Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is
að f m
viðskiptum
Elsa Alexandersdóttir
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Evert Guðmundsson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Guðmundur Hoffmann
Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Við stefnum á að gangsetja ofn
kísilmálverksmiðjunnar klukkan
fjögur á sunnudaginn,“ segir
Kristleifur Andrésson, fram-
kvæmdastjóri öryggis- og um-
hverfismála hjá United Silicon, en
gangsetning ofns verksmiðjunnar
fer fram með samþykki Umhverf-
isstofnunar.
„Búið er að gera yfir þrjátíu
lagfæringar og endurbætur á bún-
aði verksmiðjunnar í kjölfar ítar-
legrar úttektar og ábendinga
norska ráðgjafarfyrirtækisins
Multikonsult.“
Norðmennirnir munu vinna
áfram að úttekt á verksmiðjunni
eftir gangsetningu að sögn Krist-
leifs en þeir munu fylgjast með
ofninum meðan hann er í rekstri
næstu þrjár vikurnar.
„Það getur tekið viku til tíu
daga fyrir ofninn að ná fullri af-
kastagetu og því er mikilvægt að
fylgjast vel með því á hvaða stigi
lyktin frá ofninum er mest, en hún
minnkar og á að hverfa alveg við
full afköst,“ segir Kristleifur.
Koma fyrir mælum í bænum
„Norska loftrannsóknastofnunin
NILU mun mæla loftgæði inni í
verksmiðjunni og í nágrenni
hennar, en stofnunin hefur komið
fyrir átta mælum í bænum og þar
á meðal inni á heimili þar sem
lyktar hefur orðið vart,“ segir
Kristleifur, en til að fá áreiðanleg-
ar mælingar á loftgæðum og til að
ákveða aðgerðir sem takmarka að
lykt berist frá verksmiðjunni í
framtíðinni er nauðsynlegt að
keyra ofninn á mismunandi álagi.
„Við þær aðstæður má reikna
með að einhver lykt muni berast
frá verksmiðjunni. Markmið mæl-
inga er einnig að fá óyggjandi
vissu um hvaða efni geti borist frá
verksmiðjunni við ólíkar aðstæður
og í hvaða magni, svo unnt sé að
grípa til viðeigandi aðgerða.“
United Silicon gangsetur
ofn verksmiðjunnar á ný
Gerðar hafa verið yfir þrjátíu lagfæringar og endurbætur
Rekinn frá Neyt-
endasamtökunum
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Búið er að segja upp ráðningar-
samningi Ólafs Arnarsonar, for-
manns Neytendasamtakanna, en
meirihluti stjórnar samtakanna
samþykkti á síðasta stjórnarfundi,
6. maí, vantrausttillögu á hann.
Ólafur er núna að vinna uppsagnar-
frestinn sem framkvæmdastjóri
samtakanna en búið er að ráða nýj-
an framkvæmdastjóra í hans stað,
Pál Rúnar Pálsson.
Í yfirlýsingu sem meirihluti
stjórnar Neytendasamtakanna
sendi frá sér í gærkvöldi segir að
ástæður vantrausts séu fyrst og
fremst að ráðningarsamningur for-
manns hafi ekki verið borinn undir
stjórn og að skuldbindingar vegna
reksturs bifreiðar hafi einnig verið
án vitundar og samþykkis stjórnar.
Bifreiðin var tekin á einhvers kon-
ar leigu án samþykkis stjórnar.
Ólafur ætlar að sitja áfram
Stefán Hrafn Jónsson, ritari
Neytendasamtakanna, segir að
stjórnin hyggist koma saman eftir
helgi til að gera betur grein fyrir
þeirri stöðu sem nú er uppi, en
Ólafur hafnaði því alfarið í samtali
við mbl.is í gær að ákvarðanir sem
hann hefði tekið
hefðu veikt stöðu
samtakanna.
Hann var kjörinn
til ársins 2018 á
þingi samtak-
anna í október á
síðasta ári og
segist ætla að
halda áfram og
sitji í umboði
þingsins. Stefán Hrafn vildi ekki
tjá sig um laun Ólafs í samtali við
Morgunblaðið.
Í yfirlýsingunni segir að Ólafur
sé ekki einráður í Neytenda-
samtökunum heldur starfi hann þar
ásamt stjórn í að efla stöðu sam-
takanna. „Fjárhagsstaða samtak-
anna leyfði ekki þær skuldbind-
ingar sem Ólafur stofnaði til og er
verið að vinna í að leiðrétta þær,“
segir í yfirlýsingunni.
Kemur þar jafnframt fram að í
ljósi þess að fjárhagsstaða Neyt-
endasamtakanna sé viðkvæm
treysti meirihlutinn sér ekki til að
samþykkja slík vinnubrögð. „Stjórn
samtakanna vinnur að því að
styrkja stöðu samtakanna enn frek-
ar og koma í veg fyrir að samtökin
þurfi að draga saman seglin og geti
áfram þjónustað neytendur sem
best.“
Ólafur Arnarson
Ósætti um bílaleigu og ráðningarsamning
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Holóttar götur, illa hirt rusl, skortur á gæði matar í
leikskólum og hækkandi álögur íbúa Reykjavíkur-
borgar voru umfjöllunarefni Bjarna Benediktsson-
ar forsætisráðherra þegar hann ávarpaði Reykja-
víkurþing Sjálfstæðisflokksins sem sett var í
Valhöll í gær. Á þriðja hundrað manns sækja þingið
samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum,
en þingstörfum verður haldið áfram í dag.
Reykjavík að missa af því að vera leiðandi
„Reykjavík er borg sem hefur upp á ótalmargt að
bjóða. En við finnum fyrir því að borgin hefur ekki
verið að sýna sínar bestu hliðar,“ sagði Bjarni en
bætti við að vissulega hefði borgin notið góðs af
uppgangi í efnahagslífinu almennt á Íslandi og
gaman væri að vera í miðborginni þar sem ný veit-
ingahús og nýjar verslanir spryttu upp og allt iðaði
af mannlífi.
Nefndi hann í því sambandi að ríkisstjórnin hefði
greitt skuldir ríkissjóðs hratt niður á undanförnum
árum, sem væri ekki aðeins hagkvæmara fyrir
ríkissjóð og skattgreiðendur þar með, heldur
styrkti það efnahags- og atvinnulíf landsins og
kæmi þar öllum landsmönnum til góða.
Í ræðu sinni tók Bjarni sem dæmi að jákvæð af-
leiðing fjölgunar ferðamanna til höfuðborgarinnar
væri að aukið líf hefði færst út í hverfi borgarinnar
og að miklu máli skipti að huga að nánasta umhverfi
borgarbúa. „Það skiptir máli að færa gæðin líka til
úthverfanna. Að Reykvíkingar allir fái að njóta þess
sem borgin ætti svo auðveldlega að geta veitt,“
sagði hann í ræðunni.
Að sögn Bjarna skiptir höfuðborg miklu fyrir
ásýnd hvers lands og þjóðar.
„Reykjavíkurborg er að missa af því að vera leið-
andi. Hér þarf að úthluta fleiri lóðum, og gera það
sem hægt er til að halda jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar. Fjölgun íbúa í Reykjavík er engin,
samanborið við sveitarfélögin í kring. Þarna er
mikið sóknarfæri,“ sagði hann. „Reykjavík á að
bjóða fólk velkomið og gera sitt til að halda í þá íbúa
sem þegar búa þar.“
Margt mætti gera betur
Forsætisráðherra segir Reykjavíkurborg ekki vera að sýna sínar bestu hliðar
Á þriðja hundrað sitja Reykjavíkurþing Sjálfstæðisflokksins sem hófst í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgin Reykjavíkurþing fer fram um helgina.
Úrslitaskák um Íslandsmeistaratitil-
inn í skák verður tefld í dag þegar
Héðinn Steingrímsson og Guðmund-
ur Kjartansson mætast. Síðasta um-
ferð mótsins hefst klukkan 13 í dag og
dugar Héðni jafntefli en Guðmundur
þarf á sigri að halda. Héðinn hefur
hlotið sjö og hálfan vinning í átta
skákum en Guðmundur sjö vinninga.
Þeir unnu báðir skákirnar sínar í
gær; Héðinn vann Sigurbjörn
Björnsson og Guðmundur sigraði
Björn Þorfinnsson. Önnur úrslit urðu
þau að Hannes Hlífar Stefánsson
vann Vigni Vatnar Stefánsson, Davíð
Kjartansson vann Dag Ragnarsson
og Bárður Örn Birkisson kom sér af
botninum með sigri á móti Guðmundi
Gíslasyni, sem vermir nú tíunda og
neðsta sætið.
Dagur Ragnarsson er þriðji á
mótinu með fimm vinninga og Hann-
es Hlífar í því fjórða með fjóra og
hálfan vinning. ash@mbl.is »33
Úrslit ráð-
ast í dag
Rammi ehf. tók formlega við Sólbergi ÓF 1 þegar það
kom til heimahafnar á Ólafsfirði í gær. Hér er um nýj-
an og fullkominn frystitogara að ræða, en skipið var
smíðað í Tyrklandi og nemur heildarfjárfestingin um
fimm milljörðum króna. Allur aðbúnaður um borð er
sérhannaður fyrir langa túra og aukin verðmæta-
sköpun er lykillinn í allri hönnun enda skipið búið full-
komnum tækjabúnaði í brú og vélarrúmi.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Sólberg ÓF siglir inn í heimahöfn
Fimm milljarða fjárfesting á Ólafsfirði