Morgunblaðið - 03.05.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
GOTT ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
Á UNGA FÓLKIÐ
Verið velkomin til
okkar í sjónmælingu
Afgreiðum samdægurs
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ýmis tækifæri bíða á framabrautinni
næsta árið. Kemurðu einhverju til skila eða
hróparðu í tómið? Það skiptir ekki máli, bara
það að þú talir frá hjartanu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þig langi að hafa hönd í bagga
með öðrum eru mál þeirra stundum utan og
ofan við þitt færi. Haltu því ótrauður áfram
og fylgdu málinu allt til enda.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Flanaðu ekki að neinu, heldur tékk-
aðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar
þú grípur til aðgerða. Ekki skella skollaeyrum
við því sem þú veist að er rétt og hjálpar þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
flýta sér, ekki í akstri, kaupum, sölu eða á
stefnumóti. Allt er það gott en varastu of-
metnað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns
skemmtanir ráða ríkjum í dag. Flas er hreint
ekki til fagnaðar og því er best að stíga var-
lega til jarðar, sérstaklega í nýju sambandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú vilt heyra sannleikann ómeng-
aðan verður þú líka að vera viðbúinn því sem í
honum felst. Haltu þig við efnið, það verður
þess virði þegar upp er staðið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Íhugaðu vandlega allar beiðnir sem þú
færð um aðstoð. Ef þú treystir þér ekki til
þess að segja „nei“ skaltu að minnsta kosti
prófa að segja „kannski“.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Áhugi þinn á hinu dulræna ýtir
undir löngunina til að ráða krossgátu eða
horfa á sakamálamynd. Byrjaðu daginn á því
að tala einungis vel um sjálfan þig, þannig
leggurðu grunn að jákvæðum degi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér ætti að ganga vel á heimilinu
og í fasteignaviðskiptum. Taktu því rólega, og
leyfðu hinum aðilanum að heilla þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu ekki að berjast til forystu í
ákveðnu máli því hún er ekki þitt hlutskipti að
svo stöddu. Nú er bara að sýna staðfestu og
sigla málunum í örugga höfn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sjaldan er ríkari ástæða til að
gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í al-
gleymingi. Vertu opinn fyrir ólíku fólki en
skemmtu þér fyrst og fremst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt auðvelt með að koma þér beint
að efninu og gildir þá einu hver í hlut á. Vertu
því ekki að safna í sarpinn, það dreifir athygl-
inni.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkirfyrir norðan:
Sá ég einn á himni hauk
huga að þresti eða gauk.
Vakna gömul gró og fræ.
Gleðilegan fyrsta maí!
Sigrún Haraldsdóttir sagðist á
Leirnum í gær hafa hripað niður
þetta ljóð í gær – „ef ljóð skyldi
kalla“!:
Ég sá hann í morgun
hér suður í mó
þennan kæra
kjarkaða gest
hann sveif þar á vængjum
fótlangur fugl
yfirleit óðal sitt
mitt barnslega hjarta
bærðist svo kátt
er vall hann
sitt vorbjarta lag
ég hvíslaði velkominn spói
vinur minn
velkominn heim
Á sunndaginn var þetta erindi
eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á
Boðnarmiði:
Syngið nú þrestir um sól og hreiður og vor
því sól skín í heiði og moldin ber angan af
grósku.
Nú öðlast á svipstundu aflið sitt, gleði og þor
allir sem veturinn fyllti af leiða og þrjósku.
Ingólfur Ómar var rómantískur
eins og honum er eiginlegt þegar
hann heilsaði Leirverjum á sunnu-
daginn með þeim orðum að nú væri
vor í lofti og það yljaði manni um
hjartarætur:
Vaknar jörð af værum blund
vonir lífsins glæðast.
Batnar tíðin braggast lund
og blessuð lömbin fæðast.
Fossa lækir fram af brún
fjallahringur blánar.
Gróa reitir grænka tún
gróðurmoldin þánar.
Syngja þrestir sætum róm
í sunnan hlýjum þeynum.
Sólin glitrar bruma blóm
blikar dögg á greinum.
Snemma í gærmorgun vaknaði
hann við glaðan þrastasöng;
Vonir kvikna, vaknar þrá
vetrarkyljur þagna.
Kvaka þrestir kvistum á
komu vorsins fagna.
Það kveður við annan tón hjá
Ágústi Marinóssyni sem yrkir af
sama tilefni:
Svefninn er rofinn hér síðla nætur
og sálin fer öll í hnút.
Ég hugleiði snöggvast að fara á fætur
og fylgja kettinum út.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fuglar norðan lands og sunnan
Í klípu
„ANDINN MUN NÚ SVARA
SPURNINGUM YKKAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ MÁ EKKI ÝTA Á EFTIR
NAUTAGRÝTUNNI MINNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann eldar
fyrir þig og vaskar upp.
AÐ
VAKNA
ÉG ER Í SVO
GÓÐU SKAPI!
FYRIR TVO SILFUR-
PENINGA MEGIÐ ÞIÐ
EIGA KASTALANN!
KREPPUTÍÐ EYÐILEGGUR ALLT FJÖR
VIÐ ÞAÐ AÐ VERA VÍKINGUR!
HVAÐ GÆTI MÖGULEGA
FARIÐ ÚRSKEIÐIS?
NAUÐUNGARUPPBO
Ð
ANDAGLAS NEIJÁ
BLESS
Víkverji brá sér á dögunum í nokk-urra daga ferð til Búdapest og
getur ekki annað sagt en að hann hafi
heillast af þessari fögru borg á bökk-
um Dónár. Búdapest iðar af mannlífi
og auðvelt er að gleyma sér við að
skoða fjölbreyttan arkitektúr borgar-
innar þar sem ægir saman hinum
ýmsu stílbrögðum, frá nýklassík til
art deco og innan um nýrri bygg-
ingar, oftast ljótari, eins og til dæmis
Marriott-hótelið, gler og steypa í
anda brútalisma, sem sumum finnst
svo óaðlaðandi að þeir setja aðeins
það eitt skilyrði þegar þeir setjast á
veitingastað: að þaðan sjáist hvergi í
hótelið.
x x x
Þinghúsið er ein fegursta byggingborgarinnar, stendur Pestar-
megin við Dóná og er magnað að sjá,
hvort heldur sem er í dagsbirtu eða
upplýst í náttmyrkri. Þinghúsið var
vígt 1896 á þúsund ára afmæli Ung-
verjalands og klárað 1904. Á þeim
tíma var mikið blómaskeið í Búdapest
og áttu ungverskir rithöfundar eftir
að skrifa um þennan tíma í borginni
af svipaðri eftirsjá og angurværð og
Stefan Zweig um tímann fyrir styrj-
aldirnar tvær í Veröld sem var, þótt á
sínum tíma hafi mörgum þótt nóg um
heimsborgarbraginn og talið að hann
gerði að verkum að góðir siðir
gleymdust og lausung gripi um sig.
x x x
Ungverska er ekki sérlega aðgengi-leg. Ungverskur viðmælandi
Víkverja hélt því fram að ungverska
væri næsterfiðasta tungumál heims á
eftir kínversku. Ungverska tilheyrir
flokki finnó-úgrískra tungna ásamt
finnsku og eistnesku. Viðmælandinn
kvaðst þó efast um að sá skyldleiki
væri náinn. Í það minnsta skildi hann
ekki bofs í finnsku og sæi ekki að mál-
in ættu neitt sameiginlegt. Fyrir Vík-
verja eiga þessi tungumál það sam-
eiginlegt að vera eins og lokuð bók.
Til marks um óaðgengileika ung-
verskunnar er að hið einfalda orð skál
verður á ungversku egészségedre.
Með því er mælt fyrir góðri heilsu, en
þó verður að hafa gát því að ekki má
mikið út af bera til að úr verði að
mæla fyrir góðum afturenda og þá
gæti sá sem skálar verið kominn í
klípu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur
til föðurins, nema fyrir mig.
(Jóh. 14:6)