Morgunblaðið - 20.05.2017, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Hágæða tölvustýrðar fiskvinnsluvélar frá Vélfagi tryggja aukna nýtingu, meiri flakagæði og bæta þannig umgengnina við auðlindina og
umhverfið. Rafpóleraðar fiskvinnsluvélar Vélfags hrinda frá sér óhreinindum. Aukið hreinlæti dregur úr örverumyndun, tryggir hráefnis-
gæði og lengir hillulíf afurða. Rafpólering tryggir betri endingu og þol gegn tæringu. Lægri viðhaldskostnaður.
Bolfiskflökunar- og roðdráttarvél Tölvustýrður bolfiskhausari
Við óskum Ramma hf. til hamingju með Sólberg ÓF1
Starfsfólk Vélfags
Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar góða varahlutaþjónustu!
Tölvustýrð bolfiskflökunar- og roðdráttarvél
www.velfag.com Vélfag ehf. //Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður ////Njarðarnes 2 / 603 Akureyri /// 466 2635 // sales@velfag.is
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
„Akranes er líklega sá staður sem
mest hefur notið þess, miðað við
höfðatölu, hvernig íslenskur sjávar-
útvegur hefur tekið framförum í
tækni, fjárfestingu og arðbærari nýt-
ingu á auðlindum sjávar,“ sagði Jens
Garðar Helgason, formaður Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, á árs-
fundi samtakanna í gær.
Honum þótti umræðan sem skap-
aðist eftir að HB Grandi sagði upp
fiskvinnslufólki á Akranesi oft og tíð-
um í litlu samhengi við raunveruleik-
ann. Ýmsir hefðu við það tækifæri
talað um aukið gjald á greinina,
byggðafestu kvóta, hugmyndir um
uppboðsleiðir og annað þar eftir göt-
unum .
Fjárfesti fyrir 10 milljarða
„Á Akranesi hefur byggst upp
þekkingarfyrirtækið Skaginn, með
170 starfsmenn, sem einmitt byggir á
því að íslenskur sjávarútvegur er að
fjárfesta til framtíðar og í framtíð-
inni.
Sumir hafa jafnvel gengið svo langt
að úthrópa HB Granda fyrir að
standa ekki við samfélagslegar skuld-
bindingar og stuðla ekki að byggða-
festu. Hvernig í ósköpunum er hægt
að komast að þessari niðurstöðu þeg-
ar fyrirtækið er að fækka úr 270
starfsmönnum á Akranesi í 185 og
fyrirheit eru um að reyna að finna
sem flestum vinnu annars staðar hjá
fyrirtækinu – annaðhvort á Akranesi
eða í Reykjavík. Akranes er 6.800
manna samfélag í hálftíma akstri frá
Reykjavík. Á sama tíma hefur HB
Grandi fjárfest fyrir tíu milljarða í
atvinnutækjum og kvóta til að
styrkja 600 manna byggðarlag aust-
ur á fjörðum. Tíu milljarðar sem hafa
tryggt starfsöryggi og byggðafestu
Vopnafjarðar til framtíðar. Samfélag
sem er tíu sinnum minna en Akranes
í 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Það
að halda því fram að stefna HB
Granda sé ekki samfélagslega ábyrg
er í einu orði galið,“ sagði hann.
Misskilin fiskveiðilög
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri SFS, sagði að
misskilnings gætti í umræðunni um
fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga.
Sumir túlkuðu greinina á þá leið að
það væri sjálfstætt markmið sjávar-
útvegs að tryggja byggð í landinu.
Fram kemur í umræddri grein að
„markmið laga þessara er að stuðla
að verndun og hagkvæmri nýtingu
þeirra og tryggja með því trausta at-
vinnu og byggð í landinu“.
Hún sagði að orðalagið væri mikil-
vægt. Meginmarkmið laganna væri
verndun og nýting nytjastofna. Af-
leiðing þess væri að tryggja trausta
atvinnu og byggð í landinu.
„Það er ekki sjálfstætt markmið.
Það er ekki hægt að gera þá kröfu til
sjávarútvegsins að hann einn og
óstuddur tryggi og treysti byggð í
landinu.
Og þykir það sanngjörn krafa til
sjávarútvegsins að hann eigi að
tryggja nákvæmlega sama fjölda
starfsmanna í sama byggðarhlutan-
um um aldur og ævi? Þá fyrst erum
við komin í ógöngur. Það er ekki
markmið laganna,“ sagði Heiðrún
Lind.
Sátt ætti að skapast
Á dögunum skipaði sjávarútvegs-
ráðherra nefnd um endurskoðun
veiðigjalda og er hún kölluð sátta-
nefnd. „Ég vil aðeins leggja útaf orð-
inu sátt,“ sagði Jens Garðar Helga-
son, formaður SFS. „Í mínum huga
hlýtur að vera sátt um atvinnugrein
sem nýtir auðlindir þjóðarinnar á
sjálfbæran og ábyrgan hátt. Nýtir
auðlindina með þeim hætti að þeir
sem hana nýta í dag skila henni af sér
í jafngóðu ef ekki betra ástandi til
næstu kynslóðar.
Hvers vegna er ósætti um atvinnu-
grein sem fjárfestir fyrir milljarða
tugi um allt land og tryggir að öflug
fyrirtæki verði burðarásar síns
atvinnusvæðis og tryggja atvinnu-
öryggi og hálaunastörf?
Hvers vegna er ósætti um atvinnu-
grein sem ekki einungis nýtir auð-
lindina á arðbæran hátt þjóðinni til
heilla, heldur greiðir aukalega til
samfélagsins í formi auðlindagjalda?“
Uppboðsleiðin
Nokkuð hefur verið rætt um að
bjóða aflaheimildir upp. Heiðrún
Lind sagðist óttast að það myndi leiða
til aukinnar samþjöppunar, þar sem
burðugri fyrirtæki gætu boðið hærra
verð fyrir aflaheimildar, og að draga
myndi úr fjárfestingu í greininni og
brottkast aukast vegna þess að fyr-
irtækin gætu ekki gengið að því vísu
að þau hefðu aflaheimildir til lengri
tíma litið. Það hefði verið reynslan í
Rússlandi og Eistlandi.
Segir stefnu HB Granda ábyrga
Morgunblaðið/Hanna
Útvegur Jens Garðar Helgason sagði að sátt hlyti að myndast um atvinnu-
grein sem nýtti auðlindir þjóðarinnar á sjálfbæran og ábyrgan hátt.
Formaður SFS grípur til varna fyrir HB Granda og segir reksturinn samfélagslega ábyrgan Benti
á að það hefði nýlega fjárfest fyrir tíu milljarða í atvinnutækjum og kvóta til að styrkja 600 manna byggð
Hagnaður nýtilkominn
» Ásgeir Jónsson, dósent í
hagfræði við Háskóla Íslands,
sagði á ársfundi SFS að íslensk-
ur sjávarútvegur hefði ekki orð-
ið arðbær fyrr en á 21. öldinni.
» Hagnaðurinn væri algerlega
háður núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi, frjálsu framsali
aflaheimilda og frjálsri ráð-
stöfun aflans.
» Hann sagði að það væri mýta
að kvótakerfið hefði komið í
landsbyggðinni á kaldan klaka.
Samkeppnishæfur sjávar-
útvegur væri forsenda fyrir
samkeppnishæfum lífskjörum
úti á landi.