Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sigríður Á. Andersen dóms-
málaráðherra lagði fram á Alþingi í
gær frumvarp til breytinga á dóm-
stólalögum.
Þar er m.a. tiltekið að ekki verði
skipað í embætti hæstaréttardóm-
ara sem losna fyrr en þess gerist
þörf til að fjöldi hæstaréttardómara
verði sjö. Hæstaréttadómarar eru
nú 10, tímabundið. Morgunblaðið
fékk staðfest hjá Þorsteini A. Jóns-
syni, skrifstofustjóra Hæstaréttar, í
gær að Eiríki Tómassyni hafi verið
veitt lausn frá embætti hæstarétt-
ardómara frá 1. september nk. Ekki
verður ráðinn dómari í hans stað.
Fram kemur í frumvarpinu að
til mótvægis við fækkun dómara
vegna þess fjölda mála sem enn
verða til úrlausnar hjá Hæstarétti
mun Landsréttur taka við þeim
sakamálum sem áfrýjað hefur verið
til Hæstaréttar en ólokið er hjá rétt-
inum.
Mörg mál bíða í Hæstarétti
„Nokkurn tíma mun taka fyrir
Hæstarétt að vinna úr þeim málum
sem berast munu réttinum á þessu
ári eða fram á mitt ár 2019. Hefur í
þeirri áætlun ekki verið tekið tillit til
þeirra sakamála sem áfrýjað hefur
verið til Hæstaréttar en Lands-
réttur mun taka við og ljúka með-
ferð á þegar rétturinn tekur til
starfa 1. janúar 2018,“ segir í grein-
argerð með frumvarpinu.
Ekki er breytt því fyr-
irkomulagi að Hæstiréttur ljúki
meðferð einkamála sem áfrýjað hef-
ur verið til réttarins þegar Lands-
réttur tekur til starfa. Þá er lagt til
að forseta Hæstaréttar verði heimilt
að fela þremur dómurum í stað fimm
að afgreiða mál sem skotið hefur
verið til réttarins fyrir 1. janúar
2018. Miðað er við að dómarar við
Hæstarétt verði átta frá og með
næstu áramótum.
„Með þeim breytingum sem
verða á réttarfarslögum við stofnun
Landsréttar er ljóst að heimild
Hæstaréttar til að vísa málum aftur
til meðferðar í héraðsdómi vegna
mats á gildi munnlegs framburðar
fellur niður þar sem 2. og 3. mgr.
208. gr. laga um meðferð sakamála
verða felldar brott. Er því ráðlegt að
gera þá breytingu sem hér er lögð til
svo að þau sakamál sem 1. janúar
2018 er ólokið og bíða afgreiðslu í
Hæstarétti verði tekin til meðferðar
í Landsrétti. Munu þau mál þá njóta
þeirrar málsmeðferðar sem boðið er
upp á í Landsrétti þannig að unnt
verður að endurmeta sönnunargildi
munnlegs framburðar,“ segir í
greinargerðinni.
Jafnframt muni þessi ráðstöfun
gera það að verkum að Landsréttur
fái strax til meðferðar hæfilegan
fjölda mála.
Sem fyrr segir mun Lands-
réttur taka til starfa um næstu ára-
mót. Hann mun fyrst um sinn starfa
í byggingu við Vesturvör í Kópavogi,
sem áður hýsti Siglingamálastofnun.
Auglýst voru embætti 15 dómara við
réttinn og bárust 37 umsóknir. Sér-
stök dómnefnd fjallar nú um um-
sóknirnar.
Morgunblaðið/Þórður
Hæstiréttur Mikil breyting er framundan hjá réttinum með tilkomu
Landsréttar um áramótn. Hann mun fá færri mál til úrlausnar.
Áfrýjuð sakamál til
nýs Landsréttar
Eiríkur Tómasson lætur af embætti dómara í Hæstarétti
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu-
verndar, segir að Persónuvernd hafi
greint frá því á fundi með allsherjar-
og menntamálanefnd Alþingis í gær-
morgun, að málafjöldinn sem Per-
sónuvernd tekur við ár hvert hefði
rúmlega þrefaldast frá árinu 2000,
þegar stofnunin var sett á laggirnar.
Þá hefði verið gert ráð fyrir átta
starfsmönnum, en samt sem áður
væri Persónuvernd enn í dag að
berjast við að fá áttunda starfsmann-
inn.
Persónuvernd segir í umsögn
sinni til fjárlaganefndar Alþingis um
fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til
2022 að stöðumat Persónuvemdar
bendi til að fjöldi óafgreiddra mála
stofnunarinnar muni fara yfir 500 á
næsta ári, komi ekki til aukinna fjár-
veitinga.
„Þetta eru bara staðreyndir sem
fram koma í umsögn okkar. Við
fengum 24 tíma til að bregðast við og
veita fjárlaganefnd þessa umsögn.
Við sendum 7 blaðsíðna umsögn,
ásamt 67 bls. af fylgigögnum, þar
sem rökstudd er þörf Persónuvernd-
ar fyrir hverri einustu milljón, sem
þarna er um að ræða,“ sagði Helga í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
Persónuvernd fer fram á að fjárveit-
ing næsta árs til stofnunarinnar
verði tæpar 220 milljónir króna, í
stað 114 milljóna króna á þessu ári.
„Við vorum búin að fá ákveðin fyrir-
heit um að stofnunin ætti von á
auknu fjárframlagi, frá og með upp-
hafi árs 2018. Nú virðist það ekki
ætla að ganga eftir. Þá getum við
ekki annað en greint frá því hver
staðan er.
Við vorum boðuð á fund allsherj-
ar- og menntamálanefndar í morgun
og þar sem Alþingi er ekki búið að
ljúka afgreiðslu sinni á fjármálaáætl-
un til næstu fimm ára, þá hreinlega
bindum við enn vonir við, að það
verði hlustað á okkur,“ sagði Helga.
Hún bendir á að árið 2000, þegar
Persónuvernd var sett á laggirnar,
hafi verið gert ráð fyrir að það þyrfti
8 starfsmenn til þess að sinna þeim
málafjölda sem Persónuvernd var að
taka við af þáverandi Tölvunefnd.
„Síðan hafa liðið 17 ár og mála-
fjöldinn á þessu tímabili hefur rúm-
lega þrefaldast. Á síðasta ári fengum
við inn á borð til okkar 1.865 mál og
enn erum við að berjast við að vera
með áttunda starfsmanninn,“ sagði
Helga.
Fjárlög Persónuvernd fer fram á að fjárveiting næsta árs til stofnunarinnar
verði tæpar 220 milljónir króna, í stað 114 milljóna króna á þessu ári.
Þrefalt fleiri mál hjá Per-
sónuvernd en árið 2000
Stofnunin kveðst þurfa 100 milljónir til viðbótar 1.865 mál inn á borð í fyrra
Persónu-
vernd varar í
umsögn sinni
til fjár-
laganefndar
við afleiðing-
unum ef fjár-
veitingar til
stofnunar-
innar verða
ekki auknar
2018
Helga Þórisdóttir bendir á að
tímamótalöggjöf um persónu-
vernd í Evrópu sem kemur til
framkvæmda á næsta ári, muni
gjörbylta meðhöndlun persónu-
upplýsinga.
„Styrkur Persónuverndar hefur
verið frábærir lögfræðingar og
frábærir starfsmenn. Við getum
ekki mikið meir. Við erum í dag
með yfir 470 óafgreidd mál og
það hrúgast inn ný mál á hverjum
degi,“ sagði Helga ennfremur.
Ný mál koma
inn daglega
VARAR VIÐ AFLEIÐINGUM
Helga
Þórisdóttir
Loftslagsmál eru stærsta verkefni
mannkyns um þessar mundir, að
mati norrænu loftslags- og um-
hverfisráðherranna. Segja ráðherr-
arnir í sameiginlegri yfirlýsingu
sem gefin var í lok fundar þeirra í
Ósló í gær að þeir styðji heils hugar
löggjöf og aðgerðir í loftslags-
málum sem byggjast á niðurstöðum
vísindarannsókna og staðreyndum.
Kveðast þeir fullvissir um að að-
ildarríki Parísarsamkomulagsins
starfi áfram að skilvirkri fram-
kvæmd þess. Stefnt verði að sam-
ráði á næsta ári þar sem allir aðilar
íhugi að auka metnað sinn fyrir ár-
ið 2020 í ljósi niðurstaðna rann-
sókna. Niðurfelling á niður-
greiðslum til jarðefnaeldsneytis og
kolefnisgjöld eru nefnd sem mikil-
væg tæki.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og
auðlindaráðherra, lýsti þeirri skoð-
un sinni að stærsta einstaka skrefið
sem íslensk stjórnvöld hefðu nú
tekið í loftslagsmálum væri sú
ákvörðun núverandi ríkisstjórnar
að veita ekki frekari ívilnanir til
mengandi stóriðju. Einnig þurfi
Vesturlandabúar að draga úr of-
neyslu sinni því hún sé ein helsta
orsök loftslagsvandans.
Í yfirlýsingunni lýsa ráðherrarn-
ir yfir þungum áhyggjum af þeirri
staðreynd að hlýnun andrúmslofts-
ins á norðurslóðum sé meira en tvö-
falt hraðari en annars staðar í
heiminum. Minnkun ísbreiðunnar
raski orkujafnvæginu í heiminum
og hafi áhrif á loftslag um allan
heim.
Styðja að-
gerðir í lofts-
lagsmálum