Morgunblaðið - 03.05.2017, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 8. maí
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem
vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir
og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og
lýsing ásamt mörgu öðru.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Úthlutað var úr Kex ferðasjóði
öðru sinni í gær á Kex hosteli til
valinna tónlistarmanna og hljóm-
sveita. Tónlistarkonan Sóley hlaut
250 þúsund krónur fyrir tónleika-
ferð sína um Evrópu, hljómsveitin
Amiina sömu upphæð fyrir tón-
leikaferð til Kína, Glerakur 100
þúsund krónur fyrir tónleikaferð
um Evrópu, JFDR 100 þúsund fyrir
tónleikaferð um Evrópu, Vök 100
þúsund fyrir tónleikaferð um Evr-
ópu, Milkywhale 100 þúsund fyrir
tónleikaferð um Evrópu og Pétur
Ben 100 þúsund fyrir tónleikaferð
um Evrópu.
Í úthlutunarnefnd voru Arnar
Eggert Thoroddsen, Elísabet Indra
Ragnarsdóttir, Ragnheiður Eiríks-
dóttir, Lárus Bl. Sigurðsson og
Benedikt Reynisson. Kex hostel
hleypti sjóðnum af stokkunum í
fyrra með það að markmiði að
styrkja íslenskt tónlistarfólk til út-
rásar og styðja við bakið á þeim í
tónleikaferðum. Lokað var fyrir
umsóknir 28. febrúar og bárust 30
umsóknir.
Morgunblaðið/Kristinn
Sóley Hlýtur 250 þúsund króna styrk úr ferðasjóði Kex.
Sjö verkefni styrkt af
ferðasjóði Kex hostels
verður til lítill og sjálfstæður heim-
ur; vatnið gengur í hringi og jarð-
vegurinn framleiðir koldíoxíð sem
plönturnar breyta í súrefni þegar
dagsbirtan nær til þeirra. „Áhorf-
endur geta séð ljóstillífun eiga sér
stað í þessum lokaða heimi,“ segir
hún.
Æsa Saga bætir við að hún sé
mjög áhugasöm um hræringar nátt-
úrunnar og að vinna með þær í verk-
um sínum á þann hátt að hin stóru
náttúrukerfi verði skiljanlegri í lista-
verkum. Hún segir sjónlistir góðan
vettvang til að takast á við ógnarstór
og iðulega flókin náttúruleg fyrir-
bæri, eins og þær vinkonur kjósa að
gera á sýningunni. Það sé eftirsókn-
arvert að ná að gera fyrirbærin skilj-
anlegri.
Vinkonurnar segja báðar ánægju-
legt að hittast að nýju hér á landi og
vinna saman að sýningunni, enda sé
sterkur samhljómur milli áhuga-
sviða þeirra í listinni.
Sarah Maria var um tíma hér á
landi í fyrra, í gestavinnustofu, og er
farin að tala svolitla íslensku, sem
henni finnst mjög áhugaverð. Hún
stefnir á að komast aftur hingað til
lands til dvalar og þá í skiptinám við
LHÍ. Hvað verk hennar varðar var
það stjörnuhimininn yfir Íslandi sem
vakti áhuga hennar.
„Skúlptúrinnsetning mín hér í
Norræna húsinu byggir á því sem ég
kalla „pinhole“-kort af stjörnum. Ég
kalla verkið Deep time – Distant
past,“ segir Sarah.
„Frá Svíþjóð er ég líka vön vetr-
armyrkrinu, mörgum dimmum mán-
uðum, en uppgötvaði að hér er það
gjörólíkt!“ Hún reyndi að taka
myndir af stjörnum en fannst það
erfitt, því skynjunin var ekki sú
sama og tæknin fangaði, auk þess
sem túlkun himingeimsins sé handan
mannlegrar skynjunar. Hún kaus þá
að vinna með þennan mun á skynj-
uninni og veruleika og afraksturinn
má sjá á sýningu þeirra Æsu Sögu.
efi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Skiljanlegri Vinkonurnar Æsa Saga Otrsdóttir Árdal og Sarah Maria Yasdani segja verkin byggjast á ljósi.
Verk úr birtu og myrkri
Æsa Saga Otrsdóttir Árdal og Sarah Maria Yasdani sýna
skúlptúrverk um náttúrufyrirbæri í Norræna húsinu
Á sýningu þeirra Æsu Sögu Otrs-
dóttur Árdal og Söruh Mariu Yas-
dani, sem verður opnuð á efri hæð
Norræna hússins í dag klukkan
17.30, má segja að sól og stjörnur –
ljós og myrkur – séu kveikjan að
verkunum. Sýningin nefnist Yfir/
Undir himnarönd. Þær Æsa Saga og
Sarah Maria kynntust í myndlistar-
fornámi í Stokkhólmi, þar sem sú
síðarnefnda leggur nú stund á
myndlistarnám í Konstfack-
listaháskólanum, en Æsa, sem er
hálfíslensk en ólst upp í Svíþjóð, hef-
ur hins vegar undanfarið ár lagt
stund á myndlist í Listaháskóla Ís-
lands.
Vinkonurnar segjast sýna sitt-
hvora skúlptúrinnsetninguna.
„Bæði verkin byggja á fyrirbær-
inu ljós,“ segir Æsa Saga og bætir
við að á sýningunni mætist tvö kort
yfir tíma, eitt fyrir ofan og hitt fyrir
neðan sjóndeildarhringinn. Í inn-
setningu hennar eru glerkrukkur
með plöntum í og í hverri þeirra
Sandra Rún Jónsdóttir, útskriftar-
nemi af námsbrautinni Skapandi
tónlistarmiðlun í Listaháskóla Ís-
lands heldur tónleika í Tjarnarbíói í
kvöld, miðvikudag, klukkan 19.
Sandra Rún hefur samið námsefni
fyrir bjöllukór og er eftir útskrift á
leið utan í frekara nám í tónlistar-
viðskiptum. Tónleikarnir eru hluti
af Útskriftarhátíð Listaháskóla Ís-
lands 2017.
Sandra Rún ákvað að sameina
áhuga sinn á útsetningum og sam-
spili og búa til námsefni. Hún valdi
að gera efni fyrir bjöllukór, þar
sem ekkert íslenskt er til fyrir þá
tegund af samspili og til að nýta
sérþekkingu sína á þess konar sam-
spili. Í tilkynningu frá LHÍ segir að
námsefnið sé miðað við að geta nýst
í yfir tvö ár og er sett saman af 24
útsetningum af blönduðum íslensk-
um lögum. Ásamt útsetningunum
verða leiðbeiningar um ýmiss kon-
ar nálgun við leik á bjöllur. Flytj-
andi á tónleikunum í Tjarnarbíói í
kvöld er Bjöllukór Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar (Bjöllukór Ís-
lands).
Sandra Rún hóf tónlistarnám við
Tónlistarskólann í Sandgerði sex
ára gömul og þá á píanó. Hún skipti
yfir á flautu átta ára og bætti við
sig trompeti þegar hún var þrettán
ára. Hún lauk miðprófi á þverflautu
og grunnprófi á trompet. Hún hef-
ur leikið með ýmsum hljómsveitum
og sungið í kórum.
Lokatónleikar með útsetn-
ingum fyrir bjöllukór
Tónlistarkonan Sandra Rún gerði
útsetningar fyrir bjöllukór.
„Hvað má læra af átökunum milli
FÍM og SÚM haustið 1969?“ er heiti
fyrirlestrar sem Halldór Björn
Runólfsson sem flytur í Safnahús-
inu við Hverfisgötu í hádeginu í
dag, miðvikudag, milli kl. 12 og 13.
Fyrirlesturinn er sá fjórði og síðasti
í fyrirlestraröð sem Listfræða-
félagið hefur staðið fyrir nú í vor í
samvinnu við Safnahúsið.
Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar
er Átakalínur í íslenskri myndlist.
Markmiðið er að kynna rannsóknir
félagsmanna á lykiltímabilum í ís-
lenskri list á liðinni öld þar sem
átök á milli ólíkra hugsjóna og
stefna voru áberandi í umræðunni.
Hvað efni fyrirlestrar Halldórs
Björns varðar liggja rætur átak-
anna í höfnun stjórnar FÍM (Félags
íslenskra myndlistarmanna) á risa-
verki Rósku (1940 - 1996) „Aftur-
hald, kúgun, morð,“ frá 1969, núna
í eigu Listasafns Reykjavíkur, sem
listakonan sendi á samsýningu fé-
lagsins. Spunnust um það hat-
rammar deilur. Halldór Björn
hyggst skoða ýmsar hliðar málsins;
rætur þessara ákveðnu átaka og
sérstöðu þeirra í ljósi annarra
átaka í sögu íslenskrar 20. aldar
listar, eðlis nýsköpunar og tak-
marka í framvindu myndlistar og
vitundar um slíkt ferli, auk tak-
marka listræns skilnings.
Halldór Björn fjallar um
átök félaga FÍM og SÚM
Morgunblaðið/Einar Falur
Listfræðingur Halldór Björn Run-
ólfsson fjallar um átök listamanna.