Morgunblaðið - 20.05.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Vinir Ragnar fullyrðir að dúfurnar þekki hann og sjálfur þekkir hann hverja einustu dúfu í sínu búi.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þegar Ragnar Sigurjónssonvar að alast upp í Vest-mannaeyjum á sjötta ogsjöunda áratug liðinnar
aldar þótti enginn maður með mönn-
um nema hann ætti sér dúfnakofa.
Sjálfur rak Ragnar myndarbú þar til
hann fluttist til borgarinnar og
neyddist til að bregða búi. „Dúfna-
hald er nánast útilokað þegar maður
býr í blokk í Reykjavík,“ útskýrir
hann. Eftir að hafa m.a. starfað sem
ljósmyndari á DV um alllangt skeið
og síðar sem ráðsmaður í Viðey
vænkaðist hagurinn hvað dúfna-
ræktina áhrærði.
„Mitt fyrsta verk var að fá mér
dúfur og hænur eftir að ég fluttist
hingað í sveitasæluna í Flóahreppi
fyrir tíu árum,“ segir hann alsæll.
Dúfurnar hans, ríflega eitt hundrað,
eru ekkert venjulegar húsdúfur eins
og hann átti forðum daga heldur
bréfdúfur, sem hann hóf markvisst
að rækta. Og svo á hann líka skraut-
dúfu-par af Orra-ætt.
Ragnar er dúfnabóndi af lífi og
sál, en þó einungis í hjáverkum, því
hans aðalstarf er að keyra skólabíl
og með fatlaðan einstakling. „Ég
nota skrautdúfurnar aðallega í
kynningarstarf þegar ég held fyr-
irlestra um dúfur í skólum til að
reyna að fá krakkana frá spjaldtölv-
unum sínum. Núorðið er frekar
sjaldgæft að þeir séu með dúfnakofa,
það er svo margt annað sem glepur
hugann,“ segir útbreiðslu- og kynn-
ingarfulltrúi Bréfdúfnafélags Ís-
lands eins og hann getur titlað sig
með sóma og sann.
Með innbyggðan áttavita?
Ólíkt húsdúfum sem hvarvetna
eru á vappinu eru bréfdúfur þeim
eiginleikum gæddar að rata alltaf
aftur heim. „Ef ég gef þér bréfdúfu
og þú missir hana, flýgur hún alltaf
aftur til mín. Og, nei, það er ekki
hægt að þjálfa húsdúfu í að verða
bréfdúfa,“ svarar Ragnar þol-
inmóður þegar hann er inntur nán-
ari skýringa. „Ef ég gæti sagt þér
hvernig hægt er að þekkja bréfdúfu
frá húsdúfu af útlitinu einu saman
væri ég heimsfrægur maður. Marg-
ar kenningar eru um ratvísi bréf-
dúfna, sumir segja að þær séu með
innbyggðan áttavita í hausnum,
fljúgi eftir segulsviði jarðar eða lesi í
landslagið.“
Allar bréfdúfur sem og skraut-
dúfur í ræktun eru þó auðþekkj-
anlegar á svokölluðum lífhring, sem
ræktendur festa við annan legginn á
sjötta degi eftir fæðingu og taka
ekki af fyrr en dúfan er öll. „Líf-
hringurinn er nokkurs konar ætt-
artala fuglsins og úr honum má lesa
hvað best sé að gera varðandi pörun
og þvíumlíkt. Númer á hringnum
vísar á eigandann og ef bréfdúfa er í
reiðileysi, til dæmis vegna meiðsla
eða hún er í þjálfun og hvílir sig, er
hægt að leita eigandann uppi í vef-
síðunni dufur.is, eða hringja í mig á
öllum tímum sólarhringsins.“
Elizabeth og frjóu systurnar
Ragnar giskar á að bréfdúfna-
ræktendur á landinu séu milli 30 og
40 en þeir séu misjafnlega virkir.
Einnig sé hópur sem rækti einungs
skrautdúfur og haldi sýningu einu
sinni á ári í Húsdýragarðinum. Lík-
lega séu bréfdúfurnar um tvö til
fjögur þúsund talsins.
„Eins og aðrir bréfdúfnarækt-
endur læt ég fylgja með ættarbók
þegar ég læt fuglinn frá mér. Þar er
hægt að rekja hvaðan hann er,
hverjir foreldrarnir voru, hvernig
þeir hafa staðið sig í flugkeppni og
fleira í þeim dúr. Ef dúfunum hefur
verið gefið nafn kemur það fram í
ættarbókinni, til dæmis er hún
Elizabeth mín skráð með nafni, en
ég keypti hana af breskum manni og
fannst því vel við hæfi að nefna hana
eftir drottningunni. Dúfur geta orðið
allt að fimmtán ára gamlar, en tíu til
tólf ára eru þær yfirleitt komnar í
hvíld og hættar að verpa. Annars er
mjög misjafnt hversu frjóar þær
eru. Ég er með tvær ellefu ára syst-
ur sem eru ennþá mjög frjóar og
gáfu mér fallega unga í vor. Syst-
urnar hafa haft rosalega mikil áhrif
á alla bréfdúfuræktun á Íslandi og
eiga fjölda afkomenda í stofninum.“
Eftirlætisdúfa Ragnars er ein
af nokkrum hvítum í búinu og er hún
fædd 2007. „Ég er með dúfur í mörg-
um litum, en er svolítið að sérhæfa
mig í þessum hvítu og bjóða þær til
leigu fyrir brúðkaup, jarðarfarir,
fermingar eða önnur tækifæri. Þá
mæti ég með dúfuna eða dúfurnar
og viðkomandi sleppir þeim á réttu
augnabliki. Mjög fallegt,“ segir
hann.
Bréfdúfnakappflug
Þessa dagana er Ragnar í ess-
inu sínu eins og alltaf á þessum árs-
tíma. Hið árlega Íslandsmót í bréf-
dúfnakappflugi hófst með pomp og
prakt á slaginu tíu í morgun þegar
um 600 dúfum í eigu 15 dúfnabænda,
að þessu sinni á suðvesturhorni
Á bréfdúfna-
vaktinni allan
sólarhringinn
Ragnar Sigurjónsson er dúfnabóndi af lífi og sál. Hann
ræktar bæði bréfdúfur og skrautdúfur heima í sveita-
sælunni í Flóahreppi og er mest í essinu sínu á þessum
árstíma þegar bréfdúfur, þar á meðal hans eigin, etja
kappi í árlegu Íslandsmóti í bréfdúfnakappflugi. Fyrsta
keppnin hófst á slaginu tíu í morgun.
Atlæti Bréfdúfurnar hans Ragnars eru fóðraðar á sannkölluðu kóngafæði.
Hvítar dúfur Hægt er að leigja hvítar dúfur fyrir brúðkaup og önnur tækifæri.
Lífhringur Ræktaðar bréfdúfur eru
merktar með lífhring um legginn.
Kristín Lofts-
dóttir, prófessor í
mannfræði, legg-
ur áherslu á kyn-
þáttafordóma og
þjóðarímynd, kl.
14 á morgun,
sunnudag 21. maí,
þegar hún leiðir
gesti um sýn-
inguna Ísland í
heiminum, heimurinn í Íslandi, Krist-
ín er annar sýningarhöfundanna, en
sýningin er unnin í samstarfi við Há-
skóla Íslands og stendur yfir til 29.
október. Allir velkomnir og ókeypis
aðgangur.
Ísland í heiminum, heimurinn í Ís-
landi speglar sögu og samtíma Ís-
lands, sem hefur einkennst af þver-
þjóðlegum tengslum rétt eins og
annarra landa í heiminum.
Þjóðminjasafnið
Kristín Loftsdóttir
Fordómar og
þjóðarímynd
Hjóladagur fjölskyldunnar verður
haldinn á morgun, laugardaginn 20.
maí, á útivistarsvæði Menningarhús-
anna í Kópavogi. Fjörið hefst kl. 13
með hjólatúr um Kársnesið þar sem
fræðst verður um mannlíf og náttúru
á svæðinu en ferðin hefst við Nátt-
úrufræðistofu. Dr. Bæk kemur á
svæðið og boðin verður ókeypis
ástandsskoðun á hjólum. Þá geta
krakkar æft hjólafærni í þrautabraut
á bílastæði við útivistarsvæðið en
tímataka og þátttökusleikjó verða í
boði. Áhugafólk um það nýjasta í
hjólatískunni getur skoðað óvenjuleg
hjól og verkefnið Hjólað óháð aldri
verður kynnt og áhugasamir hjólarar
geta skráð sig til þátttöku.
Hjóladagur fjölskyldunnar
Óháð aldri Hægt verður að skrá sig til leiks í verkefnið Hjólað óháð aldri.
Hjólreiðatúr um Kársnesið