Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Staðhæfingar spítalans rangar  Samanburður við Norðurlönd hefur ekki áhrif á fjárveitingar til heilbrigðismála  Fjármálaráðherra segir að umræða um fjármálaáætlun megi vera málefnalegri Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra um gagnrýni forsvars- manna Landspítalans á áform um fjárveitingar til spítalans á næstu árum sem birtast í þingsályktun- artillögu um fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022. Fjármálaráðuneytið svaraði í gær með yfirlýsingu á vef sínum hluta af gagnrýni Landspítalans. Spítalinn hefur haldið því fram að val á viðmiðunartölum við ná- grannalönd sé óviðeigandi og ekki stuðst við réttar tölur. Ráðuneytið fullyrðir að stað- hæfingar spítal- ans séu rangar. Fullyrðingar um að saman- burðurinn við Norðurlönd hafi haft áhrif á áætl- uð fjárframlög til heilbrigðis- mála stenst ekki að mati ráðu- neytisins. „Gögnin voru tekin sam- an til að varpa ljósi á mikilvægi þess að horfa í senn til umfangs útgjalda og þess árangurs sem samfélagið nýtur á grundvelli þeirra. Skipting útgjalda til mál- efnasviða í áætluninni byggist á stefnumótun, greiningu og mark- miðasetningu og forgangsröðun stjórnvalda en ekki einstökum mælistikum,“ segir í yfirlýsing- unni. Benedikt segir af þessu til- efni að umræðan megi alveg vera málefnalegri. Ekki hægt að verða við öllu Yfir 100 umsagnir um fjármála- áætlunina hafa birst á vef Alþingis og eru flestar neikvæðar. Flestar eru þær frá ferðaþjónustunni vegna hækkunar virðisaukaskatts og stofnunum sem telja á sig hall- að í áætluninni. „Það er áhugavert að við fáum annars vegar gagnrýni fyrir það að útgjöldin séu of lítil og hins vegar að tekjuáformin séu of mikil. Ef við ætluðum að verða við öllum kröfum, ná endar ekki saman,“ segir fjármálaráðherra og bendir á að stofnanirnar horfi á áætlunina frá eigin sjónarhóli en það sé hlut- verk ríkisstjórnarinnar að hugsa um heildarhagsmuni. Sitji við sama borð og aðrir Benedikt segir ekki koma til greina að draga til baka áform um breytingar á virðisaukaskatti sem ferðaþjónustan gagnrýnir mjög. Hann segist heyra það víða utan ferðaþjónustunnar en einnig hjá einstaka aðilum innan hennar að ánægja sé með að þessi grein sitji við sama borð og aðrar. Segir Benedikt ljóst af um- ræðunni að mörg lítil fyrirtæki eigi í rekstrarerfiðleikum. Sjálf- sagt sé að skoða vanda þeirra, ekki síst þeirra sem eru langt frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal ann- ars sé í undirbúningi markaðssókn til að dreifa álaginu á ferðamanna- staðina. Benedikt Jóhannesson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Það er augljóst að þetta hefur slæm áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja á Íslandi,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), um launahækkan- ir á almennum vinnumarkaði, sem tóku gildi í fyrradag. Laun hækkuðu þá um 4,5% sam- kvæmt gildandi kjarasamningum SA og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá SA kemur fram að reikna megi með því að við þetta hækki launakostnaður fyrirtækja um 42 milljarða króna á ársgrundvelli. „Þetta hefur mikil áhrif á fyrirtæki sem eru í samkeppni við erlend fyrir- tæki sem eru ekki að fá á sig svona miklar hækkanir,“ segir Hannes. Háar fjárhæðir í spilinu Hannes segir að 4,5% launahækk- un og 1,5% hækkun á iðgjaldi í lífeyr- issjóði á einu ári sé svipað og launa- hækkanir í öðrum löndum á þremur til fjórum árum. Má þar benda á launaþróun í Svíþjóð næstu árin en launahækkanir þar verða samtals 6,5% á þremur árum til mars 2020. „Þetta hefur áhrif á nýsköpun og atvinnusköpun og bitnar sérstaklega á smærri fyrirtækjum sem eru í „startup“ fasa. Allskonar verkefni fara úr landi bara vegna launakostn- aðar og núna er verið að bæta þessu við.“ Stefnir í meiri átakamenningu Hannes segir núverandi kjara- samninga hafa verið samþykkta árið 2015 undir miklum verkfallsþrýstingi og kallar eftir meiri samstöðu meðal launamanna og fyrirtækja hérlendis eins og einkennist annars staðar á Norðurlöndum. „Þetta er alltaf að stefna í meiri og meiri átakamenn- ingu, hún er rótgróin hér. Við höfum átt tímabil þar sem menn hafa sam- einast um það að stuðla að stöðug- leika, vexti og atvinnuvexti. Slíkt hef- ur gerst þegar það hafa ekki verið að verða til mörg störf í atvinnulífinu, eins og kannski á síðasta áratug, en núna virðist það ekki skipta máli.“ Hann segir langtímaáhrifin af miklum launahækkunum á skömm- um tíma fyrirsjáanleg. „Við getum búið við þetta til skemmri tíma og þá verður einhvers konar veisla og síðan kemur afleiðingin bara í ljós og við verðum ekki samkeppnishæf.“ Rótgróin átakamenning á markaði  4,5% launahækkanir á almennum vinnumarkaði tóku gildi í gær  Rýrir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, segir aðstoðarframkvæmdastjóri SA  Langtímaáhrifin slæm fyrir íslensk fyrirtæki Morgunblaðið/Golli Hækkun Laun á almennum vinnu- markaði hækkuðu um 4,5% í gær. Rannsókn á kajakslysinu við mynni Þjórsár er óbreytt að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er hægt að skýra að svo stöddu á hvaða leið menn- irnir voru eða hvað olli slysinu. Að sögn lögreglu verður haft samband við aðila tengda slysinu í vikunni og ættu til- drög þess að skýrast á næstu dög- um. Sjónarvottur að slysinu við Þjórsá sagði í samtali við mbl.is í gær að mennirnir hefðu verið komnir langt út fyrir brimgarðinn við ósinn þegar þyrlan náði þeim. Mennirnir tveir, Íslendingur og Frakki sem voru mágar, lögðu út á ána á kajökunum við bæ sem stendur nokkrum kíló- metrum fyrir ofan ósinn. Ekki er ljóst hvort þeir reru niður að ósnum eða hvort þá rak þangað niður eftir. „Þegar við sáum til mannanna þarna úti á ánni á aðfallinu sagði sig sjálft að aðstæður væru háskalegar. Þeg- ar flæðir að er þetta eins og úthaf,“ sagði maður sem er kunnugur á þessum slóðum við mbl.is í gær. Málið skýr- ist á næstu dögum Þjórsá Lengsta á landsins, 230 km.  Slysið við Þjórsá „Það gengur hægt og rólega. Við förum að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Kristleifur Andrésson, örygg- is- og starfsmannastjóri kísilvers United Silicon í Helguvík, þegar hann er spurður að því hvernig gangi að undirbúa ræsingu ljós- bogaofns verksmiðjunnar á nýjan leik. Hann tekur þó fram að ekki sé hægt að nefna tímasetningar. Ýmislegt er búið að gera til að lag- færa verksmiðjuna vegna elds sem þar kom upp og til að draga úr hættu á lyktarmengun. Endurnýja þurfti timburverk vegna brunans og var ákveðið að skipta um allar lagnir á tveimur hæðum. Þá hefur skipulagi verið breytt og skipt út búnaði sem ekki virkaði sem skyldi og annar lag- færður. Kristleifur vonast til að verk- smiðjan verði tilbúin í þessari viku. Þá þurfi að leita samráðs og fá leyfi Umhverfisstofnunar til að ræsa ofn- inn. Því sé óvissa um það hvenær hægt verði að hefja rekstur á ný. helgi@mbl.is Gangsetn- ing nálgast Farfuglarnir eru smám saman að koma til landsins. Rúmur mánuður er síð- an fyrstu lóurnar sáust og fyrstu kríur ársins komu um miðjan síðasta mánuð. Þótt grágæsin sé staðfugl og þúsundir séu á Suðurlandi allt árið hefur meirihlutinn þó vetursetu á Bretlandseyjum, aðallega í Skotlandi. Grágæsirnar koma til landsins snemma á vorin, meðaltalið er miður mars, og fara seint á haustin. Grágæsin heldur sig gjarnan í hópum og á flugi raða þær sér upp í V-laga reinar, fljúga oddaflug, því þannig geta þær dregið úr loftmótstöðu og flogið lengra án þess að þreytast. Þessi grágæsa- hópur var á flugi við Akranes. Ekki er ljóst hvort hópurinn var að myndast við að raða sér upp í oddaflug en hann var skemmtilega ósamstæður. »14 Grágæsirnar komnar til landsins Morgunblaðið/Eggert Farfuglarnir sjást hverjir á fætur öðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.