Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lifbru@lifbru.is
Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 8. júní kl. 12.00
í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Breytingar á samþykktum
3. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðfélagar, fulltrúar launagreiðenda og
fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga eiga rétt til
fundarsetu og hafa málfrelsi og tillögurétt.
Reykjavík, 8. maí 2017
Stjórn Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Yfirlit yfir afkomu ársins 2016
2016 2015
Efnahagsreikningur (í milljónum kr.) A deild V deild B deild Samtals Samtals
Eignahlutir í félögum og sjóðum 31.966 6.837 800 39.603 41.771
Skuldabréf 68.295 14.607 3.459 86.361 69.756
Bundnar bankainnistæður 420 90 19 529 4.173
Aðrar fjárfestingar 24 5 0 29 64
Kröfur 526 113 335 974 1.610
Varanlegir rekstrarfjármunir 93 20 0 113 109
Handbært fé 811 173 22 1.007 1.044
Skuldir -70 -15 -57 -142 -200
Hrein eign til greiðslu lífeyris 102.066 21.830 4.579 128.475 118.326
Breyting á hreinni eign (í milljónum kr.)
Iðgjöld 8.154 2.491 954 11.599 10.361
Lífeyrir -2.089 -161 -1.349 -3.598 -3.109
Hreinar fjárfestingatekjur 1.950 399 94 2.443 12.221
Rekstrarkostnaður -203 -34 -58 -295 -279
Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 7.813 2.695 -359 10.149 19.194
Hrein eign frá fyrra ári 94.253 19.135 4.938 118.326 100.605
Afhent í lok árs við lokun séreignadeildar -1.473
Hrein eign til greiðslu lífeyris 102.066 21.830 4.579 128.475 118.326
Kennitölur
Nafnávöxtun 1,8% 1,8% 0,8% 1,8% 11,6%
Hrein raunávöxtun -0,3% -0,3% -1,3% -0,3% 9,4%
Raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,5% 4,5% 4,4% 5,2%
Raunávöxtun (10 ára meðaltal) 1,8% 1,8% 1,7% 2,5%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -13,3% 3,4% -25,8%
Virkir sjóðfélagar (meðaltal ársins) 11.491 4.570 164 16.225 16.316
Fjöldi lífeyrisþega (meðaltal ársins) 3.531 979 990 5.500 4.805
Í stjórn sjóðsins eru: Garðar Hilmarsson, formaður, Kristbjörg Stephensen, varaformaður,
Benedikt Þór Valsson, Elín Björg Jónsdóttir, Salóme A. Þórisdóttir og Sigurbergur Ármannsson.
Framkvæmdastjóri er Gerður Guðjónsdóttir.
Ársfundur 2017
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nýverið voru fjórir verkfræðingar
sæmdir heiðursmerki Verkfræð-
ingafélags Íslands. Þetta eru þau
Arnlaugur Guðmundsson, Gísli
Viggósson, Jónas Elíasson og
Ragna Karlsdóttir.
Arnlaugur Guðmundsson er raf-
magnsverkfræðingur og starfaði
lengi hjá Orkustofnun við m.a.
smíði á sérhæfðum mælitækjum.
Gísli Viggósson er byggingaverk-
fræðingur og starfaði lengi við
hönnun hafnarmannvirkja. Jónas
Elíasson hefur, samkvæmt tilkynn-
ingu, lagt fram mikilvægan skerf til
vatna- og straumfræði og Ragna
Karlsdóttir er byggingaverkfræð-
ingur og hefur einkum starfað við
rannsóknir á sviði jarðeðlisfræði.
Verkfræð-
ingar fengu
heiðursmerki
Verkfræði Frá vinstri: Jónas Elías-
son, Ragna Karlsdóttir, Arnlaugur
Guðmundsson og Gísli Viggósson.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er fyrst og fremst gert til þess
að hjálpa kaupendum hesta að fá þann
hest sem þeir í rauninni vilja,“ segir
Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir, kenn-
ari við Háskólann á Hólum og fulltrúi í
útreiðanefnd FEIF, alþjóðasamtaka
um íslenska hestinn. Samtökin hafa
þróað próf fyrir reiðhesta til að auð-
velda samskipti kaupenda og seljenda
og gefið út frumútgáfu þess.
Í upphafi, á meðan fyrirkomulagið
er að þróast, er gert ráð fyrir að
kaupandinn fylli út form þar sem
fram kemur hverskonar reiðhest
hann vill kaupa og seljandinn fylli út
form um hverskonar hest hann hefur
til sölu. Hlín segir að ætlunin sé að
þróa þetta út í það að óháður aðili
taki út hestinn og skrái á hvaða þjálf-
unarstigi hann er, hvaða gangteg-
undum hann býr yfir og hvernig
geðslag hans er.
Gunnar Sturluson, forseti FEIF,
segir að þetta verkefni verði þróað
áfram. Fyrst í stað verði upplýsing-
arnar einungis á milli kaupanda og
seljanda. Ef þetta heppnist vel og leið
finnst til að staðla upplýsingarnar
gætu þær átt heima í World Feng,
upprunaættbók íslenska hestsins, á
sama hátt og ýmsar aðrar upplýs-
ingar sem þar eru skráðar.
Meiri þörf erlendis
Hlín segir að þjálfa þurfi úttekt-
armennina. Það taki tíma. Reiknar
hún með að haldin verði námskeið
víða um Evrópu og ef til vill víðar í
þeim tilgangi.
Hún telur að mesta þörfin á þessu
formlega sniði sé þegar hestar eru
seldar milli landa og innan Evrópu
þar sem miklar fjarlægðir eru á milli
kaupanda og seljenda. Hún segir að
hér á landi skreppi kaupandinn ein-
faldlega til seljandans og prófi hest-
inn sem hann er að velta fyrir sér að
kaupa. Því sé minni þörf á þessu fyr-
irkomulagi hér á landi.
Hrossapróf innleidd í Evrópu
Morgunblaðið/Ófeigur
Á baki Riðið út við Rauðavatn.
Eiginleikar reiðhestsins skráðir til að auðvelda kaupanda að fá þann rétta
„Samfélagið gerir kröfur um að
fyrirtæki séu ábyrg í umhverfis-
málum og raunar eru allir orðnir
sér vel meðvitaðir um skyldurnar
sem á okkur hvíla um góða um-
gengni við náttúruna,“ segir Guðný
Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólk-
ursamsölunnar. Fyrirtækið setti
nýverið á markað nýja gerð mjólk-
urferna sem eru umhverfisvænni
en áður.
Það sem nú telst til tíðinda er að
plastið sem notað er í tappann á
mjólkurfernum og á innra byrði
fernunnar er unnið úr plöntum í
stað olíu áður. Umbúðirnar eru þær
umhverfisvænstu sem völ er á
„Plastið í tappanum á mjólk-
urfernum er úr sykurrreyr sem
gróðursettur er á rýru beitilandi.
Hverja plöntu er hægt að nýta til
uppskeru í 5-7 ár áður en planta
þarf nýrri. Með þessari nýju aðferð
er ekki gengið á takmarkaðar jarð-
efnaauðlindir við framleiðsluna og
á sama tíma er dregið úr losun
koltvísýrings út í andrúmsloftið,“
segir Guðný Steinsdóttir þegar hún
lýsir helsta muninum milli nýja
plastsins og þess hefðbundna.
sbs@mbl.is
Tappar úr sykurreyr
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mjólk Guðný Steinsdóttir með fernurnar.