Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 27
skeið, stofnandi Kórs eldri borgara á Suðurnesjum og sat í ferðanefnd Félags eldri borgara þar. Þrátt fyrir mikil störf að leiklistar- málum landsbyggðarinnar var Jónína jafnframt húsfreyja í fremstu röð: „Mamma og pabbi sinntu heimili sínu af kostgæfni og fádæma dugnaði enda bæði mjög fjölhæf. Pabbi byggði húsið okkar í Keflavík, smíð- aði eldhúsinnréttingu og húsgögn en hún yfirdekkti þau, saumaði allar gardínur, saumaði á okkur öll föt, bakaði 10 smákökusortir fyrir jól og var meistarakokkur,“ segir Drífa, dóttir afmælisbarnsins. Fjölskylda Eiginmaður Jónínu var Sigfús Sig- urður Kristjánsson, f. 17.8. 1924, d. 9.7. 2012, yfirtollvörður á Keflavíkur- flugvelli. Foreldrar hans voru Krist- ján Jónsson, f. 1874, d. 1934, búfræð- ingur frá Ólafsdalsskóla og bóndi og útgerðarmaður á Sútarabúðum og Nesi í Grunnavík í Jökulfjörðum, og k.h., Sólveig Magnúsdóttir, f. 10.3. 1888, d. 31.5. 1967, húsfreyja á Nesi og síðast í Reykjavík. Börn Jónínu og Sigfúsar eru Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, f. 9.8. 1951, búsett í Hafnarfirði, en maður hennar er Ágúst Pétursson og eru börn hennar Stefán Páll Jónsson, f. 1972, Ásdís Björg Ágústsdóttir, f. 1981, Ásgeir Sigurður Ágústsson, f. 1983, og Gunnar Ingi Ágústsson, f. 1987; Drífa Jóna Sigfúsdóttir, f. 8.7. 1954, búsett í Reykjanesbæ en maður hennar er Óskar Karlsson og eru börn þeirra Daníel Óskarsson, f. 1972, Rakel Dögg Óskarsdóttir, f. 1980, og Kári Örn Óskarsson, f. 1982; Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, f. 2.2. 1956, búsett í Hafnarfirði en maður hennar er Jóhann Ólafur Hauksson og eru börn þeirra Tómas Tandri Jóhanns- son, f. 1990, og Kristín Kara Jó- hannsdóttir, f. 1993, og Snorri Már Sigfússon, f. 27.10. 1957, búsettur í Reykjavík. Fyrsti eiginmaður Jónínu var Jón Jónsson (Jón frá Ljárskógum), f. 18.3. 1914, d. 7.10. 1945, ljóðskáld. Sonur Jónínu og Jóns er Hilmar Bragi Jónsson, f. 25.10. 1942, búsett- ur í Garði, en kona hans var Elín Káradóttir sem er látin og eru börn þeirra Jón Kári Hilmarsson, f. 1965, og Gyða Björk Hilmarsdóttir, f. 1969. Annar eiginmaður Jónínu var Jó- hann Pétursson, f. 18.2. 1918, d. 3.4. 2006, bóksali í Reykjavík en lengst af vitavörður á Hornbjargsvita. Þau skildu 1948. Sonur Jónínu og Jóhanns er Magnús Brimar Jóhannsson, f. 18.6. 1947, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Sigurlína Júlía Magnúsdóttir og eru börn þeirra Magnús Brimar Wium Magnússon, f. 1973, Sunna Kristín Wium Magnúsdóttir, f. 1975, og Jóhanna Pétur Magnússon, f. 1980. Systkini Jónínu: Hanna Helga, f. 12.8. 1918, d. 15.7. 1938; Margrét, f. 1.2. 1921, d. 12.9. 1999, húsfreyja í Reykjavík; Magnús Jakob, f. 10.2. 1925, d. 22.10. 1941; Rebekka, f. 14.6. 1932, fyrrv. fararstjóri í Kópavogi. Foreldrar Jónínu voru Kristján Einarsson, f. 5.1. 1894, d. 24.3. 1979, sjómaður á Ísafirði, síðar búsettur í Reykjavík, og Katrín Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 5.10. 1897, d. 14.3. 1990, húsfreyja á Ísafirði og í Reykja- vík. Kristján var fæddur í Fremri- Hattardal í Álftafirði og Katrín var fædd í Purkey á Breiðafirði. Úr frændgarði Jónínu Kristínar Kristjánsdóttur Jónína Kristín Kristjánsdóttir Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Svarfhóli Jón Björnsson b. í Svarfhóli í Skötufirði í Djúpi Jónína Gróa Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Einar Sigurðson vinnum. á Ögri og síðar á Ísafirði og í Bolungarvík Kristján Guðlaugur Einarsson sjóm. á Ísafirði, síðast í Rvík Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Hjöllum Sigurður „probbi“ Þorsteinsson b. á Hjöllum í Skötufirði Rebekka Hólmfríður Kristjánsd. fararstjóri og leiðsögum. í Rvík Margrét Kristjánsd. húsfr. á Ísafirði og í Rvík Páll Guðjónsson fyrrverandi bæjarstj. í Mosfellsbæ Kristján Óskarsson flugstj. hjá Icelandair Katrín Elísabet Jónasdóttir húsfreyja á Hellu Helgi Bjarnason b. á Hellu á Fellsströnd Helga Helgadóttir húsfreyja á Ísafirði Magnús Guðbrandsson sjóm. og skipstj. á Ísafirði og víðar Katrín Hólmfríður Magnúsdóttir húsfr. á Ísafirði, síðast í Rvík Sigríður Magnúsdóttir húsfr. í Hákonarbúð á Snæfellsnesi Guðbrandur Guðmundsson sjómaður á Snæfellsnesi Afmælisbarnið Á sínum yngri árum. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 Ólafur Stephensen fæddist áHöskuldsstöðum á Skaga-strönd 3.5. 1731, sonur Stef- áns Ólafssonar prests þar og f.k.h., Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Espi- hóli. Ólafur er ættfaðir Stephensena sem voru valdamesta embættisætt landsins á hans efri árum. Hann var stiftamtmaður, settur amtmaður í Suðuramti, skipaður amtmaður í Vesturamti, en í Norður- og austur- amti sat systursonur hans, Stefán Þórarinsson. Biskupinn á Hólum var hálfbróðir Ólafs og Hannes Finns- son Skálholtsbiskup tengdasonur hans. Þegar Skúli Magnússon var leystur frá embætti fékk sonur Ólafs, Magnús Stephensen, emb- ættið. Kona Ólafs var Sigríður, dóttir Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Ólafur lærði hjá séra Jóni Vídalín í Laufási, útskrifaðist frá Hólaskóla 1751 og lauk lögfræðiprófi frá Hafn- arháskóla 1754. Hann var bókhald- ari við Innréttingarnar, settur vara- lögmaður norðan og vestan 1756, varð aðstoðarmaður Magnúsar Gíslasonar amtmanns 1764 og tók við embætti hans 1766. Þegar land- inu var skipt í tvö ömt 1770 varð hann amtmaður í Norður- og Austuramti, en þegar Suður- og Vesturamtinu var skipt í tvennt 1787 varð hann amtmaður í Vesturamti og jafnframt stiftamtmaður 1790. Ólafur bjó á Leirá í Leirársveit, á Bessastöðum, Elliðavatni, í Svið- holti, á Innra-Hólmi og loks í Viðey. Ólafur samdi ritgerðir í lærdóms- listafélagsritin og samdi reiknings- bók: Stutt undirvísun í reikningslist- inni og algebra, útgefin í Kaupmannahöfn árið 1785. Magnús, sonur hans, bætti við ritið, m.a. um tugabrot, en bókin var löggilt sem kennslubók í Skálholti og á Hólum. Ólafur þótti ráðdeildarsamur, gætinn og traustur og duglegur embættismaður. Hann var lengst af með auðugustu mönnum landsins. Hann fékk lausn frá embætti 1806 og ábúð í Viðey endurgjaldslaust, og lést í Viðey 11.11. 1812. Merkir Íslendingar Ólafur Stephensen 95 ára Jónína Kristjánsdóttir 90 ára María Gísladóttir Sigríður Ólafsdóttir 85 ára Gyða Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir 80 ára Birgir Lúðvíksson Guðmundur M.J. Björnson Kári Ævar Jóhannesson Loftur Andri Ágústsson 75 ára Gísli Garðar Óskarsson 70 ára Ásgeir Sigurgestsson Bjarni Halldór Kristinsson Brynja Guðjónsdóttir Gunnar Pétur Pétursson Hólmfríður Árnadóttir Ingimar Jóhannsson Magnea Gestsdóttir Magnús K. Sigurjónsson Þorsteinn Aðalbjörnsson 60 ára Arnar Sigmarsson Álfheiður S. Guðmundsdóttir Benóný Guðjónsson Bjarni Steingrímsson Guðmundur Ólafur Ingólfsson Hallgrímur Stefánsson Heiða Hafdísardóttir Helgi Bjarnason Hervör Lilja Þorvaldsdóttir Lára Guðmundsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Margrét Sigríður Halldórsdóttir Margrét Sigurðardóttir Ólafur Sævar Elísson Sigríður Jóhannsdóttir 50 ára Ásta Emilsdóttir Dagný Hafsteinsdóttir Gina Rós Ereno Guðmundur Kristján Unnsteinsson Halldór Hólm Harðarson Hildur Benediktsdóttir Hjördís Eydal Hrönn Benediktsdóttir Pétur Einarsson Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir Sigurður M. Garðarsson Þorsteinn Kristbjörnsson 40 ára Anna Cecilia Inghammar Auðna Ýrr Oddsdóttir Berglind Þóra Sigurðardóttir Daði Hendricusson Emelene Castillo Alegre Guðjón Egill Guðjónsson Hrafn Sævaldsson Joanna Maria Szopa Jóhanna Aradóttir Magnús Óskar Magnússon Magnús Þór Snæbjörnsson Nanette Juarez Valeriano Sigríður Björg Sigurðardóttir Sigurgeir Gunnarsson Örlygur Trausti Jónsson 30 ára Heiðar Guðni Heimisson Oleksandra Jonina Valdimar Þengilsson Til hamingju með daginn 40 ára Sigurgeir stund- aði fullorðinsfræðslu og býr í Tindaseli í Reykjavík. Systkini: Ragnar, f. 1958; Jón Valdimar, f. 1959; d. 1982; Jóhann, f. 1962; Gunnar Ingi, f. 1964, d. 2002; Ólafía Vigdís, f. 1965; Sigrún Edda, f. 1966, og Ingiberg, f. 1969.. Foreldrar: Sigrún J. Jónsdóttir, f. 1940, og Gunnar Sigurgeirsson, f. 1942, d. 2011. Sigurgeir Gunnarsson 40 ára Sigga Björg býr í Reykjavík, lauk MFA-prófi í myndlist frá The Glas- gow School of Art og er myndlistarkona. Maki: Mikael Lind, f. 1981, tónilistarm. og málfr. Dóttir: Klara Vilborg Lind, f. 2013. Foreldrar: Herdís Tómas- dóttir, f. 1945, textíl- listakona, og Sigurður Oddsson, f. 1940, d. 2009, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og trésmiður. Sigríður Björg Sigurðardóttir 40 ára Hrafn ólst upp í Vestmannaeyjum, býr þar, er að ljúka MBA-prófi frá HÍ og er nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá Þekking- arsetri Vestmannaeyja. Maki: Helga Björg Garð- arsdóttir, f. 1972, kennari. Sonur: Aron, f. 2014. Foreldrar: Sævaldur Elí- asson, f. 1948, fyrrv. skip- stjóri á Herjólfi, og Svan- björg Oddsdóttir, f. 1951, kennari. Þau búa í Vest- mannaeyjum. Hrafn Sævaldsson TORMEK Brýnsluvélar s Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni um 300% Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 48.200 Allar stýringar fyrirliggjandiOpið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is t Tormek T-8 er uppfærsla á T-7 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni. Verð: 95.180 Verslunin Brynja er umboðsaðili TORMEK á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.