréfum úr hlutafjáraukningu þeirra geti veitt einstaklingum rétt á skattafrá- drætti. Félögin eru KoPrA ehf., sem framleiðir fæðubótarefni, og leikja- fyrirtækið 1939 Games ehf. Áður hafði leikjafyrirtækið Solid Clouds orðið fyrst til að fá þessa staðfest- ingu. Að sögn Davíðs Lúðvíkssonar hjá Samtökum iðnaðarins eru þetta mun færri fyrirtæki en ætla mætti því mikil vöntun sé á fjármagni til áframhaldandi uppbyggingar á ný- sköpunarfyrirtækjum. Davíð segir þetta ekki koma á óvart því Samtök sprotafyrirtækja bentu á það í sínum umsögnum um lagafrumvarpið á síð- asta ári að of margar hindranir væru í lögunum sem gera fyrirtækjunum erfitt fyrir að nýta þau. „Lögin fóru í gegn á síðasta ári með þessum ágöll- um sem ekki reyndist unnt að laga í málsmeðferðinni vegna tímahraks. Gefin voru fyrirheit um að laga þessa ágalla við fyrsta tækifæri sem núna ætti að vera runnið upp, ekki síst þegar menn sjá hversu miklar hindr- anir eru í þessu. Lagfæringar á lög- unum eru án útgjalda fyrir ríkið og í raun hreinn ávinningur því sýnt hef- ur verið fram á að ríkið heldur eftir um 25% af hverju hlutafjárútboði þegar skattalegu hvatarnir hafa ver- ið gerðir upp. Ofan á það bætist allur ávinningurinn af afrakstri verkefn- anna,“ segir Davíð. »16 Þrjú notið skattaafsláttar  Of margar hindranir í lögum fyrir nýsköpunarfyrirtæki Það léttir til á Suðvesturlandi í dag og næstu daga verður léttskýjað og veður milt, hlýjast norðaustan til. Apríl var afar úrkomusamur, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur úr- koma ekki verið meiri í nærri 100 ár, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings. »4 Léttir til sunnanlands eftir úrkomusaman mánuð Morgunblaðið/Eggert  Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra vísar á bug gagnrýni for- svarsmanna Landspítalans þess efnis að í fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 felist niðurskurður á fjárframlögum til stofnunarinnar. „Landspítalinn tekur aukingu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum,“ segir Bene- dikt. »2 Segir staðhæfingar spítalans rangar  Umhverfisstofnun (UST) segir í umsögn sinni um Kröflulínu 3 að al- mennt eigi að reisa innviðamann- virki við önnur slík mannvirki. „Umhverfisstofnun telur almennt séð að forðast eigi að taka nýtt land undir mannvirki og ekki eigi að skerða ósnortið land og óbyggð víð- erni með því að leggja um þau mannvirki.“ Kröflulína 3 verður um 122 km háspennulína og mun hún tengja Kröfluvirkjun og stöðvarhús Kára- hnúkavirkjunar í Fljótsdal. »6 Mannvirki skerði ekki ósnortið land

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.