Morgunblaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2017
Hulið landslag nefnist sýning á
grafíkverkum og teikningum sem
Soffía Sæmundsdóttir opnar í
Borgarbókasafninu Gerðubergi í
dag kl. 14.
„Verkin á sýningunni vísa í dulúð
landslagsins og eru gjarnan á
mörkum hins ímyndaða og jarð-
neska heims,“ segir í tilkynningu.
Listakonan segir að þótt hún horfi
til himins, fjalla eða út í hinn óend-
anlega sjóndeildarhring verði nið-
urstaðan aldrei annað en það sem
birtist á pappírnum. Fyrirmyndin
sé ekki ákveðin að fullu en með því
að vinna verk sín með blýanti, kol-
um, bleki eða vatnslitum verði til
verk sem með framsetningu sinni
feli í sér áframhald og sögulega
skírskotun. „Verkin einkennast
jafnframt af einhverjum óend-
anleika og tilraunakenndri leit þar
sem landslag, sagan og náttúran
veita listakonunni innblástur.“
Þess má að lokum geta að sýn-
ingin stendur til 27. ágúst.
Opnar Hulið landslag í Gerðubergi
Grafíkverk Soffía Sæmundsdóttir sýnir grafíkverk og teikningar frá undanförnum árum.
Tinna Ottesen ræðir við gesti um
verkið sitt, „Óþekkt“, sem nú stend-
ur í Listasafni Árnesinga, á morg-
un, sunnudag, kl. 15. „Verkið er
gagnvirk innsetning sem með tím-
anum tekur breytingum, m.a.
vegna ólíkra eiginleika efnanna
sem notuð eru. Til að byrja með er
efniviðurinn aðallega plast og
þennan sunnudag er síðasta tæki-
færið til þess að sjá þá útgáfu á inn-
setningunni því eftir helgina verður
efniviðurinn einkum latex.
Efni hegða sér á ólíkan hátt og
standa líka sem tákn eða tilvísanir í
uppruna sinn og áhrif á umhverfið.
Innsetningin hverfist einnig um hið
háleita sublím, sem nefnt hefur ver-
ið ægifegurð á íslensku. Á róm-
antíska tímabilinu vísaði túlkunin
til smæðar mannsins andspænis
ógnarkrafti náttúrunnar en nú er
farið að túlka það sem ógnarkraft
tæknivæðingar í samtímanum í stað
þess að vísa í kraftinn í landslagi.
Er maðurinn hluti af náttúrunni –
eða teljum við okkur yfir hana hafin
með því að ætla að stjórna öllu – og
getum við það?“ segir í tilkynningu.
Safnið er opið kl. 12-18 alla daga
og þar stendur núna einnig sýn-
ingin Heimkynni – Sigrid Valt-
ingojer. Aðgangur er ókeypis.
Spjall um Óþekkt í Listasafni Árnesinga
Gagnvirkni Óþekkt eftir Tinnu Ottesen.
„Munnhörpuleikarinn Þorleifur
Gaukur er mættur á land eftir nám
í Berklee College of Music. Í þetta
skiptið tekur hann með sér Ethan
Jodziewicz, einn fremsta Roots-
music bassaleikara heims,“ segir í
tilkynningu, en félagarnir koma
fram á tónleikum á Kex hosteli ann-
að kvöld, sunnudag, kl. 21.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum tekur Jodziewicz
um þessar mundir þátt í tónleika-
ferðalagi með Sierra Hull og hefur
spilað með listafólki allt frá Bela
Fleck til David Grisman.
„Munnhörpuleikarinn Þorleifur
Gaukur hefur verið áberandi í ís-
lensku tónlistarlífi frá ungum aldri.
Hann hefur spilað með KK, Kaleo,
Victor Wooten, Bob Margolin, Pet-
er Rowan, Tómasi R. Einarssyni, og
mörgum fleirum. Haustið 2015 hóf
hann nám við Berklee College of
Music á fullum skólastyrk og fékk
Clark Terry verðlaunin fyrir fram-
úrskarandi árangur í fyrra. Hann
hefur verið aktívur í Bluegrass-
senunni í Bandaríkjunum og er
draumurinn að kynna landann fyrir
þeirri tónlist.“
Þorleifur og Jodziewicz á Kex hosteli
Dúó Þorleifur Gaukur og Ethan Jodziewicz djassa og spinna saman á tónleikunum.
Gjörningasveitin Inferno 5 kemur
fram í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið
verður opnað kl. 20.30. Í tilkynningu
frá Mengi kemur fram að sveitin
hafi starfað saman í rúm þrjátíu ár.
„Fyrstu opinberu tónleikar Inferno
5 fóru fram í Nýlistasafninu í nóv-
ember 1984 og síðan hefur Inferno 5
komið víða fram, hérlendis og er-
lendis. Inferno 5 er nefnd til heiðurs
fimmta helvíti í heimsmynd Dantes
sem er staður trúvillu, frjáls hugar-
flugs og óhefts ímyndunarafls.“
Gjörningasveitina skipa að þessu
sinni Einar Melax, Hafsteinn Mich-
ael og Ómar Stefánsson.
Inferno 5 í Mengi
Hugarflug Hafsteinn Michael.
Guardians of the Galaxy Vol. 2 12
Útverðir alheimsins halda áfram að ferðast um alheiminn.
Þau þurfa að halda hópinn og leysa ráð-
gátuna um foreldra Peter Quill.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 8,2/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.20, 19.40, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50
Sambíóin Akureyri 14.00, 17.00, 20.00
Sambíóin Keflavík 14.00, 17.00
Hinn ungi Arthur er á hlaupum eftir götum Lund-
únaborgar ásamt félögum sínum, óafvitandi um
konunglega stöðu sína, þar til að hann nær
sverðinu Excalibur, og verður umsvifalaust hel-
tekinn af mætti þess. Metacritic 40/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 14.40, 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 22.05, 22.50
Sambíóin Keflavík 22.10
Smárabíó 20.00, 22.45
King Arthur:
Legend of the Sword 12
Ég man þig 16
Ungt fólk sem er að gera
upp hús á Hesteyri um
miðjan vetur fer að gruna
að þau séu ekki ein.
Morgunblaðið
bbbbn
IMDb 8,7/10
Laugarásbíó 17.00,
20.00, 22.30
Smárabíó 13.00, 14.30, 15.20, 17.00, 17.35, 19.30, 20.10, 22.30
Háskólabíó 15.30, 18.00, 20.30, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00
Sambíóin Keflavík 17.50
Alien: Covenant 16
Áhöfnin á Covenant geim-
skipinu uppgötvar áður
óþekkta paradís. Fyrr en var-
ir komast meðlimir hennar
að því að hér er í raun og
veru mjög dimm og drunga-
leg veröld þar sem hinn vél-
ræni David hefur komið sér
fyrir.
Metacritic 65/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 14.30,
17.20, 20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.40
Smárabíó 17.25, 19.50,
22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.30
Fast and Furious 8 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 56/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Snatched 12
Þegar kærastinn Emily
sparkar henni ákveður hún
að fá varkára móður sína
með sér í frí til Ekvador.
Metacritic 47/100
IMDb 2,1/10
Laugarásbíó 20.00
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.10
Smárabíó 17.40, 20.10,
22.20
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.20
Beauty and the
Beast
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 65/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30
A Few Less Men
Þegar Luke fellur fyrir björg
og deyr neyðast félagar
hans þrír, David, Tom og
Graham, að koma líki hans
til Englands upp á eigin spýt-
ur og með sem allra minnstri
fyrirhöfn.
IMDb 6,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 18.00,
20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Going in Style 12
Þrír eldri borgarar, sem
skrimta á eftirlaununum
ákveða að ræna banka.
Þrír eldri borgarar, sem
skrimta á eftirlaununum, og
neyðast jafnvel stundum til
að borða hundamat, ákveða
að nú sé nóg komið. Þeir
ákveða því að ræna banka,
en vandamálið er að þeir
kunna ekki einu sinni að
halda á byssu!
Metacritic 50/100
Sambíóin Álfabakka 20.00
Spark: A Space Tail Apinn Spark og vinir hans
Chunk og Vix ætla sér að ná
aftur tökum á plánetunni
Bana - Ríki sem hefur verið
hertekið af illmenninu
Zhong.
Metacritic 22/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Álfabakka 13.30,
14.00, 15.25, 16.00, 18.00
Sambíóin Egilshöll 14.30
Sambíóin Kringlunni 14.00,
16.00
Sambíóin Akureyri 14.00,
16.00
Sambíóin Keflavík 13.50,
15.50
Heiða
Hjartnæm kvikmynd um
Heiðu, sem býr hjá afa sín-
um í Svissnesku Ölpunum.
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 14.00, 16.10
Smárabíó 12.50, 15.15
Háskólabíó 15.50
Borgarbíó Akureyri 13.30,
15.40, 17.50
Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af-
brýðisamur út í ofvitann, litla
bróður sinn.
Metacritic 50/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.00, 15.15,
17.40
Háskólabíó 15.30, 17.50
Strumparnir:
Gleymda þorpið Strympa og félagar hennar
finna dularfullt landakort
sem leiðir þau í gegnum
drungalega skóginn.
Metacritic 45/100
IMDb 5,9/10
Smárabíó 15.00
Háskólabíó 15.50
Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir
Thorbjörn Egner.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,1/10
Smárabíó 13.00
Rock Dog Útvarp dettur af himnum
beint í hendurnar á trisa-
hundi. þá ákveður hann að
freista gæfunnar og verða
tónlistarmaður.
Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 13.30
The Shack 12
Eftir að dóttur Mackenzie er
rænt fær hann bréf og fer að
gruna að bréfið sé frá Guði.
Metacritic 32/100
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 22.30
Á nýjum stað
Bíó Paradís 18.00
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 20.00
Everybody Wants
Some!!
Árið er 1980. Hópur hafn-
arboltaleikmanna upplifir
frelsið og áhyggjulausa ver-
öld í undanfara fullorðins-
áranna.
Metacritic 83/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 17.45, 20.00
La La Land Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,5/10
Bíó Paradís 22.15
Heima
Bíó Paradís 18.00
Hross í oss
Bíó Paradís 22.30
Mamma Mia! Sing
Along sýning
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Bíó Paradís 20.0
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna