Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 41

Morgunblaðið - 20.05.2017, Page 41
inn hittist enda húmorinn í góðu lagi. Gestrisni og höfðingsskapur ríkti á heimili Jóns Viðars og Naningu og alltaf var gott og skemmtilegt að sækja þau heim. Minningar sækja á hugann, all- ar skemmtilegu samverustund- irnar. Allar ferðirnar, stuttar og langar. Bíltúrarnir, veiðiferðirn- ar, berjatínslan, ferðalögin bæði innan og utanlands. Það var alltaf gott að ferðast með Jóni þar sem hann var mikill málamaður, talaði ensku, þýsku og norðurlandamál- in. Svo maður tali nú ekki um skemmtilegan félagsskap. Það hefur verið mannbætandi að um- gangast þau hjón og það er erfitt að þurfa að kveðja hann. Við skulum í minningunni um vin okkar sýna æðruleysi og styrk. Megi drottinn veita Nan- ingu og aðstandendum öllum huggun í harmi og gefa þeim styrk um ókomna daga Gunnlaugur Búi og Signa. Góður vinur okkar, Jón Viðar Guðlaugsson, kvaddi á sólskins- degi. Það var ávallt sólskin í nær- veru hans. Sterkur persónuleiki hans, kímni og glaðværð, trúfesti og einlæg vinátta gerði lífið bjart. Þess vegna var eins og skyndi- lega dimmdi í lofti, þegar við fréttum af andláti hans. Á unglingsárum mínum kynntist ég Jóni Viðari sem KFUM manni og kristniboðsvini. Við bjuggum í sitt hvorum lands- hlutanum en hittumst á mótum og kristniboðsþingum í Vatna- skógi. Hann var góður píanisti og spilaði oft undir söng og var hress og glettinn og átti gott með að finna spaugilegu hliðar lífsins. Hann var góður sögumaður og skrifaði liprar, ýktar og skemmtilegar sögur til nota í KFUM starfinu, sem bókaútgáf- an Salt gaf út undir heitinu „Fjörulalli“ árið 1980, frásagnir fyrir alla aldurshópa. Á árunum 1976-1982 var ég æskulýðsfulltrúi hjá þjóðkirkj- unni og kom mikið til Akureyrar og kynntist þá enn betur Jóni Við- ari og Kristjönu, konu hans. Tvö síðustu æskulýðsstarfsárin bjó ég á Akureyri og var nágranni þeirra og heimagangur. Það gerði okkur að ævivinum. Í samfélagi við þau og fjölskylduna upplifði ég djúpan, sterkan kærleika. Ég var umvafin umhyggju og sótti til þeirra kraft og uppörvun hvenær sem var. Snemma árs 1988 varð ég prestur og var upp frá því bundin í störfum fjarri Akureyri. Vinátta okkar Jóns Viðars og Naningu (Kristjönu) slitnaði samt ekki. Ég gat ávallt komið til þeirra sem heimamaður. Þannig atvikaðist það, að þegar við Óli minn vorum nýfarin að vera saman og aðeins nánasta fjölskylda vissi af því, varð fyrsta sameiginlega heim- sókn okkar á heimili þeirra og þau fengu að vita að Óli væri til- vonandi eiginmaður minn, en ekki aðeins bílstjóri, eins og ég hafði annars kynnt hann! Í fyrrasumar vorum við Óli stödd á Akureyri, þegar hann varð fyrir óhappi og varð að vera á sjúkrahúsi í sólarhring. Ég varð þá að finna mér gististað – og þó að komið væri kvöld og Jón Viðar og Naninga komin yfir áttrætt, var fyrsta hugsunin sú að hringja í þau og biðja um gistingu. Og mín beið ekki aðeins uppbúið rúm, heldur sami opni kærleiksfaðm- urinn. Líf Jóns Viðars og eiginkonu hans minnir svo sterkt á hve líf okkar manna er samtvinnað. Vin- átta og kærleikur eru sólskinið og hamingjan í lífinu. Þegar ég flutti frá Akureyri í september 1982 fékk ég skilnað- argjöf frá fjölskyldunni: Styttu af tárfellandi barni. Yngri dóttirin stóð fyrir þeirri gjöf. Þessi stytta hefur verið hjá mér í 35 ár og minnt mig á þessa dýrmætu vini. Aðskilnaðartárin urðu mér smám saman að gleðitárum yfir því að eiga þessa vini. Við andlát Jóns Viðars verða tárin aftur að sakn- aðartárum – en ég veit að þau eiga eftir að draga fram birtu minninga og þakklætis – og birtu trúarinnar á Jesú Krist og upp- risuna, sem Jón Viðar boðaði með öllu lífi sínu. Við Óli þökkum af alhug vin- áttu og kærleika áranna og biðj- um Guð að blessa og styrkja Kristjönu og börnin þeirra, tengdabörn og barnabörn. „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins“. Stína Gísladóttir, Ola Aadnegard. Við höfum þekkt Jón og Nan- ingu frá því við munum eftir okk- ur. Þau hafa verið vinir pabba og mömmu síðan þau urðu nágrann- ar, en í sama húsi og þau bjuggu einnig Magga og Þóroddur. Þess- ar þrjár fjölskyldur hafa verið nánir vinir æ síðan og hafa þau reynst mömmu og pabba afskap- lega vel og verið einstaklega tryggir og góðir vinir. En öll eign- uðust þau einn son elstan og tvær dætur og þær sem voru á líkust- um aldri urðu bestu vinkonur. Við erum óendanlega þakklát- ar fyrir allt það sem Jón og Nan- inga, Magga og Þóroddur, á með- an hann lifði, hafa gefið pabba og mömmu. Við systkinin áttum líka gott athvarf hjá þeim og við töl- uðum oft um hjónin úr næsta húsi sem afleysinga-foreldra okkar. Við eigum ómetanlegar minning- ar og þakkarverðar. Þessi hópur hittist aldrei öðruvísi en að mikið væri hlegið. Jón Viðar átti alltaf einhverja brandara og skemmti- sögur í pokahorninu og krakkarn- ir þeirra Naningu hafa öll fengið þessa skemmtilegu kímnigáfu og frásagnarhæfileika í arf. Hversu oft sátum við ekki öll og skelli- hlógum og Naninga sagði milli hlátraskallanna: „Ja Jón.“ Oftar en ekki þegar við systur erum að sprella og okkur finnst önnur ganga of langt þá segir hin: „Ja Jón.“ Takk fyrir tryggðina og ein- staka vináttu við pabba og mömmu. Guð styrki þig, elsku Naninga, og fjölskyldu þína alla. Halla og Helga Gunnlaugsdætur. Ég man fyrst eftir Jóni Viðari frá unglingsárum sem þátttak- anda á almennum mótum og kristniboðsþingum, aðalfundum Kristniboðssambandsins, sem þá stóðu yfir í nokkra daga og haldn- ir voru í Vatnaskógi. Einstaklega minnisstæð er hugleiðing sem hann flutti einn morguninn og man ég enn efni hennar. Þar kom eflaust til frásagnargáfa Jóns Viðars og lifandi trú á krossfestan og upprisinn frelsara. Tengslin urðu fleiri með árun- um: Útgáfumál, en Salt hf. gaf út bækur hans um Fjörulalla, heim- sóknir mínar til Akureyrar í er- indagjörðum kristniboðsins, gest- risni á heimili þeirra, þátttaka í samkomum þar sem Jón Viðar sá um undirleik og margt annað. Glaður í Drottni og brennandi í áhuganum var hann mér og fleir- um góð fyrirmynd. Hress og kát- ur hressti hann sál þeirra sem í kringum hann voru á hverjum tíma. Jón Viðar sat í stjórn Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga í 12 ár á 8. og 9. áratugnum. Hann taldi ekki eftir sér að aka suður, gista og aka heim aftur. Störfum sínum í stjórninni sinnti hann af alvöru og samviskusemi og var oft tillögu- og úrræðagóður. Með stjórnarsetu sinni lagði hann mik- ilvægu málefni lið, málefni sem hann sinnti annars af alúð bæði fyrir og eftir þann tíma. Fyrir þátttöku hans, fyrirbænir og gjaf- ir til starfsins skal nú þakkað þeg- ar komið er að leiðarlokum hins jarðneska lífs. Hann var trúr allt til enda og hefur hlotið kórónu lífsins. Drottinn blessi minningu Jóns Viðars og huggi og styrki ættingja alla og vini. Ragnar Gunnarsson. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017 ✝ Kristján PállGestsson fædd- ist í Reykjavík 13. maí 1957. Hann lést á heimili sínu 20. apríl 2017. Móðir hans er Þorbjörg Kristjáns- dóttir, fædd 20. des- ember 1929, faðir hans var Gestur Pálsson, fæddur 14. maí 1934, dáinn 17. apríl 2016. Systkinahópurinn er myndarlegur, Kristján var elstur ásamt tvíburabróður sínum Rúnari en þar á eftir koma Matt- hildur, Magnús, Ásgeir, Svanhild- ur, Halldór og Hlynur. Kristján gekk í hjónaband með Sigrúnu Þorsteinsdóttur þann 17. júní 1982. Saman eignuðust þau tvö börn, Þorstein Inga Kristjánsson, fæddur 24. ágúst 1977, og Krist- ínu Evu Kristjánsdóttur, fædd 24. júlí 1985. Leiðir þeirra skildu svo árið 1994. Þorsteinn á dótturina Kötlu Dimmey Þorsteinsdóttur, fædd 29. nóvember 2001. Kristín á soninn Daníel Berent Agn- arsson Rink, fæddur 17. apríl 2006. Kristján kynntist síðar Katrínu Eiðsdóttur og voru þau í sambúð um árabil. Þau áttu góð- ar stundir saman og ferðuðust víða innanlands sem og erlendis. Uppvaxtarár Kristjáns voru fyrstu sex árin á Vífilsgötu 10 og í framhaldi á nýju heimili fjöl- skyldunnar í Grænuhlíð 20. Hann var í fjögur sumur í sveit í Brennigerði þar til sumarið 1972, þá tók við vinna hjá föður hans við mót- arif og að skafa timbur. Árið 1974 fór hann á samning hjá föður sínum til að læra smíði og hann vann megnið af námstímanum í Hús- gagnahöllinni. Hann var í Iðnskólanum í Reykjavík yf- ir veturinn 1977 til 1978 og út- skrifaðist um vorið, tók svo sveinspróf um sumarið ásamt Rúnari bróður sínum. Kristján vann að mestu við smíðar í Húsgagnahöllinni en einnig við annars konar smíðavinnu og víða má sjá hús þar sem hans hand- lagni fékk að njóta sín. Hann lýk- ur svo meistaranámi árið 1989 og í kjölfarið flytur með fjölskyld- unni í Grímsnes. Hann átti við langvarandi bakmeiðsli að stríða og í kjölfar vinnuslyss í ofsa- veðri, í Grímsnesi í febrúar 1991 er hann var að aðstoða björg- unarsveit, versnuðu veikindin til muna og náði hann í raun aldrei fullum bata þrátt fyrir stífa end- urhæfingu. Hann hélt áfram vinnu eftir bestu getu og var mjög gjarn á að hjálpa vinum og ættingjum með bros á vör og hamar í hendi. Útför hans fór fram frá Graf- arvogskirkju 5. maí 2017. Við heyrðum að þú værir farinn en samt varst þú allt um kring. Skrúfað og límt, strokið yfir mis- fellur, skriðið eftir nýlögðu park- eti. Sötrað Kiddakaffi og hrært í botnfallinu, smávægilegur skjálfti í hendi en kímni í augnkrókum og brosið áræðið. Nú var verið að brugga sögu. Síðan var henni hleypt af stokkunum eins og völ- undarsmíð hins stolta handverks- manns eða ljóðrænu hins inn- blásna sagnamanns. Við fylgdumst oft með þér í frásagn- argleðinni þar sem hendur fóru á loft og orðin sigldu fram eins og nýsmíðuð fley. Athöfnin bar vitni um glöggt auga hins forvitna og óendanlegt minnið. Að muna hið sérstaka og hið skemmtilega var þér skilningarvitið sjötta – Hinu mátti bara gleyma. Þú áttir líka erfiðar stundir en vildir síður angra ættingja, vini eða félaga með einhverju væli. Hertir þig upp til átaka við þau smíðaverk sem biðu þó að líkam- inn hreyfði andmælum. Mættir þá jafnvel til verka, eftir nokkurra daga andóf skrokksins, og lagðir til atlögu með málbandi eða sög eftir að hafa rofið föstu með vel sykraðri kaffimjólk. Skrokkinn var stundum hægt að berja til hlýðni en andinn var þeim mun erfiðari. Við sem þekktum þig ungan og síðar eldri vissum að þér gat fundist óþægilegt að hitta fólk ef þú gætir ekki glatt eða í það minnsta hresst það við. Á yngri árum var gott að skemmta sér með fólki sem sýndi lífsmark, syngja mikið og sýna gott úthald. Og ekki var verra ef selskapurinn fór hæfilega úr böndunum. Rústa- björgun daginn eftir var eiginlega bara góðs viti og oft efniviður í síð- ari sagnaljóð. Á seinni árum varst þú ekki jafn sannfærður um að miklar samverustundir með ætt- mennum væru af hinu góða og dróst þig í hlé meira en við öll hefðum kosið. Við áttum góðar stundir fyrir ári síðan þó að til- efnið væri ekki beinlínis gleðilegt. Þú naust þín vel og það var gott að þú varst með okkur. Hvíldin er þér líklega kærkomin, Kiddi, en við söknum þín, bróðir okkar, son- ur og vinur. Faðmurinn er opinn og við tjáum tilfinningar okkar nú því að það er gott fyrir lífið. Þín mamma og systkini. Mamma, Rúnar, Matthildur, Magnús, Ásgeir, Svanhildur, Halldór og Hlynur. Kristján Páll Gestsson Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, ömmu og systur, SVÖVU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hverfisgötu 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11 G á Landspítala fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Friðrik Bridde Anna Margrét Bridde Elvar Birgisson Katrín Dröfn Bridde barnabörn og systur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og bróður, TORFA GEIRMUNDSSONAR hárskera, Hárhorninu við Hlemm. Ingvi Reynir Berndsen Helga Hjaltadóttir Mikael Torfason Elma Stefanía Ágústsdóttir Lilja Torfadóttir Guðbjörg Árnadóttir Knútur Rafn Ármann Helena Hermundardóttir Bashir Geirmundsson Gemma Crockford Tryggvi Geir Torfason barnabörn og systkini Ástkær eiginkona, móðir, tengdamamma, amma og langamma, NÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 25, lést á Vífilsstöðum að morgni 7. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og vinsemd. Ólafur Indriðason Hallur Helgason Sæunn Klemenzdóttir Ólafur Ólafsson Dagbjört Ólafsdóttir Örn Jóhannesson Páll Ólafsson Ingibjörg Halldóra Snorrad. Hallur, Margrét Arna, Páll Ingi, Alexandra og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR GUÐBRANDSDÓTTUR frá Lækjarskógi, Dalsýslu. Óli Knöttur Ásgeirsson Jónína Guðrún Einarsdóttir Sæmundur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, lést föstudaginn 12. maí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Inga Arndís Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Tryggvi Ólafsson Auður A. Ólafsdóttir Hildur Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.