Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 20

Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 Beinþynning hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Fundist hafa egypskar múmíur sem eru meira en 4.000 ára gamlar með um- merki um beinþynningu, t.d. herðakistil. Einn af frumkvöðlum í læknavísindum 18. aldar, enski læknirinn John Hun- ter, uppgötvaði að þegar nýtt bein myndast í líkamanum er eldra bein endurunnið. Þetta ferli er í dag nefnt bein- endurmyndun og var síðar sýnt fram á lykilhlutverk þess þegar bein þynnast. Um 1830 tók franski meinafræðingurinn Jean Georges Chretien Frederic Martin Lobstein eftir því að bein sumra sjúklinga hans voru gisnari, þ.e. með stærri holur eða göt, en bein flestra annarra, og hann fann upp hugtakið beinþynning, eða osteoporosis, til að lýsa því ástandi. Einni öld síðar leiddi Fuller Albright hugann að því hvers vegna bein kvenna við tíðahvörf væru oft veik- byggðari en ella. Hann komst að því að þetta væri beinþynning í kjölfar tíða- hvarfa og byrjaði að gefa konum kvenhormónið estró- gen við þessum vanda. Um 1960 fóru vísindamenn að þróa næmari tæki til að greina beintap, svokallaða skanna sem greina bein- þéttni með geislamælingum, og Herbert Fleisch uppgötv- aði efnasambandið bisfosfó- nat sem hindrar beinniður- brot. Aðrir vísindamenn uppgötvuðu efnasamböndin SERM, sem geta á sama tíma hindrað æxlamyndun í brjóstum og ýtt undir vöxt fruma í legi. Árið 1984 kynntu National Institutes of Health í Bret- landi (NIH) beinþynningu sem sjúkdóm sem væri veru- leg heilsufarsógn og lögð var áhersla á að hægt væri að minnka beintap með hormónameðferð, kalki, góðri næringu og líkamsþjálfun. Á næstu tveimur áratugum uppgötvuðu vísindamenn frumuboða (e. cytokine) sem hafa áhrif á þróun og virkni beinfrumanna sem leiddu til þess að bisfosfanötin ale- nadrónat og risedrónat komu á markað sem beinverndandi lyf. Hormónauppbótar- meðferð með lyfinu Raloxi- fene kom á markað árið 1998 sem lyf til að koma í veg fyr- ir beintap hjá konum við tíðahvörf. Eftir að NIH í Bretlandi viðurkenndu beinþynningu sem alvarlegan sjúkdóm voru stofnuð félög sem höfðu það að markmiði að efla rannsóknir og styðja sjúk- linga. Ný tækni, lyf og þekk- ing til að greina beinþynn- ingu, gildi mataræðis og líkamsþjálfunar ýttu einnig undir stofnun beinvernd- arsamtaka um allan heim og var Ísland ekki undanskilið. Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð formlega 12. maí 1997. Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, var aðalhvatamaðurinn að stofn- un þeirra og fyrsti formaður. Hann taldi að í ljósi nýrrar þekkingar til þess að draga úr beinþynningu og bein- brotum með æskilegum lífs- háttum væri nauðsynlegt að upplýsa fólk á markvissan hátt um mikilvægi góðrar næringar og hreyfingar. Landssamtökin Beinvernd töldu það skyldu sína að auka fræðslu á þessu sviði og reyna á þann hátt að sporna gegn þeim mikla vanda sem væri fyrirsjáanlegur á næstu áratugum. Forvarnir skipta miklu máli. Til að ná árangri er mikilvægt að koma fræðslunni til fólks, meðal annars með bæklingum og á fundum. Stofnaðar voru svæða- deildir á Norðurlandi, Aust- urlandi, Vestfjörðum og Suð- urlandi. Þær eru ekki starfandi lengur, en um tíma var afar öflugt starf hjá Beinvernd á Suðurlandi. Formaður Beinverndar á Suðurlandi var Anna Páls- dóttir. Beinvernd hefur vaxið og dafnað á þessum 20 árum. Flestir Íslendingar eru með- vitaðir um beinþynningu og um mikilvægi kalks, D- vítamíns og hreyfingar fyrir beinin. Beinvernd hefur gefið út fjölda bæklinga og frétta- bréfa og hægt er að nálgast slíkt efni rafrænt á vefnum www.beinvernd.is Þar er einnig að finna mikinn fróð- leik um beinþynningu, grein- ingu og meðferð, áhættu- reikninn Beinráð og alþjóðlegt próf um áhættu á beinbrotum. Facebook-síða félagsins er einnig mjög virk. Heimsóknir og fræðslufyrir- lestrar á vegum Beinverndar hafa verið margir og fólk frætt um beinþynningu og helstu varnir gegn henni og fræðsluefni dreift. Beinvernd á lítið ómtæki sem mælir beinþéttni í hæl- beini og lánar það m.a. heilsugæslunni á lands- byggðinni þetta tæki. Árið 1999, 20. október á al- þjóðlegum beinverndardegi, var undirritaður samstarfs- samningur Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði og Beinverndar. Samningurinn gerði félaginu kleift að sinna forvarnar- og fræðslustarfi og rekstri félagsins. Sam- starfið hefur verið farsælt og samningurinn verðið end- urnýjaður mörgum sinnum. Beinvernd hefur frá upp- hafi verið aðili að alþjóða beinverndarsamtökunum IOF International Osteo- pororis Foundation (IOF) og hefur tekið virkan þátt í al- þjóðlegu beinverndarstarfi. Þess má geta að tvisvar sinn- um hefur félagið fengið viðurkenningu frá IOF fyrir framsækið starf. Hápunktur starfseminnar á hverju ári er Alþjóðlegi beinverndardagurinn sem haldinn er 20. október. Al- þjóða beinverndarsamtökin IOF leggja til ákveðið þema eða yfirskrift hverju sinni sem aðildarfélögin sameinast um að koma á framfæri þennan dag. Það er gert með auglýsingum, viðtölum, greinaskrifum og viðburðum. Í ár fögnum við 20 ára af- mæli Beinverndar og verður þessara tímamóta minnst með afmælisráðstefnu í sal DeCode, Sturlugötu 8, 4. maí klukkan 15. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Beinvernd 20 ára Eftir Halldóru Björns- dóttur og Önnu Björgu Jónsdóttur Halldóra Björnsdóttir » Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð formlega 12. maí 1997. Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, var aðalhvatamaðurinn að stofnun þeirra. Halldóra er framkvæmda- stjóri Beinverndar, Anna Björg er formaður Beinvernd- ar beinvernd@beinvernd.is Anna Björg Jónsdóttir ✝ Þórir Jónssonfæddist á Landspítalanum í Reykjavík 13. ágúst 1982. Hann varð bráðkvaddur 23. apríl 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Hug- borg Marinósdóttir snyrtisérfræðingur, fædd í Hafnarfirði 27. september 1953, og Jón Magnús Stein- grímsson pípulagningameistari, fæddur 10. júlí 1940, dáinn 13. Björk. Þórir átti einnig systkini frá fyrra hjónabandi föður síns en þau eru: 1) Súsanna Mary, f. 1961, 2) Eva Margrét, f. 1962, 3) Jan Steen, f. 1963, 4) Reynir Harald, f. 1967, og 5) Jón Stein- grímur, f. 1972. Hann gekk að eiga Regiane Barros de Sousa árið 2009, þau slitu samvistum fyrir rúmum tveimur árum. Þórir var fæddur í Reykjavík og bjó alla sína bernsku í Skagaseli 2. Hann gekk í Öldu- selsskóla og fór þaðan að læra bifvélavirkjun í Borgarholts- skóla. Útför Þóris Jónssonar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 3. maí 2017, klukkan 15. mars 2007. Systur Þóris eru: 1) Ása Gróa Jónsdóttir, f. 2. janúar 1977, gift Ármanni Þór Guð- mundssyni og eiga þau börnin Viktor- íu Rán, Michael, Emilíu Guðrúnu og Ísak Andri. 2) Rósa Johansen, f. 16. janúar 1971, gift Pétri Reyni Jónssyni og eiga þau börnin Hlyn Kristján, Carl Jónas, Jón Árna, Pálma Viðar og Salvöru Elsku besti Þórir minn. Nú ertu kominn til himna og þar bíða eftir þér pabbi þinn, systir þín, amma Lúlú og amma Magga og fleiri. Ég veit að þar finnur þú frið og ró og ert laus við sjúkdóm- ana og verkina sem fylgdu þeim. Á spítalanum kynntist þú lækni sem hjálpaði þér mikið og var þér alveg einstaklega góður, ég þakka Guði fyrir það. Við tvö vorum bestu vinir, elsku Þórir minn, og þú hlakk- aðir svo til að fá mig heim eftir sex vikna dvöl á Reykjalundi. Þú faðmaðir mig svo þétt og lengi, kysstir mig og sýndir mér hvað þú hafðir hreinsað og gert fínt fyrir múttu þína eins og þú kall- aðir mig. Á þínum yngri árum voruð þið pabbi þinn alltaf saman og fóruð eins oft í Purkey og þið gátuð því þar var ykkar sælu- reitur. Ég efast ekki um að núna eruð þið þar á fullu að laga, græja og gera eins og þið voruð vanir. Ég sendi þér mína hinstu kveðju, elsku prinsinn minn. Þangað til ég hitti þig aftur í Paradís. Megi góður Guð vera með þér að eilífu. Þín mamma. Elsku litli bróðir. Hvað ég sakna þín mikið. Ég trúi því varla að þú sért farinn og ég bíð enn eftir símtali frá þér og þau voru nú ófá frá þér, svona um það bil nokkur á dag. Nú mun ég ekki geta talað og hlegið með þér, hitt þig og faðmað og það á ég frekar erfitt með að sætta mig við. En ég veit að þú ert kominn til pabba og Fjólu litlu systur, og ef ég þekki ykkur rétt eruð þið að bralla eitthvað skemmtilegt saman. Ég man svo vel þegar þú varst nýfæddur, þú lást í fallegu vöggunni þinni svo rosalega sætur og mikið krútt. Ég hélt að þú hlytir nú að vera þyrstur og ákvað ég að gefa þér góðan sopa af appelsíni í flösku, það fór nú ekki betur en svo að litli fallegi drengurinn og nýju fínu rúmfötin voru að drukkna í appelsíni. Mamma varð ekki hrifin, en ég ætlaði nú bara að vera góð við þig. Svo nokkrum árum seinna fékkstu Mözduna þína sem þú þeyttist á um allar götur og nið- ur stóru brekkuna í Skagasel- inu, og nokkrum árum eftir það, eða um níu ára aldurinn, varstu kominn á lítið mótorhjól sem þú fórst ekki af fyrr en það var ónýtt. Þú varst mikill grallari og alltaf eitthvað að bralla, það var sko engin lognmolla í kringum þig. Þér fannst alltaf gaman með pabba í bílskúrnum og að fara út í Purkey, þar dundaðir þú þér við að veiða fiska og fugla, smíða og rífa í sundur. Þú varst líka mikill fjölskyldumaður, þó svo að þú ættir ekki börn sjálfur þá fannst þér yndislegt að eiga öll þessi litlu frændsystkin sem horfðu upp til þín og dáðu þig. Síðustu ár fannst þér alveg best í heimi þegar við tókum okkur öll sam- an og elduðum góðan mat og höfðum gaman. Það var nú bara deginum áður en þú fórst sem við vorum að tala um að hittast og elda hrygg eða læri saman því að mamma væri nú loksins komin heim af Reykjalundi. Sú máltíð varð aldrei. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells) Elsku Þórir minn, ég trúi því að við munum hittast síðar en þangað til geymi ég þig í hjarta mínu. Þín systir Ása Gróa. Það var að nóttu til að ég vaknaði við það að mamma var að fara á fæðingardeildina. Ég var orðin 11 ára þegar þú komst í heiminn, agnarsmár, rauð- hærður og með freknur. Þú varst ekki beint líkur mér en það gerði ekkert til. Mér þótti þú algjört krútt, ég elskaði þig og annað skipti ekki máli. Þú fékkst endalausa athygli og uppátæki þín voru óútreiknan- leg, það má segja að það hafi aldrei verið lognmolla í kringum þig. Ég man svo vel þegar ég gekk með þig um Seljahverfið í brúna flauelsvagninum, ég var pínu montin. Ég man þegar ég var að baða þig og skipta á þér, þegar þú lékst þér á Mözdunni eins og þú kallaðir leikfangabílinn þinn, þegar þú renndir þér á öllum vínylplötunum okkar Ásu niður stigann í Skagaselinu og þegar þú varst að spæna upp allt Seljahverfið á litla mótorhjólinu. Þú varst alltaf að bralla eitt- hvað, ýmist með pabba þínum úti í bílskúr, í vinnunni á Land- spítalanum eða úti í Purkey. Bílar og mótorhól voru helstu áhugamál þín ásamt því að hafa ótrúlega gaman af sjónum, bát- um, sjóveiði, skotveiði og öllu því sem fylgdi ævintýrinu í Pur- key. Þú varst alla tíð áhrifagjarn prakkari og þegar þú fórst að braggast komstu þér stundum í bobba með röngum ákvörðum. Ég man að það var stundum mikil sorg og mikill grátur í Skagaselinu. Þannig var það nefnilega, lífið lék ekki alltaf vel við þig, elsku Þórir minn, en til allrar hamingju hafðir þú fundið veginn og vonina á ný. Þú stóðst þig eins og hetja, tókst einn dag í einu en þá gerð- ist það, þú varðst bráðkvaddur. Hvað gerðist? Loksins þegar þú varst kominn með von, varst orðinn jákvæður og lífsglaður. Ósanngjarnt, ekki satt? Æi, elsku hjartað mitt, mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að þú hringir ekki aftur í mig, að ég sjái þig ekki aftur og að þú komir ekki aftur í mat. Við sem stefndum á ferð út í Purkey og við vorum nýlega að ákveða að ég skyldi aðstoða þig við að halda matarboð fyrir fjöl- skylduna, hryggur og læri skyldi það vera, það var þitt uppáhald. Það var líka bara svo margt annað sem þú varst að tala um sem þig langaði að gera. Elsku Þórir minn, ég veit að núna ertu kominn á stað þar sem þér líður vel. Það er bara svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn og komir aldrei til baka. En ég er svo þakklát fyrir tímann sem ég hef verið með þér og það sem er mér dýrmæt- ast í minningunni er tíminn með þér þegar þú komst til baka, svo hlýr og góður, jákvæður og brosandi, þú fannst stuðning, ást og hlýju frá okkur í fjölskyld- unni. Þú hlakkaðir til lífsins. Enginn getur breytt því hvernig lífið fer. Enginn getur séð það sem að fyrir ber. Þessi örlög þín ég alls ekki fyrir sá allt önnur endalok ég vil fá. Ég elska þig, engillinn minn. Rósa Johansen. Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Hvíldu i friði, elsku Þórir. Við vitum að pabbi þinn tekur vel á móti þér. Magnús, Fjóla og fjölskylda. Þórir Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku Þórir, stóri frændi og mágur. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals) Ármann, Viktoría Rán, Michael og Emelía Guðrún. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarleg- ar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.