Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Everest-fararnir þrír, Björn Ólafs-
son, Einar K. Stefánsson og Hall-
grímur Magnússon, munu ekki
halda upp á það saman á morgun
að tuttugu ár eru liðin frá því að
þeir sigruðu Everest.
„Það lítur út fyrir að ég verði
bara einn að fagna hér heima,“
sagði Björn. „Einar og Hallgrímur,
félagar mínir, eru þessa dagana að
reyna að sigla eftir Grænlandsjökli
frá Ittoqqortoormiit (Scoresby-
sundi) til Tasiilaq, um 1.200 km
leið, og gengur sæmilega. Þeir
byrjuðu norðan við Scoresbysund,
fóru þvert yfir það og upp á fjöllin
þar fyrir sunnan. Þeir eru fimm
saman og nota flugdreka til að
draga sig á skíðum.“
Björn sagðist oft hugsa til
ferðarinnar á Everest. „Það er með
þetta eins og allt sem reynir mikið
á mann að það verður alltaf betra í
minningunni. Maður man eftir góðu
hlutunum og gleymir þeim erfiðu,“
sagði Björn. Hann kvaðst nýlega
hafa lesið aftur bókina „Everest:
Íslendingar á hæsta fjalli heims“
eftir Hörð Magnússon, fylgd-
armann þeirra félaga. Þar er saga
leiðangursins rakin. „Þá rifjuðust
upp ýmsir erfiðleikar sem ég var
búinn að gleyma. Heilt yfir var
þetta frábært! Ég tala nú ekki um
hvað þetta gekk vel og að við gát-
um allir verið á toppnum á sama
tíma. Það var ekki sjálfgefið og leit
ekki út fyrir það á tímabili.“
Háskalegt ferðalag
Björn sagði að nokkrum sinnum
hefði hurð skollið nærri hælum.
„Samferðarmenn okkar lentu í
miklum vandræðum og voru nær
dauða en lífi. Það gekk ýmislegt á
eins og viðbúið er í svona mikilli
hæð. Ef þú getur ekki bjargað
sjálfum þér er enginn annar sem
getur gert það. Það er bara þann-
ig.“
Meira en 280 hafa dáið við að
klífa Everest svo vitað sé á 20. og
21. öld. Margir fórust í snjóflóðum
eða íshruni, hröpuðu, dóu úr vos-
búð eða misstu lífið vegna einhvers
heilsubrests í svo mikilli hæð.
Björn sagði að reynsluleysi gæti
verið afdrifaríkt á hæstu tindum
heimsins. Það dygði ekki alltaf að
vera bara í góðu formi.
Björn kláraði sjö tinda áskorun-
ina, kleif hæstu tinda allra heims-
álfa, og hefur klifið mörg önnur há
fjöll. Hann sagði að glíman við
hæstu tinda heimsins hefði tví-
mælalaust mótað sig.
„Háfjallamennska er mjög gef-
andi og skemmtileg. En þetta tek-
ur mikinn tíma og reynir mikið á.
Þetta er lífsreynsla sem ég hefði
ekki viljað missa af,“ sagði Björn.
En eru aðrar áskoranir í lífinu lítil-
vægar miðað við Everest?
„Allt sem maður gerir getur ver-
ið áskorun, allt eftir því hvernig
maður lítur á hlutina. Ég hef klifið
mörg há fjöll eftir Everest og sum
hafa verið mjög erfið, miklu erf-
iðari en maður gerði ráð fyrir. Það
er ekki bara hæðin sem skiptir
máli heldur einnig aðstæður, veður
og umhverfi.“
Þar sem enginn
kemur til bjargar
Björn Ólafsson hugsar oft til ferðar-
innar á Everest fyrir 20 árum
Morgunblaðið/Golli
Björn Ólafsson Hann hefði ekki
viljað missa af háfjallamennskunni.
21. maí 1997
Björn Ólafsson
Einar K. Stefánsson
Hallgrímur Magnússon
16. maí 2002
Haraldur Örn Ólafsson
21. maí 2013
Ingólfur Geir Gissurarson
23. maí 2013
Leifur Örn Svavarsson
Íslendingar á Mount Everest
Ljósmynd/Wikimedia Commons/Rdevany
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tuttugu ár eru á morgun frá því að Íslend-
ingar stóðu fyrst á tindi Everest-fjalls 21.
maí 1997. Fjallgöngukapparnir Björn
Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hall-
grímur Magnússon unnu það afrek.
Haraldur Örn Ólafsson gekk næstur Ís-
lendinga á þetta hæsta fjall heims og stóð á
tindi Everest 16. maí 2002. Það var sjöundi
tindurinn af hæstu tindum heimsálfanna
sem Haraldur sigraðist á. Auk þess hafði
hann gengið bæði á suður- og norðurpólinn
og þvert yfir Grænlandsjökul auk annarra
afreka. Haraldur var með fyrstu mönnum
til að ganga á báða pólana og á Everest.
Tveir Íslendingar gengu á Everest vorið
2013. Ingólfur Geir Gissurarson náði tind-
inum 21. maí. Hann stóð þá á fimmtugu og
var elsti Íslendingurinn og eini íslenski af-
inn sem hafði gengið á hæsta fjall heims.
Leifur Örn Svavarsson náði tindi Eve-
rest 23. maí. Hann er eini Íslendingurinn
sem hefur farið norðurleiðina á Everest, en
hún er tæknilega erfiðari en suðurleiðin.
Leifur Örn hefur einnig komið á báða pól-
ana.
Stefna á tindinn
Vilborg Arna Gissurardóttir var á leið-
inni á Everest þegar þetta var skrifað. Það
er síðasti tindurinn sem hún þarf að sigra
til að hafa gengið á tindana sjö, hæstu fjöll
heimsálfanna.Vilborg ætlaði á Everest
vorið 2014 en þá féll stórt snjóflóð á
heimamenn sem voru á leið um Khumbu-
ísfallið. Sextán fórust og í kjölfarið hættu
flestir fjallamenn við að klífa fjallið, þeirra
á meðal Vilborg. Hún náði tindi Cho Oyu,
sem er sjötta hæsta fjall heims og 8.201
metri, 2. október 2014. Vorið 2015 ætlaði
Vilborg aftur að reyna við Everest. 25.
apríl reið harður jarðskjálfti, 7,9 stig, yfir
Nepal. Snjóflóð féll á grunnbúðir Everest
og fórust 33 manns. Hún varð einnig að
hætta við þá.
Vilborg gekk ein síns liðs á suðurpólinn
og náði honum 18. janúar 2013. Árið 2014
varð hún fyrsta og eina konan sem hafði
bæði klifið 8.000 metra tind ein síns liðs og
gengið ein á pól.
Ingólfur Ragnar Axelsson ætlaði einnig
að fara á Everest vorin 2014 og 2015 en
varð frá að hverfa af sömu ástæðum og
Vilborg Arna. Hann kvaðst stefna að því
að reyna aftur við Everest á næsta ári.
Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og
sjerpinn Tenzing Norgay urðu fyrstir til
að sigra Everest, svo staðfest sé, 29. maí
1953. Þá höfðu verið gerðar margar til-
raunir til að komast á tindinn. Hillary
gekk fyrstur manna á báða pólana og á
Everest.
Íslendingar á toppi heimsins
Á morgun eru 20 ár frá því að þrír Íslendingar klifu Everest, hæsta fjall heims Þeir voru fyrstir Ís-
lendinga til að vinna þetta afrek Fleiri íslenskir fjallgöngukappar hafa síðan fetað í fótspor þeirra
Ljósmynd/Úr einkasafni
21. maí 1997 F.v. Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson á Everest-
tindi. Everest-fararnir færðu síðan forseta Íslands fánann og er hann geymdur á Bessastöðum.