Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 21

Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 SKRÁNING Á FUNDINN ER Á : I SAVIA . IS/MORGUNFUNDUR 1 7 -1 4 8 0 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Isavia boðar til opins fundar um ferðasumarið sem framundan er. Á fundinum verður meðal annars farið yfir þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að taka sem allra best á móti ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli, og kynnt uppbygging og áskoranir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 23. maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30 - 10.00. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Dagskrá —Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia opnar fundinn H VA Ð E R Í KO R T U N UM ? Farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli —Grétar Már Garðarsson, verkefnastjóri á Viðskiptasviði Isavia H V E R N I G T Ö K UM V I Ð Á M Ó T I F E R Ð A M Ö N N UM Í S U M A R ? Aukin þjónusta og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli —Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Isavia Þ A Ð E R ÝM I S L E G T A Ð G E R A S T Verkefni Ferðamálastofu og starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða —Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri MO R G U N F U N D U R I S AV I A Þ R I Ð J U DAG I N N 2 3 . M A Í Á H I LTO N R E Y K J AV Í K N O R D I C A F E R ÐA S UM A R I Ð F R AM U N DA N Fyrr í þessari viku hélt Isavia opinn íbúafund fyrir íbúa á nærsvæði Keflavíkurflugvallar þar sem kynnt voru áhrif framkvæmda á flug- umferð og hljóðvist. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður hljóðmælinga á svæðinu sem og nýtt hljóðmælingakerfi sem tekið verður í notkun á næstu dögum, segir í tilkynningu. „Á vefnum okkar getur fólk fylgst með mælingunum og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar Keflavíkur- flugvallar, sem ásamt Þresti Sör- ing, framkvæmdastjóra rekstrar- sviðs Keflavíkurflugvallar, tók á móti spurningum frá íbúum í lok fundar. Meðal þeirra sem ávörpuðu fund- inn voru Björn Óli Hauksson, for- stjóri Isavia, og Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar. aronthordur@mbl.is Kynna nýtt hljóðmæl- ingakerfi  Isavia fundar með íbúum á Reykjanesi Íbúafundur Á fundinn mættu íbúar í grennd við Keflavíkurflugvöll. Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Bæjastjórn Hafnarfjarðar hefur út- hlutað víkingafélaginu Rimmugýgi húsnæði í Straumi í Straumsvík sunnan bæjarins. Félagið hefur hingað til haft aðsetur í Lækjargötu 2 í miðbæ Hafnarfjarðar en nú hefur bærinn eignast húsið og hyggjast yf- irvöld rífa það til að rýma fyrir íbúðabyggð. Í síðustu viku bárust fréttir um að félagsskapurinn væri nú á vergangi og óttuðust menn jafnvel að þurfa að leita út fyrir sveitarfélagið. Hafsteinn Pétursson, jarl félagsins, er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Hann segir nýja húsnæðið að mörgu leyti betra en það gamla en helsti löstur sé stað- setningin. Húsið er afskekkt og eng- in strætóstoppistöð í nágrenninu. Víkingafélagið Rimmugýgur var stofnað árið 1997 og er elsta og stærsta félag sinnar tegundar á Ís- landi. Hópurinn er mjög virkur. Haldnar eru bardagaæfingar tvisv- ar í viku og bogaæfingar vikulega auk reglulegra handverkssamkoma. „Við erum með fólk sem sinnir alls- konar handverki, járnsmiði, fólk sem vinnur við að skera út í horn, gull og silfur, auk söngvara,“ segir Hafsteinn. Til viðbótar við þetta nýta víkingar félagsheimilið í ýmsa starfsemi. Þannig hittist hópur vík- inga og spilar tölvuleiki og innan fé- lagsins er einnig kór sem æfir viku- lega. Á miðvikudag halda nokkrir fé- lagsmenn til Færeyja en árleg vík- ingahátíð fer fram í bænum Hov á Suðurey. Hov er um 100 manna bær á austurströnd Suðureyjar og hafa bæjarbúar haldið hátíðina árvisst síðustu fimm árin. Sveitarfélagið hefur boðið víkingahópum af hinum löndunum á Norðurlöndum og greiðir undir þá ferðina af miklum höfðingsskap. Hafsteinn á von á að átján manna hópur sigli héðan til eyjanna og með í för er mikill bún- aður: vopn, klæði og tjöld. „Þetta er vorboðinn ljúfi. Þarna byrjar sum- arið hjá okkur,“ segir Hafsteinn léttur. Rimmugýgur fær nýjan samastað Morgunblaðið/Ómar Vígalegur Víkingarnir í Hafnarfirði fagna nú lausn húsnæðisvandans.  Víkingafélagið fær húsnæði í Straumsvík  Halda til Færeyja á miðvikudag Starfsánægja hjá starfsmönnum Biskupsstofu jókst umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt niður- stöðum starfs- ánægjukönnunar SFR, stéttar- félags í almanna- þjónustu, en könnunin er gerð árlega. Bisk- upsstofa hækkar um 46 sæti á milli ára og hækkaði aðeins lögreglan í Vestmannaeyjum meira, eða um 50 sæti. Þetta kemur fram í pistli Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, á vef Biskupsstofu. „Jákvæðar breytingar hafa orðið á nær öllum starfsánægjuþáttum sem könnunin nær til. Mesta breyt- ingin hefur orðið á starfsandanum og ánægju og stolti af vinnustaðn- um,“ ritar Agnes. ash@mbl.is Starfsánægja á Biskupsstofu eykst mikið Agnes M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.