Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 33

Morgunblaðið - 03.05.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 Fyrsta æfing á verkinu 1984, sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins um miðjan september, fer fram í Borgarleik- húsinu í dag. Leikritið er byggt á hinni þekktu og vinsælu skáldsögu George Orwell frá árinu 1949 og er þess getið í tilkynningu frá leikhús- inu að sala á bókinni hafi stóraukist í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump var kjörinn forseti og bókin m.a. selst upp á vef Amazon í byrj- un árs. Leikgerðin er eftir Robert Icke og Duncan Macmillan og eins og frægt er er stórum spurningum varpað fram í verkinu, m.a. hvað sé sannleikur og hvað blekking í eftir- litssamfélagi þar sem stundaðar eru símhleranir og eftirlitsmynda- vélar fylgjast með hverju skrefi þegnanna. Leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson og leikarar eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannesdóttir, Þór- unn Arna Kristjánsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Valur Freyr Einars- son, Haraldur Ari Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson. Þýðing er í höndum Eiríks Norðdahl, Sigríður Sunna Reynisdóttir sér um búninga og leikmynd, Björn Bergsteinn Guðmundsson um lýsingu og Garð- ar Borgþórsson um hljóðmynd. Fyrsta æfing á 1984 í Borgarleikhúsinu 1984 Úr kvikmyndinni 1984 sem byggð er á bók Orwells. Yfirvaldið, „Stóri bróðir“, fylgist með kúguðum þegnum sínum. Það þýðir ekkert að gerakröfur um að handritið ségott í svona mynd“ eða„þetta er bara hasarmynd, handritið skiptir engu máli“ eru fras- ar sem maður heyrir gjarnan þegar rætt er um kvikmyndir á borð við The Fast and the Furious, sem með þeirri nýjustu eru orðnar átta tals- ins, ótrúlegt en satt. Fleiri en Police Academy-gamanmyndirnar sem voru álíka kjánalegar. Að vissu leyti er hægt að taka undir þetta, hand- ritið er nánast aukaatriði í hasar- myndum á borð við þessar, kvik- myndir sem snúast um lítið annað en sköllótt vöðvatröll og slagsmála- hunda, hraðskreiða bíla, skotvopn og sprengjur og föngulegar konur. En þegar 250 milljónum Bandaríkjadala er varið í framleiðsluna, jafnvirði 26,5 milljarða króna (!), má alveg gera dálitlar kröfur til handritshöf- unda, í það minnsta að sagan sé áhugaverð eða sniðug. Ef við lítum t.d. til síðustu kvikmynda um njósn- arann James Bond hefur tekist prýðilega að sameina þetta tvennt, gott handrit og tilkomumikinn hasar og því má alveg gera kröfur um sæmilegt handrit, þó svo að hér sé á ferðinni F&F-hasarmynd. Það er engu líkara á köflum en að tveir drengir í bílaleik hafi samið söguna. „Svo kemur minn og bjargar þínum og svo kemur kafbátur upp úr vatn- inu og eltir bílinn þinn,“ o.s.frv. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að ég hef gaman af góðum has- armyndum og þær mega alveg vera kjánalegar fyrir mér, svo lengi sem þær eru skemmtilegar og góð af- þreying. Gallinn við The Fast and the Furious 8 (sem heitir í Banda- ríkjunum The Fate of the Furious) er hins vegar að hún er ekkert sér- staklega skemmtileg en löng og vel unnin hasaratriði bjarga henni fyrir horn. Og þar er gengið ansi langt í kjánaskap sem þarf ekki endilega að koma að sök. Í stuttu máli er sagan sú að Dom- inic Torretto (Vin Diesel), kallaður Dom, forsprakki ökuþóranna bál- reiðu sem myndirnar fjalla um, gengur til liðs við glæpakvendið og hryðjuverkamanninn Cipher (Char- lize Theron) og svíkur um leið vini sína. Ástæðan fyrir þessum um- skiptum Doms er mikil ráðgáta og svarið fæst ekki fyrr en í seinni hluta myndar sem verður furðulega væm- inn, með áherslu á mikilvægi fjöl- skyldunnar. Dom fær hin ýmsu glæpaverkefni hjá Cipher sem hann virðist einn geta leyst, t.a.m. að ræna af rússneskum ráðherra tösku sem inniheldur skotkóða fyrir kjarn- orkuflaugar í kafbáti einum langt norður í hafi. Dom er sumsé kominn í stríð við sína gömlu vini sem reyna allt hvað þeir geta að stöðva hann. Þeim berst óvæntur liðsauki í göml- um óvini, málaliðanum Deckard Shaw (Jason Statham) en allt virðist þó stefna í að glæpakvendið Cipher fremji skelfileg hryðjuverk með því að beita kjarnorkuvopnum. Flakkað er milli borga og staða í myndinni í anda Bond- og Jason Bo- urne-mynda og hefst hún á æsilegum kappakstri í Havana þar sem Dom sýnir hvað í honum býr. Þar er tónn- inn fyrir myndina strax sleginn, að- dragandi kappakstursins er kjána- legur metingur tveggja karlmanna og engu líkara en leikstjórinn hafi haft rappmyndbönd í huga við tökur því linsunni er margoft beint að þrýstnum þjóhnöppum fáklæddra, ungra kvenna. Hvert hasaratriðið tekur svo við af öðru, með örstuttum hléum sem einkennast af heldur inni- haldsrýrum samtölum og kjánaleg- um pissukeppnum. Tilkomumest hasaratriðanna er bílaeltingaleikur í New York þar sem Cipher tekst að hakka sig inn í aksturstölvur tuga ef ekki hundraða bíla með undra- skjótum hætti og fjarstýra þeim á ógnarhraða eftir götum borgarinnar, án þess þó að keyra niður gangandi vegfarendur. Bílum rignir m.a. ofan af efstu hæð bílastæðahúss sem er með frumlegri og skemmtilegri hug- myndum handritshöfunda. En þegar kjarnorkukafbátur var farinn að elta sportbíla á ísilögðu Mývatni (atriðið var tekið þar) undir lok myndar var mér farið að leiðast þófið þó að vissu- lega hafi það allt saman verið listi- lega útfært. F8 er ágætisafþreying sem geldur fyrir slakt handrit og heldur kjána- lega sögu en hasarinn bjargar bíó- ferðinni að mestu leyti. Leikurinn er heldur tilþrifalítill þó að Theron skili sínu vel sem hið tilfinningalausa háskakvendi, ísköld og stórhættuleg og Helen Mirren á stutta og skondna innkomu. Harðhausarnir eru í sínum gamla og kunnuglega gír. Statham er þar fremstur meðal jafningja, kjaftfor mjög og fimur með endem- um, þó að orðinn sé 49 ára. Johnson reynir að halda í við hann og á ágæta spretti en Diesel er gjörsamlega freðinn sem fyrr. Einhvern tíma lýsti íslenskur kvikmyndagagnrýnandi öðrum freðnum hasarleikara, Steven Seagal, með þeim hætti að hann væri ísskápur með tagl. Vin Diesel er þá væntanlega frystikista með bílpróf. Þvingaður Vin Diesel í hlutverki Dom og Charlize Theron sem hryðjuverkakvendið Cipher í The Fast and the Furious 8. Cipher fær Dom til þess að fremja glæpi fyrir sig en ástæðan fyrir því að Dom gerir það er ráðgáta. Laugarásbíó, Smárabíó, Há- skólabíó, Borgarbíó og Sam- bíóin Egilshöll og Álfabakka Fast and the Furious 8/ The Fate of the Furious bbmnn Leikstjóri: F. Gary Gray. Handrit: Chris Morgan og Gary Scott Thompson. Aðalleikarar: Charlize Theron, Dwayne Johnson, Vin Diesel, Michelle Rodriquez og Jason Statham. Bandaríkin, 2017. 136 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Ískalt háskakvendi og freðið hörkutól Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík | 530 5900 | poulsen.is BREMSUHLUTIR MINTEX Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.50SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 10.25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.