Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Öxlum ábyrgð – Hvað get ég gert?
Málþing um ábyrga ferðamennsku
Fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 15.00–17.00
í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6
Ferðafélag Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli sínu, og Landgræðslan boða
til málþings um hlutverk útivistarfélaga og ferðaþjónustunnar í að vernda
og tryggja aðgengi að náttúrunni.
15:00 Setning
15:05 Gönguleiðir og verndun náttúrunnar
– Hvað getum við gert?
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
15:20 Gætum velferðar landsins – Sýn ferðaþjónustunnar
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland /
Ferðaþjónusta bænda og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans
15:35 Helping the Hills – Raising conservation awarness
Helen Lawless, Mountaineering Ireland
16:00 Kaffihlé
16:15 Gæði og gönuhlaup – Nýting, ábyrgð, áskoranir
Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins
16:35 Umræður – Nýting og ábyrgð
16:55 Samantekt
17:00 Málþingi slitið
Fundar- og umræðustjórar:
Steinar Kaldal, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra
Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Fundurinn er öllum opinn
og aðgangur ókeypis.
Stuðningur við ríkisstjórnina
minnkaði milli mælinga samkvæmt
nýjustu könnun MMR. Könnunin
var gerð dagana 11.-26. apríl. Alls
kváðust 31,4% styðja ríkisstjórnina
nú en voru 34,5% í síðustu könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn er áfram
stærsti stjórnmálaflokkur landsins
með 25,2 fylgi sem er 0,2 prósentu-
stiga lækkun frá síðustu könnun
sem lauk 13. mars 2017. Vinstri
grænir mældust með næstmest
fylgi eða 23,4% og er það eilítið
minna fylgi en í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,8% og
minnkar um tæplega 1%. Aðrir
flokkar voru undir 11%.
Stuðningur við ríkis-
stjórnina minnkar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umhverfisstofnun segir í umsögn
sinni um Kröflulínu 3 að almennt
eigi að reisa innviðamannvirki við
önnur slík mannvirki. „Umhverfis-
stofnun telur almennt séð að forðast
eigi að taka nýtt land undir mann-
virki og ekki eigi að skerða ósnortið
land og óbyggð víðerni með því að
leggja um þau mannvirki.“
Krafla - Kárahnjúkavirkjun
Kröflulína 3 verður um 122 km
löng háspennulína og mun hún
tengja Kröfluvirkjun og stöðvarhús
Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal.
Nýja línan á að liggja að mestu sam-
síða Kröflulínu 2. Gerður verður
línuvegur meðfram nýju línunni og
plön við hvert mastur. Talið er að
línuvegurinn verði alls 153 km lang-
ur. Tilgreindar eru 30 námur vegna
efnistöku og gert ráð fyrir að nota
um 380.000 rúmmetra af efni.
Umhverfisstofnun segir að stór
hluti af línuleiðinni liggi um svæði
sem njóti sérstakrar verndar sam-
kvæmt lögum um náttúruvernd.
Norðurhluti línuleiðarinnar liggur
nokkuð víða um eldhraun sem njóta
sérstakrar verndar og ber að forðast
að raska þeim nema brýna nauðsyn
beri til. „Rask á hrauni er óaftur-
kræf framkvæmd og því ætti á þeim
svæðum að fylgja þeim leiðum sem
raskað var við lagningu á Kröflulínu
2,“ segir í umsögninni. Að austan
liggur línuleiðin um víðlent votlendi.
Samkvæmt náttúruverndarlögum
nýtur votlendi sem er stærra en
20.000 fermetrar sérstakrar verndar
og ber að forðast að raska því nema
brýna nauðsyn beri til.
Þá telur Umhverfisstofnun að það
eigi að kanna hvort hægt sé að
draga úr sjónrænum áhrifum mann-
virkjanna þar sem línurnar munu
þvera Öskjuleið. „Mögulega geta
þessi mannvirki dregið úr upplifun
þeirra sem þarna fara um. Kanna
ætti hvort unnt sé að draga úr sjón-
rænum áhrifum með því að leggja
jarðstrengi utan hrauna eða hvort
mögulega finnist annað vegstæði
fyrir Öskjuleið sem vart getur talist
mikið mannvirki þar sem sjónræn
áhrif línanna verða mögulega
minni,“ segir í umsögninni.
Jarðstrengir í lausri jörð
Einnig kemur fram í umsögninni
að Umhverfisstofnun telji að al-
mennt eigi að velja strengleiðir um
land sem þakið er lausum jarð-
lögum. Forðast eigi að leggja jarð-
strengi um hraun, klappir eða kletta
og um árfarvegi þar sem ár renna í
klettagljúfrum.
„Leggja ætti áherslu á að nýta
þær strengleiðir sem í boði eru
hvert sinn til að draga úr neikvæð-
um áhrifum háspennulína þar sem
þær liggja um falleg svæði, óbyggðir
eða þar sem nauðsyn krefur vegna
öryggis.“ T.d. telur stofnunin að
ekki eigi að leggja jarðstrengi um
Teigsbjarg eða farveg Jökulsár á
Dal, vegna neikvæðra sjónrænna
áhrifa.
Þá telur stofnunin að víxla eigi lín-
um þannig að Kröflulína 3 fari eftir
Kröflulínu 2 frá Kárahnjúkavegi að
Fljótsdalsstöð og að Kröflulína 2
verði lögð með vegi í jarðstreng frá
Kárahnjúkavegi að Fljótsdalsstöð.
Neikvæð umhverfisáhrif
Talið er að helstu neikvæðu um-
hverfisáhrif línunnar verði á Fljóts-
dals- og Jökuldalsheiði en þar á að
leggja veg um mikið votlendi sem
nýtur sérstakrar verndar. Rask sem
fylgir lagningu Kröflulínu 3 verður
mjög frábrugðið raskinu sem fylgdi
lagningu Kröflulínu 2. Nú er áætlað
að leggja burðarhæfan veg um mjög
blautt land og eru áhrifin á votlend-
isvistkerfi því verulega neikvæð, að
mati Umhverfisstofnunar. Hægt er
að draga úr þeim áhrifum með réttu
verklagi, t.d. með lagningu á jarð-
vegsdúk og takmörkun á þyngd
vinnuvéla við verkið. Einnig ef fram-
kvæmdir fara fram á þeim tíma sem
hefur minnst áhrif á vistkerfið.
Umhverfisstofnun telur að hanna
eigi línuna þannig að sem mest verði
dregið úr neikvæðum sjónrænum
áhrifum. Einnig verði notast við áð-
ur röskuð svæði við val á línuleið. Þá
verði leitast við að lagfæra óheppi-
lega legu Kröflulínu 2, t.d. í Hlíð-
ardal og við Jökulsá á Fjöllum við
lagningu nýju línunnar. Loks tekur
Umhverfisstofnun undir það að jarð-
strengur verði lagður meðfram veg-
um ofan af Fljótsdalsheiði til að
draga úr neikvæðum sjónrænum
áhrifum á því svæði.
Kröflulína 3 fer á köflum um
svæði sem njóta verndar
Umhverfisstofnun segir að ekki eigi að skerða ósnortið land með mannvirkjum
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Kröflulína 2 Línan liggur frá Kröflu að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Rætt er um að Kröflulína 3,
sem verður stærri, fylgi henni að mestu. Mynd tekin í átt að Kröflu þar sem línan fer um Hvíthóla.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Þetta lyf er lífsnauðsynlegt fyrir mig
og að sögn læknisins míns er ekkert
annað í boði. Ég hef tekið lyfið í ellefu
ár og aldrei áður lent í því að það er
ekki til,“ segir ungur karlmaður sem
er með Addison-sjúkdóminn og þarf
nauðsynlega að taka lyfið Florinef á
hverjum degi. Lyfið hefur aftur á
móti ekki verið til í talsverðan tíma
hér á landi og ekki er von á að það fá-
ist í apótekum fyrr en í fyrsta lagi í
lok þessarar viku.
„Þetta er lyfseðilsskylt lyf sem ég
tek á hverjum degi. Ég fæ nokkurra
mánaða skammt í hvert skipti og var
ekkert að hafa áhyggjur fyrr en ég sá
að skammturinn minn færi fljótlega
að klárast. Ég hringdi í, að ég held, öll
apótek á höfuðborgarsvæðinu fyrir
helgi og lyfið var hvergi til,“ segir
maðurinn.
Gæti borðað salt í smátíma
Addison-sjúkdómurinn hefur þau
áhrif að líkaminn framleiðir ekki
streituhormón og kemur Florinef-
lyfið í staðinn fyrir hormón sem
stjórnar jafnvægi á saltbúskap líkam-
ans, án þess verður ójafnvægi á sölt-
unum í líkamanum sem gæti t.d. vald-
ið truflun á blóðþrýstingi. Að sögn
mannsins gæti hann reddað sér með
því að borða ákveðið magn af salti á
dag en það gangi ekki til lengdar. „Ég
hef ekki lent í því áður að fá ekki lyfið
svo ég veit ekki hvað gerist en ætli ég
gæti ekki endað inni á spítala með
eitthvað í æð,“ segir hann.
Samkvæmt upplýsingum frá lyfja-
dreifingafyrirtækinu Distica þurfti
að skipta um fylgiseðil í pakkningum
Florinef-lyfsins og því hafi það ekki
fengist í töluverðan tíma, ekkert ann-
að lyf getur komið í stað þess og er í
algjörum forgangi að koma því aftur
á markað.
Að breyta fylgiseðli er töluvert
ferli sem tekur tíma, en leyfi þarf að
fá fyrir öllum breytingum, þá þarf að
breyta seðlinum, fá hann samþykkt-
an, prenta og pakka. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Distica er lyfið í um-
pökkun núna og líkur á að það komist
í apótek fyrir helgi eða þá í síðasta
lagi í næstu viku.
Lífsnauðsynlegt lyf verið
ófáanlegt í talsverðan tíma
Þurfti að skipta
um fylgiseðil í
pakkningunum
Morgunblaðið/Ómar
Lyf Skipta þurfti um fylgiseðil í pakkningum Florinef og því hefur það ekki
fengist hér á landi í töluverðan tíma. Líklega er von á því í lok vikunnar.
Borgarfulltrúar
Sjálfstæðis-
flokksins telja
ekki seinna
vænna að rekstur
Reykjavíkur-
borgar, sem verið
hafi í algjörum
ólestri allt þetta
kjörtímabil sem
og kjörtímabilið
2010 til 2014,
verði betri. Allt frá árinu 2010 hafi
vandræðagangur verið á rekstrinum
með of slöku rekstraraðhaldi því
rekstrarvandræði borgarinnar hafi
verið útgjaldavandi en ekki tekju-
vandi.
Kemur þetta fram í bókun sem
borgarfulltrúarnir lögu fram í borg-
arstjórn í gær, við fyrri umræðu um
ársreikning borgarinnar.
Bent er á að það væri ótrúlegt ef
ekki hefði tekist að gera árið 2016
upp með rekstrarafgangi, miðað við
þá gríðarlegu tekjuaukningu sem
orðin sé í íslensku samfélagi og sjá
megi á jákvæðri rekstrarniðurstöðu
sveitarfélaga um allt land. Tekjur A-
hlutans hafi aukist um 9,5 milljarða
kr. á milli áranna 2015 og 2016.
Útgjalda-
vandi en ekki
tekjuvandi
Sjálfstæðismenn
bóka í borgarstjórn
Halldór
Halldórsson