Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Askalind4,Kópavogi
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
w
w
w
.h
el
iu
m
.is
Slá uvél með dri
B&S 450E mótor
Hækkun í einu handfangi
55 lítra graskassi
Frábær heimilisvél
Lúxus slá uvél með dri
B&S 625E mótor, auðveld gangsetning
Tvískiptur slá uhnífur, slær 2svar
70 lítra kassi, "notendavænn"
Frábær vél í estan slá
S ga Collector 46 SB S ga TwinClip 50 SB
Sjálfskiptur lúxus slá utraktór
Kawazaki FS600V mótor, þrýs smurður
Notendavænt sæ og stýri
320 lítra graskassi
Frábær traktór í stærri svæði
S ga Estate 7102 H
Léttu þér lífið
með Stiga sláttuvél
Sumir mikla það fyrir sér að halda
grillinu hreinu. Einar segir alls ekki
flókið að halda grillinu í horfinu ef
nokkrum einföldum ráðum er fylgt:
„Dugar yfirleitt að fjarlægja mestu
óhreinindin jafnóðum, með grill-
burstum og klútum. Næst þegar
kveikt er upp í grillinu og það látið
hitna sér loginn um að brenna burt
restina af óhreinindunum.“
Til að maturinn brenni síður við
grillgrindina og til að fá fallegar
rendur á matinn er gott að bera mat-
arolíu á grindurnar . Einnig eru til
sérstakir grillhreinsiklútar sem auð-
velda þrif. „Klútarnir sem við seljum
virka ótrúlega vel og leysa upp fitu
og önnur óhreinindi. Þarf einfaldlega
að strjúka yfir óhreinu fletina, og svo
er klútnum hent.“
Ef ráðast þarf í mikla hreingern-
ingu segir Einar gott að hita grillið
vel, slökkva síðan á brennurunum,
og skafa óhreinindin burt með hæfi-
lega mjúku áhaldi úr plasti eða tré.
„Síðan er annað hvort að nota sér-
stök hreinsiefni eða einfaldlega
sjóðandi heitt vatn með upp-
þvottalegi, til að vinna á fitunni og
þeim óhreinindum sem eftir sitja.“
Best að hreinsa jafnóðum
F
ramundan eru líflegustu mán-
uðir ársins hjá Grillbúðinni.
Verslunin fagnar tíu ára af-
mæli um þessar mundir og
starfsmenn reiðubúnir að hjálpa
landsmönnum að undirbúa gott
grillsumar.
Einar Long eigandi og fram-
kvæmdastjóri Grillbúðarinnar segir
að Íslendingar fari strax að huga að
grillmálum um hálfum mánuði fyrir
páska. „Þrátt fyrir óvenju kalt vor
þá fór salan vel af stað í ár. Höfum
við selt fyrir svipaða upphæð og á
sama tíma á síðasta ári, en magnið af
seldri vöru er meira enda hafa verð-
in lækkað töluvert út af styrkingu
krónunnar og lækkun tolla.“
Grillbúðin býður m.a. upp á úrval
af grillvörum frá þýska framleiðand-
anum Landmann. Er Landmann
mikill risi á evrópskum grillmarkaði
og fyrirtækið – sem fagnaði hálfrar
aldar afmæli í fyrra – er þekkt fyrir
vandaða framleiðslu sem spannar
allt frá grillum yfir í garðhúsgögn.
Að sögn Einars eru neytendur að
kaupa sér svipuð grill og áður, þó
greina megi að nú leiti fleiri í dýrari
og voldugari grillin. „Kolagrillin eru
líka smám saman að sækja á, þó þau
séu enn bara lítill partur af heildar-
sölunni. Seljast líka alls kyns auka-
hlutir vel: nær allir kaupa yf-
irbreiðslu til að verja grillið betur
gegn veðri og vindum og margir
nota tækifærið þegar fjárfest er í
grilli til að eignast líka pizzastein og
kjöthitamæli,“ segir Einar. „Reyk-
boxin njóta líka vaxandi vinsælda.
Er um að ræða málmbox sem komið
er fyrir í gasgrillinu og viðarspæni
bætt ofan í. Gefur spænirinn frá sér
mildan reyk sem kryddar matinn.“
Hitageislinn lætur
ekki vindinn stoppa sig
Þeir sem eiga gott grill láta veðrið
ekki aftra sér frá því að grilla.
Skemmir þó ekki fyrir eiga góðan
útihitara því þá er oftar hægt að
snæða utandyra, sama hvað veð-
urspáin segir.
Grillbúðin flytur inn bæði gas- og
rafmagnshitara sem geta gert garð-
inn og svalirnar að hlýjum sælureit.
Einar bendir á að hitararnir hafi
mikið notagildi og geti lengt sumarið
í báða enda, en gashitari á fullum
styrk notar um kíló af gasi á klukku-
stund. „Innrauðu rafmagnshit-
ararnir frá breska framleiðandanum
Tansun eru enn ódýrari í rekstri og
nýta orkuna mjög vel.“
Mörgum þykir frístandandi gas-
hitarar hafa ákveðinn sjarma, og
hita þeir vel frá sér. Einar segir gas-
hitarana þó virka best í logni eða í
skjóli fyrir vindum sem annars gætu
hrifið varmann með sér. „Innrauðu
rafmagnshitararnir hafa hins vegar
þann eiginleika að virka vel hvort
sem úti er vindasamt eður ei. Í stað
þess að hita loftið gefa þeir frá sér
hitageisla sem hitar húð og fatnað,
og má finna hitann nánast strax og
kveikt er á. Tansun hitararnir eru í
hæsta gæðaflokki og mikið notaðir í
veitingageiranum til hita utandyra
og auka borðpláss.“
Best er að staðsetja innrauðu
geislahitarana á vegg t.d. undir þak-
skeggi. „Að festa hitarana upp er
einfalt verk og eru geislahitararnir
vönduð vara og þola það vel að vera
uppi allt árið um kring. Einn 2 KW
geislahitari dugar til að hita upp um
20 fm svæði. og hitararnir eru upp í
6,5 KW.“
Einnig er hægt að fara þá leið að
setja eldstæði í garðinn og fá bæði
yl, birtu og notalega stemningu. Er
fátt rómantískara en að fylgjast með
sólarlaginu úti í garði, við bjarmann
af logandi viðardrumbum. Eld-
stæðin sem Grillbúðin selur eru með
hlífðargrindum sem koma í veg fyrir
að neistar berist frá eldinum. „Það
eru handföng á eldstæðunum svo að
auðvelt er að færa þau til. Eldstæðin
eru ekki bara til að skreyta og skapa
hita, heldur má líka nota þau til mat-
reiðslu, og eru sum þeirra með grill-
grind.“
Grill er ekki sama og grill
Grillúrvalið í íslenskum verslunum
er fjölbreytt og hægt að finna grill í
öllum verð- og gæðaflokkum. Einar
er með nokkur góð ráð fyrir þá sem
hyggja á grillkaup:
Meðal þess sem þarf að athuga er
hvort grillgrindin er úr pottjárni, og
hvort lokið einangrar vel. Bæði pott-
járnið og lokið hafa mikið að segja
með það hvernig matreiðslan geng-
ur, og í íslenskri veðráttu getur ver-
ið vandasamt að nota grill sem tapar
miklum hita.
„Verður líka að meta hvort grillið
er nógu öflugt, þ.e. hvort að brenn-
ararnir eru nægilega aflmiklir eða
nógu margir til að hita vel. Öflugt
grill er alltaf góður kostur í íslenskri
veðráttu, og má þá einfaldlega
lækka hitann ef þess þarf.“
Einar segir líka að til að grill end-
ist lengi sé mikilvægt að í þau fáist
varahlutir. „Hjá Grillbúðinni fást
varahlutir í öll grill sem við höfum
selt í gegnum árin. „Margar versl-
anir selja oft ágætis grill, en skipta
reglulega um framleiðendur og allur
gangur á hvernig varahlutaframboð-
inu er sinnt. „Við höfum frá upphafi
einbeitt okkur að Landmann og lagt
ríka áherslu á að eiga góðan lager af
varahlutum, s.s. ef skipta þarf um
brennara eða hitadreifara sem eru
mestu slitfletirnir í grillinu.“
ai@mbl.is
Útihitararnir
lengja sumarið
Hitalamparnir frá
breska framleiðand-
anum Tansun hita vel þó
svo að úti sé vindasamt.
Við val á grilli þarf m.a.
að ganga úr skugga um
að grillið sé nógu öflugt
og að auðvelt sé að fá
varahluti.
Varmi Bresku hitalamparnir nota ekki mikla orku og geta hitað stórt svæði. Er lítill vandi að koma þeim fyrir.