Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 19
Sumarlegt Blómstrandi Skånsk Sukkerpære eða skánskt sykurperutré. upp sumarið áður en þau bera ávöxt og eftir sumarið í fyrra þá geta ávaxtatrjáaeigendur á suðvestur- horninu leyft sér að vera vongóðir um góða blómgun þetta sumarið. Veður- far þessa sumars mun hins vegar ráða úrslitum um það hversu vel ávöxtunum gengur síðan að þroskast og dafna. Mælir með sumaryrkjum fyrir byrjendur Ávaxtatré þroskast mishratt og þetta er nokkuð sem vert er að hafa í huga þegar valin eru ávaxtatré til gróður- setningar í garðinum heima. Þannig eru sum ávaxtatré sumaryrki, önnur haustyrki og enn önnur vetraryrki, en tíminn vísar til árstímans sem ávextirnir eru að ná fullum þroska á sínum heimaslóðum. Ólafur Sturla segist mæla með því við þá sem koma til hans í Nátthaga að þeir velji sér sumaryrki. Sér- staklega þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í ávaxtaræktinni. „Ég hef það fyrir venju að benda fólki á að velja eitt sumaryrki, þar sem aldinin eiga að vera að þroskast í ágúst eða byrjun september og svo eitt haust- yrki sem þroskast þá í september.“ Hann bendir á að með þessu móti þá þurfi menn ekki að drífa sig í að borða alla uppskeruna á sama tíma, takist þeim að fá ávexti á trén, heldur sé ávöxtur síðara trésins þannig að þroskast þegar uppskeran á því fyrra er búin. Sömuleiðis sé um að gera að velja yrki sem hafa svolítinn geymslutíma. „Sum sumaryrkin eru þannig að mað- ur á helst bara að borða þau strax, því þau geymast kannski viku í ísskáp á meðan önnur geymast betur. Maður vísar fólki í gegnum þennan frum- skóg með hverju einasta ávaxtatré sem maður selur.“ Nái ávextirnir síðan ekki að taka út fullan þroska áður en spáð er miklu haustfrosti, þá sé um að gera að tína þá og setja í skál á stofuborðinu og leyfa þeim að taka út þroskann þar. „Þegar komið er fram í október og von er á miklu frosti þá er um að gera að tína ávextina og láta þá eftir- þroskast,“ útskýrir hann og segir 1-2 vikur í skál á borðinu geta dugað ávöxtunum til eftirþroskunar að verða tilbúnir til átu. „Eplin þola þó alveg vægt frost meðan þau eru ennþá á trénu.“ Þarf góðan forðapúða við ræturnar Ekki er enn komið mikið af plöntum á sölusvæði Nátthaga fyrir sumarið, en ávaxtatrén eru þó komin út og segist Ólafur Sturla nota tækifærið og kenna fólki að móta trén með klipp- ingu á meðan þau eru tiltölulega blað- laus. „Þá sér fólk hvernig það á að halda áfram að móta trén,“ útskýrir hann. Trén koma mjög vel undan vetri þetta árið og lítið mál er að gróður- setja ávaxtatré núna þar sem jörðin er frostlaus. Einnig eru haustgróð- ursetningar sérlega árangursríkar og þá er varla nokkur þörf á vökvun. „Ég hef gróðursett ávaxtatré um há- vetur, þegar jörð er þíð og það hefur ekki skaðað þau.“ Eigi ávaxtatrénu að líða vel frá byrjun, þá mælir Ólafur Sturla með því að góður forðapúði sé útbúinn fyr- ir rætur trésins. „Ef við tökum aldin af trjánum þá erum við að taka við fullt af næringu frá trénu. Tréð var þegar búið að nota fullt af næringu til að búa til ávextina og þess vegna þarf jarðvegurinn að koma til móts við það með meiri næringu.“ Því sé um að gera að búa til góðan jarðvegspúða fyrir hvert tré. Staur til stuðnings Mælt er með að fólk grafi um 60 cm djúpa holu þegar það gróðursetur ávaxtatré. „Þá er ég bara að tala um þessa venjulegu rótardýpt,“ útskýrir Ólafur Sturla. Annars grefur fólk jafn langt niður og það kemst. Stundum er einhver fyrirstaða og þá má alveg hafa holuna breiðari í staðinn og koma næringunni þannig fyrir til hliðanna.“ Nota má rothaugamassa eða annan lífrænan áburð í forðapúð- ann til helminga við moldina. Síðan þarf að gefa trjánum áburð í byrjun maí á hverju ári svo þau nái að flytja hann tímalega upp í laufblöðin og svo aftur í byrjun júlí. Mælt er með um 40-50 g af alhliða áburði fyrir hvert tré. „Trén gera ekkert ef þau svelta,“ segir Ólafur Sturla. Ávaxtatré þurfa sömuleiðis að fá góðan staur sér til stuðnings þegar þau eru gróðursett. „Þau eiga ekki að svigna í vindinum, heldur þurfa þau að hafa staur á meðan þau eru að rót- festa sig,“ segir Ólafur Sturla og mælir með að staurinn sé hafður við tréð í að minnsta kosti þrjú ár. Vera duglegur að skrifa niður nöfnin Þegar keypt eru tré sem þegar eru með blómum, geta þeir ávextir stund- um náð að þroskast það sumarið. Ekki er hins vegar óeðlilegt að það komi 2-3 ára hlé eftir það og jafnvel lengur áður en ávextir koma aftur á tréð. Ólafur Sturla mælir með að fólk sé duglegt að skrifa niður nöfnin á þeim ávaxtatrjám sem það kaupir og stað- setningu þeirra í garðinum. „Með því móti er auðveldara fyrir sérfræðinga eins og mig að svara spurningum á borð við það af hverju það komi engin blóm á tréð,“ segir hann. „Þetta er líka mikilvægt til að hægt sé að safna áfram í reynslubankann yfir það hvaða ávaxtatrjáaryrki pluma sig og við hvaða aðstæður.“ Sjálfur er hann þakklátur Upp- byggingarsjóði Suðurlands fyrir að styrkja tilraunavinnuna sína, enda sé hún töluverður fjárhagslegur baggi á ekki stærra fyrirtæki. „Ég kemst ekki alltaf yfir allt sjálfur og læt starfsfólk mitt aðstoða við ýmis verk tengd tilrauninni, jafnhliða því að reka fyrirtækið sem á að standa undir sér. Fyrsta styrkupphæðin kemur í hús í haust haldi ég fullum dampi áfram!“ annaei@mbl.is Litla hitabreytingu þarf til að ávaxtatré þrífist mun betur á Íslandi en þau gera almennt og þau eru fljót að jafna sig þegar sumarið er gott FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 19 Það er komið sumar! Fallegar, gróskumiklar plöntur Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur, rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir. Mikið úrval af hengiplöntum. Fagleg ráðgjöf um val á plöntum! Annað nauðsynlegt í garðinn Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl. A R G U S 06 -0 30 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.