Morgunblaðið - 03.05.2017, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í liðinni viku tókuKínverjar nýtt
flugmóðurskip í
notkun með mikilli
viðhöfn. Þetta er
annað flugmóður-
skip Kínverja, og hið fyrsta
sem þeir smíða sjálfir frá
grunni. Hið fyrra var keypt frá
Úkraínu, ættað frá Sovétríkj-
unum sálugu. Kínverjar segj-
ast hafa lært margt um smíði
flugmóðurskipa af því skipi, en
lítið er að öðru leyti vitað um
það hvort fleiri slík skip séu í
farvatninu. Er þó talið að þeir
séu með að minnsta kosti tvö
önnur á leiðinni og þá senni-
lega öflugri, en þetta skip
stenst þeim bandarísku ekki
snúning.
Sjötíu árum eftir að flug-
móðurskip sýndu fyrst mátt
sinn og megin eru þau enn einn
helsti mælikvarðinn á flota-
styrk. Bandaríkjamenn eru
með tvö slík skip í smíðum og
eiga tíu fyrir. Rússar ætla sér
að smíða eitt sem að þeirra
sögn yrði stærsta herskip sem
nokkurn tímann hefur siglt um
heimsins höf. Áhugi Kínverja á
flugmóðurskipum kemur því
ekki á óvart.
Kínverjar hafa á undan-
förnum árum látið æ meira til
sín taka á hafinu, og undir-
strikar flugmóðurskipið þá ætl-
un Kínverja, að þeir verði með
einn öflugasta flota
heims á næstu ár-
um, flota sem geti
sýnt mátt þeirra og
megin á úthafinu,
ekki aðeins við
strendur Kína. Flugmóð-
urskipið er þannig öflugt
stöðutákn, en sendir einnig
skýr skilaboð til nágranna
þeirra, sem nú eiga í erjum við
Kínverja um lögsögu yfir Suð-
ur-Kínahafi. Ljóst er að Kín-
verjar ætla sér að halda kröfu
sinni þar til streitu, þrátt fyrir
að alþjóðalög og hafréttarsátt-
málar virðist ekki vera á bandi
þeirra. Með flugmóðurskipinu,
sem og annarri aukningu í her-
afla Kínverja á síðustu árum,
er ljóst að þeir hafa getuna til
þess að fylgja kröfum sínum
eftir með valdbeitingu, sem
aftur gefur þeim betri samn-
ingsstöðu.
Mikið er undir, þar sem haf-
svæðið er einhver mikil-
vægasta lífæð viðskipta í þess-
um heimshluta, auk þess sem
talið er að ógrynni náttúru-
auðlinda sé að finna þar á hafs-
botni. Ljóst er, að Bandaríkin
og bandamenn þeirra í Kyrra-
hafi þurfa að stíga varlega til
jarðar, en á sama tíma þarf að
gera Kínverjum ljóst, að þeir
þurfa sömuleiðis að taka tillit
til annarra og til alþjóðlegra
reglna og sáttmála.
Kínverjar smíða
sitt fyrsta flugmóð-
urskip frá grunni}
Stöðutákn sett á flot
Jean-ClaudeJuncker, for-seti fram-
kvæmdastjórnar
Evrópusambands-
ins, sótti breska
forsætisráðherrann Theresu
May heim í Downingstræti 10.
Það er margt að ræða um fram-
kvæmd ákvörðunar bresku
þjóðarinnar um að koma sér út
úr sambandinu.
Eins og heyrir til þá var
kjassað og kysst fyrir framan
hinar frægu dyr á númer 10 og
brosað samfellt og sannfær-
andi, eins og þegar góðvinir
heilsast á tröppunum. En frá
því að fundinum lauk hefur því
verið skipulega lekið í evrópska
fjölmiðla að andrúmsloftið hafi
strax orðið þrúgað þegar inn
var komið. Virðist tilgangurinn
með þessum lekum vera sá að
gera breska forsætisráð-
herranum erfitt fyrir í kosn-
ingahríðinni, sem nú stendur
yfir.
Því var einnig lekið að Jean-
Claude Junker (sem brexit-
menn hefna sín á í framhaldinu
með því að kalla Jean-Claude
Drunker) hafi hringt í Merkel
kanslara upp úr klukkan 7
morguninn eftir og sagt henni
að May væri stödd í einhverju
allt öðru sólkerfi en
annað fólk og hefði
verið illa undirbúin
til viðræðna við sig.
Þetta þykir þeim
sunnan við Erm-
arsundið ómaklegt, því Theresa
May sé fræg fyrir að koma bet-
ur undirbúin til funda en flestir
ráðherrar, bæði áður en hún
skipaði forsætið og eftir.
Á blaðamannfundi í Brussel
um málið reyndi Juncker að
tala sig frá trúnaðarleysinu, en
gaf þó í skyn að Bretar ofmætu
stöðu sína til að standa á eigin
fótum. Hann sagði (í lausl. þýð-
ingu): „Ég spurði Pútín, þegar
ég hitti hann á dögunum:
„Veistu af hverju Lúxemborg
hefur aldrei ráðist á Rúss-
land?“ Nei, hann vissi það ekki.
„Það er vegna þess að við í
Lúxemborg höfum ekki land-
rými til að taka á móti öllum
stríðsföngunum sem út úr því
kæmu. Lúxemborg er nefnilega
eitt af fáum ríkjum sem gera
sér grein fyrir því, hversu lítið
það er. Smám saman munu
fleiri ríki átta sig á að þau eru
líka lítil.“
May forsætisráðherra svarar
því einu til að þarna sé aðeins
hefðbundið brusselskt slúður á
ferð, sem enginn taki alvarlega.
Það er öllum brögð-
um beitt í stærstu
skilnaðarmálunum}
Bærilega byrjar það
Á
starfsævinni lærir maður sitthvað,
en gleymir líka mörgu og þarf
líka að gleyma mörgu eftir því
sem þekkingin úreldist og/eða
breytist. Þetta gerist vitanlega
mishratt eftir atvinnugreinum, en einna hrað-
ast í tölvutækni, þar sem þróunin er ör, af-
skaplega ör, og nýrri tækni fylgja ný orð:
manni eru rétt orðin töm orð yfir ýmislega
tækni þegar hún er orðin svo úrelt að hennar
verður aldrei getið aftur.
Stundum verða líka vistaskipti til þess að orð
sem maður var með á vörum daglega í ár eða
áratugi hrökkva í glatkistuna. Einu sinni var
mér til að mynda tamt að nota reglulega orð
eins og melspíra, bobbingur, grandari, lens,
spanni og gils, sem hljóma eflaust einhverjum
framandleg, og eins kunnuglegri orð sem
þýddu þó kannski annað en almennt: kippur (stutt sigl-
ing), skaufi (lítill afli), snap (smáverk) og bræla (vont veð-
ur).
Þegar komið var af sjónum inn á dagblaðið þurfti líka
að læra orð sem úreltust svo síðar: spalti, hóruungi (hálf
stök lína efst í dálki, hóra er stök lína efst, franskur hóru-
ungi er hálf stök lína neðst í dálki), síseró (mælieining),
nonpareil (hálfur síseró), upplímingur, skaufi (eindálks-
afgangur), heill og hálfur (föst stafabil) og slútningakassi.
Lifandi tungumál bera það í sér að vera sífellt að breyt-
ast, bæta við sig orðum og breyta merkingu orða sem fyr-
ir er, stundum svo rækilega að upprunaleg merking
gleymist. Margar starfsstéttir smíða sér
þannig nýtt tungumál, eða bæta aðeins við það
sem fyrir var, sníða til og snyrta, og menning-
arkimar eiga líka sín tilbrigði af tungumálinu
sem innvígðir skilja einir, til að mynda hass-
hausar, sparkunnendur og rapparar, svo
dæmi séu tekin.
Hvað í fokkanum átt þú að vera? spyr Arnar
Freyr Frostason í laginu Geimvera á plötunni
Hefnið okkar sem Úlfur Úlfur gaf út fyrir
nokkrum dögum. Af samhenginu má ráða að
„fokkanum“ merkir hér fjandanum, en „fokk-
ið“ er víðar: fokking skrímslið segir: fokk öll
flónin, eins og á fokking húsum og þarf að
zenna til að nenna að give a fuck.
Síðastnefnda orðið, „fuck“, er sannanlega
ekki íslenskt en fokkið er það:
?fokk, -s H lítilfjörlegt starf, dútl dund.
1 fokka, -u, -ur KV 1 þríhyrnt segl (framan við stór-
seglið og aftan við klýfi). 2 ferhyrnt toppsegl (í rásigl-
ingu).
2 fokka, -aði S ?gaufa, dunda. 2 láta e-ð f. sleppa e-u,
láta fara, láta aurana f., láta það f. sem manni dettur í hug.
Svo kemur fokkið fyrir í Íslenskri orðabók handa skól-
um og almenningi (útg. 1988) og þó það sé ekki alltaf alveg
eins notað þá nota þeir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur
Guðmundsson það á sinn hátt um leið og þeir teygja
tungumálið sitt á hvað, skæla það og skekkja og snúa útúr
eins og andinn blæs þeim í brjóst: Fokk hóf / fokk ljóð.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Fokk hóf / fokk ljóð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tíu daga lenging á grásleppu-vertíð kom grásleppusjó-mönnum á óvart og var and-stæð umsögn þeirra frá 18.
apríl. Reglugerð um breytinguna er
væntanleg á morgun. Smábátasjó-
menn gagnrýna ákvörðunina harð-
lega og á heimasíðu Landssambands
smábátaeigenda, LS, segir meðal
annars: „Hægt er að fullyrða að aldrei
í sögunni hefur uppákoma sem slík úr
stjórnsýslunni hent grásleppu-
sjómenn.“
Í tilkynningu ráðuneytisins segir
hins vegar: „Ráðuneytinu er ljóst að
þessi ákvörðun kemur seint en lengi
var vonað að afli tæki að glæðast.
Fyrir liggur að þeir sem hófu fyrstir
veiðar eru búnir að taka upp netin og
strandveiðar að hefjast. Eftir sem áð-
ur er mikið í húfi fyrir þá sem stunda
grásleppuveiðar áfram og þá sem
hafa atvinnu af þeim í landi, m.a. við
vinnslu afurða að allt verði reynt til að
ná því magni sem Hafrann-
sóknastofnun hefur lagt til.“
Nóg að gera um helgina
Breytingar á grásleppuvertíð
gætu reyndar hafa truflað stóra frí-
helgi hjá starfsmönnum í sjávarú-
tvegsráðuneytinu, á Fiskistofu og for-
ystumenn Landssambands
smábátaeigenda. Á laugardag birtist
á heimasíðu ráðuneytisins fyrrnefnd
tilkynning um 10 daga lengingu á ver-
tíðinni úr 36 dögum í 46, Fiskistofa til-
kynnti breytta skilmála á strandveið-
um og grásleppuvertíð á sunnudag og
á baráttudegi verkalýðsins birtist
harðorð gagnrýni á ákvörðun ráð-
herra á heimasíðu LS.
Í tilkynningu ráðuneytisins var
bent á að heildarveiði á grásleppu-
vertíð hefur verið dræm. Á því séu
nokkrar skýringar, m.a. að fjöldi
virkra leyfa sé í lágmarki miðað við
undanfarin ár en samkvæmt upplýs-
ingum Fiskistofu hafa aðeins 157 að-
ilar sótt um leyfi það sem af er þessari
vertíð og aflabrögð verið með lakara
móti. Hafrannsóknastofnun lagði til
6.355 tonna heildarveiði fyrir vertíð-
ina og er sú ráðgjöf óbreytt.
Strandveiðar máttu hefjast í gær
og höfðu þá 374 virkjað leyfi sín, en
talið er að hátt í 200 strandveiðibátar
hafi róið. Ekki má stunda annan veiði-
skap samhliða strandveiðum og með
því að fresta upphafi strandveiða og
halda áfram á grásleppu í tíu daga
gætu menn orðið af strandveiðum í
maí. Veitt er úr tilteknum pottum á
fjórum svæðum við landið og þegar
heildarafla hvers mánaðar er náð má
ekki róa aftur á strandveiðum á
svæðinu fyrr en í júní. Flestir róa á
vestursvæði frá Arnarstapa í Súðavík
og þó svo að mest sé í pottinum þar
þá eru margir um hituna og hefur
mánaðarafli oft náðst á 6-8 veiðidög-
um.
Vertíð 62 báta var lokið
Undir yfirskriftinni „Óvönduð
vinnubrögð hjá ráðherra“ segir á
heimasíðu LS að áður hafi verið lagst
gegn fjölgun veiðidaga í umsögn við
beiðni Vignis Jónssonar hf., sem er í
eigu HB Granda, um fjölgun daga á
yfirstandandi vertíð. Því hafi það
komið LS og 173 grásleppuútgerðum
gjörsamlega í opna skjöldu að ráð-
herra hefði tekið þessa ákvörðun.
„Með ákvörðuninni er litlu
skeytt um skipulag og hagsmuni grá-
sleppusjómanna. Alls höfðu 62 bátar
lokið veiðum og þar með dregið upp
öll net þegar tilkynnt var um ákvörð-
un ráðherra,“ segir á heimasíðunni.
Ennfremur segir þar að veru-
lega þungt hljóð sé í mönnum vegna
ákörðunar ráðherra og símtöl séu
hlaðin kröfu um að LS bregðist við
með fullum þunga. Ráðherra sé upp-
vís að þekkingarleysi á fyrirkomulagi
grásleppuveiða og hvaða áhrif svona
inngrip hafi. Loks kemur þar fram að
óskað verði eftir frekari rökstuðningi
ráðherra fyrir ákvörðuninni, því fátt
haldi vatni sem komi fram á vef ráðu-
neytisins.
Björgun verðmæta eða
óvönduð stjórnsýsla
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vertíð Unnið við verkun á grásleppu á Húsavík í vor. Útflutnings-
verðmæti grásleppuafurða nam alls 2,1 milljarði króna í fyrra.
„Auðvitað hefðu allir átt að
sitja við sama borð í þessum
efnum. Það stenst engin sjón-
armið um jafnræði að fjölga
dögum um tíu þegar vertíð er
lokið hjá hluta útgerða. Það
hefur áður verið óvissa með
dagafjölda á grásleppuveiðum
en ráðuneytið hefur alltaf gætt
þess að endanleg ákvörðun
lægi fyrir áður en fyrstu menn
væru búnir með sína veiðidaga.
Nú liðu fjórir dagar frá því að
þeir fyrstu tóku upp netin þar
til fjölgunin kom. Hvernig eiga
menn að geta skipulagt vinnu
sína og útgerð og ráðið fólk til
starfa við slíkar aðstæður,“
segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, aðspurður
hvað sé að því að fjölga val-
kostum og leyfa mönnum að
halda áfram á grásleppuveið-
um.
Hann segir ennfremur að ef
þetta snúist um að verkendur
vanti hrogn til vinnslu þá hefðu
þeir átt að bjóða betra verð í
upphafi. Þá hefðu hugsanlega
fleiri farið á grásleppuveiðar og
framboðið verið meira.
Jafnræði
og skipulag
FRAMKVÆMDASTJÓRI LS