Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Glæpir eru að færast yfir á netið í
stórum stíl, það er sama þróun alls
staðar í heiminum,“ segir Steinarr
Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi hjá
tölvurannsóknadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Samstarfs-
maður hans sat í sl. viku námskeið
um myrka vefinn (e. Dark Web) hjá
alþjóðalögreglunni Interpol í Ósló
sem norska lögreglan hafði frum-
kvæði að. Þátttakendur voru frá
Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Sví-
þjóð og Noregi. Með hjálp hermis
læra stjórnvöld á Norðurlöndum nú
hvernig þau berjast gegn glæpum á
netinu.
„Lögreglan þarf að vera þar sem
glæpir eiga sér stað. Þess vegna
verðum við einnig að loka glæpa-
starfsemi á netinu,“ er haft eftir
Kristin Kvigne hjá norska lögreglu-
embættinu á vefsíðu þess. Lögreglan
leggur áherslu á að uppræta kyn-
ferðisofbeldi gegn börnum og dreif-
ingu á ofbeldismyndum, dreifingu á
vímuefnum og hættulegum efnum,
ásamt fleiri alvarlegum glæpum.
Reynsla lögreglu nýtist
Sem dæmi má nefna smygl á fólki,
ólöglegan flutning á vopnum og pen-
ingaþvætti. Þjálfunin miðaði að því
að styrkja hæfni lögreglu á Norður-
löndum til að fást við alvarlega glæpi
á veraldarvefnum. „Við vonumst til
að ná að fletta ofan af fleiri alvar-
legum glæpum og geta upprætt þá.
Það var ekki pláss fyrir marga þátt-
takendur frá hverju landi um sig á
námskeiðinu, en skilyrðið fyrir þátt-
töku var að viðkomandi myndi miðla
sinni þekkingu til samstarfsmanna í
sínu landi,“ segir Kvigne. Noregur
hefur reynslu af því að uppræta
glæpi á myrka netinu, þekktasta
málið er frá Hörðalandsumdæminu,
þar sem lögreglan þar uppgötvaði
hring af barnaníðingum. Silk Road
var frægur svartimarkaður fyrir
vímuefni á myrka vefnum, sem var
opnaður í febrúar 2011 en var lokað í
október 2013 af bandarísku alríkis-
lögreglunni. Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hér á landi aðstoðaði
bandarísku alríkislögregluna FBI í
þeirri aðgerð.
Í undirdjúpunum
Djúpvefurinn (e. Deep Web) er sá
hluti veraldarvefsins sem er ómerkt-
ur, en almennar leitarvélar finna
ekki ómerktar vefsíður. Talið er að
hann sé um 80% af veraldarvefnum.
Andstæðan við djúpvefinn er sýni-
legi vefurinn sem er sá hluti verald-
arvefsins sem er merktur og finnst
því auðveldlega með almennum leit-
arvélum eins og Google. Sá hluti
djúpvefsins þar sem m.a. glæpa-
starfsemi fer fram mætti kalla
myrka netið (e. Dark Net). Á myrka
netinu eru nafnlausir notendur sem
notast við dulkóðaðar upplýsingar
og duldar vefþjónustur. Það er m.a.
þekkt fyrir hve auðvelt er að fela
glæpastarfsemi þar. Áhættan er lítil
og afrakstur getur orðið gríðarlegur
fyrir glæpamenn.
Um nafnleysi á netinu
Dæmigerð notkun myrka netsins
gæti verið jafningjar að deila skrám
eða samskiptum sín á milli annars
vegar og net eins og Tor-netið þar
sem hægt er að dyljast hins vegar.
Tor-netið er netkerfi með duldum
þjónustum þar sem fólk getur notið
nafnleysis og ekki er hægt að sjá
hvar í heiminum fólk kemur inn á
það net, ferðast um á milli síðna á því
eða hvar það yfirgefur netið í gegn-
um t.d. IP-tölur. Auðvelt er að kom-
ast þar inn með því að setja upp hjá
sér Tor-vafra. Tor er frjáls hugbún-
aður sem byggir á Lauk-beininum
(The Onion Router) sem beinir vef-
umferð í gegnum frjálst, alþjóðlegt
kerfi sjálfboðaliða vefþjóna á netinu.
Algengast er að viðskipti á myrka
vefnum fari fram með dulkóðunar-
myntum (e. Cryptocurrencies) og
langsamlega stærst af þeim er bit-
coin. Bitcoin-viðskipti eru rekjanleg
en ekki er hægt að komast að því
hver er eigandi veskisins nema hann
gefi það upp.
Nauðsyn myrka netsins
Ekki er þó myrka netið eingöngu
notað fyrir glæpastarfsemi, almenn-
ingur, blaðamenn o.fl. sem vilja fá að
vera í friði fyrir hnýsni og ofríki
stjórnvalda og annarra eiga þess
kost að nota myrka netið til að verja
samskipti sín á milli, en það getur
verið nauðsynlegt og jafnvel lífs-
nauðsynlegt fyrir þá sem stöðu sinn-
ar vegna þurfa á nafnleysi að halda.
Ljósmynd Wikipedia
Ballið búið Þessi skilaboð birtust á vefsíðu svarta markaðarins Silk Road þegar henni var lokað af yfirvöldum.
Niðri í myrkum kjall-
ara veraldarvefsins
Glæpir færast yfir í nafnlausan dulinn heim á netinu
Tor Project
Frjálst nafn-
laust netkerfi.
Pokastöðvar eru nú þegar starfræktar á nokkrum stöðum á landinu, til að
mynda í Grundarfirði, Norðfirði og á Tröllaskaga. Nú síðast var slíkri stöð
komið upp í Skagafirði, þar sem nokkrar konur hófu að sauma fjölnota
taupoka til þess að setja í verslanir fyrir viðskiptavini til að fá að láni.
Markmiðið er að útrýma notkun plastpoka í Skagafirði en konurnar
stefna að því að sauma um þúsund poka fyrir vorið til þess að dreifa í all-
ar helstu verslanir í Skagafirði.
Í samtali við mannlífsþáttinn Landann á RÚV sagði Svanhildur Páls-
dóttir, sem fer fyrir verkefninu, að reglulega bærust fólki fréttir af skað-
semi plasts og því hefði þær langað til þess að gera eitthvað sem skiptir
máli.
Vilja útrýma plastpokum
SKAGAFJÖRÐUR TEKUR ÞÁTT Í VERKEFNINU
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
Svokallaðar pokastöðvar hafa verið
að ryðja sér til rúms hérlendis, fyrst
á Höfn í Hornafirði og nú síðast í
Skagafirði. Guðrún Ásdís Sturlaugs-
dóttir er frumkvöðullinn á bak við
fyrstu pokastöðina á Höfn í Horna-
firði en hún vinnur nú að því að
koma upp sambærilegum stöðvum á
öllu Suðurlandi.
Að sögn Guðrúnar kviknaði hug-
myndin þegar hún fór að velta fyrir
sér hvers vegna allir notuðust við
plastpoka undir vörurnar sínar þeg-
ar flestir ættu til fjölnota poka
heima hjá sér.
„Flestir sögðust hafa gleymt pok-
anum sínum heima, eða í bílnum. Og
sumum þótti þægilegt að nota plast-
pokana sem ruslapoka.“
Guðrún, sem vinnur sem verk-
efnastjóri á Frumkvöðlasetrinu, fór
þess á leit á vinnustað sínum að
hefja þetta verkefni, að koma upp
svokallaðri pokastöð. Um síðustu
áramót fékk hún veður af því að
sama hugmynd hefði fæðst í Ástralíu
og kallast Boomerang Bags. Varð
það til þess að samstarf hófst milli
landanna.
Ekki síður félagslegt verkefni
Verkefnið hefur gengið vonum
framar, svo vel að hópurinn sem
stendur að pokastöðvunum vinnur
nú að því að koma á reglulegum
fundum til þess að anna eftirspurn.
Guðrún segir þetta ekki síður fé-
lagslegt verkefni, það gefi samfélag-
inu mikið að geta hist reglulega, set-
ið saman, saumað og rætt
umhverfismál.
Það veki fólk enn frekar til um-
hugsunar og hvetji jafnvel einhverja
til þess að taka fleiri skref í átt að
umhverfisvænum lífsstíl, auk þess
sem það virki vel fyrir fólk sem er án
atvinnu, eða hætt að vinna sökum
aldurs eða skertrar starfsgetu, að
geta komið og tekið þátt.
Aðspurð segir Guðrún að lang-
tímamarkmiðið sé plastpokalaust Ís-
land en hún hafi þó ekki enn farið að
pressa á búðirnar að skipta alfarið
yfir í fjölnota poka.
„Verslunareigendur vilja svolítið
ennþá geta valið á milli plastpoka og
fjölnota poka, þeir telja að valið
þurfi að vera fyrir hendi.“
Guðrún er þó sannfærð um að
verði til nægilega mikill samfélags-
legur þrýstingur muni það á endan-
um leiða til þess að verslanir hætti
alfarið að bjóða upp á plastpoka.
Hún segir þá vitundarvakningu sem
hafi orðið meðal almennings um
skaðsemi plasts hafa gríðarlega góð
áhrif, margir setji sig í samband við
hana og um 14 pokastöðvar séu í
kortunum á næstu misserum um allt
land.
Má þar nefna Ísafjörð, Hólmavík,
Laugarvatn og fleiri staði.
Fjöldi pokastöðva
hefur margfald-
ast hérlendis
Hugmyndin kviknaði út frá erlendri
fyrirmynd Hornfirðingar riðu á vaðið
Morgunblaðið/Ásdís
Saumaskapur Pokastöðin á Höfn
í Hornafirði var sú fyrsta sinnar
tegundar hérlendis.