Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 2

Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 2
x > -n o — CD > t— cö > —i f>-^ cn Afmæli Baden-Powells Þann 22. febrúar, átti stofnandi skátahreyfingarinnar Baden- Powell afmæli. Það var haldið hátíðlegt af skátunr hérna í Vestmannaeyjum. Skátar mættu niður í skáta- heimili kl. 19:30 og fékk hver þátttakandi eitt friðarkerti. Síðan var farið í raðir. Hver sveit hafði kyndla og hver skáta- flokkur sinn fána. Kl. 20:00 var gengið inn í Herjólfsdal og var sungið rnikið á leiðinni. Þegar þangað var komið röðuðu allir sér hringinn í kringum brunninn. Friðar- kertunum var raðað í hring á brunninum og kveikt á þeim. Félagsforingi Faxa, Páll Zóphoníasson talaði um Baden- Powell og friðarboðskap hans. Vakti ræða Páls mikla athygli. Þvínæst voru skemmtiatriði sýnd og skátasöngvar sungnir. Að lokum voru nýir skátar vígðir. Var það hátíðleg athöfn. Eftir þetta var gengið til baka niður í skátaheimili. Þar var Bræðralagssöngurinn sunginn og þessari miklu athöfn slitið. Voru allir sammála um það að afmælið hefði tekist með glæsi- brag. —Vala og Eyja. Starfsáætlun Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum fyrír árið 1989 JANÚAR Gönguferð um Heimaey með þátttöku foreldra og eldri skáta. Aðalfundur félagsins. Seinna útilegutímabil flokkanna hefst. FEBRÚAR Afmælis félagsins þann 22. febrúar verður minnst eins og venjulega með afmælishátíð í Skátaheimilinu. Þennan dag hafa skátar út um allan heim valið, sem friðardag. Sérstakt námskeið fyrir 18 ára og eldri, dróttskáta. Stofnun dróttskáta- sveitar. MARS Skátaskeyti vegna ferminga. Útgáfa Skátablaðsins Faxa. APRÍL Vetrarnámskeið haldið á Hellisheiði dagana 7., 8. og 9. Aldurstakmark 14 ára og eldri. MAÍ Vorverk, hreinsa til á tjald- svæðinu og lóðinni við Faxastíg. Undirbúningur að skátamóti. Umsjón með tjaldsvæðinu í Herjólfsdal. Skátadagurinn fyrir yngri skátana haldinn í Reykjavík, aldur 7-10 ára. JÚNÍ Skátamót haldið hér í Eyjurn. JÚLÍ Félagsferð um helgi, úti í Elliðaey, aldurstakmark 14 ára og eldri. Umsjón með tjaldsvæðinu í Herjólfsdal. SEPTEMBER Innritun nýrra félaga og skrá- setning eldri. Foringjanámskeið fyrir sveitar- foringja. OKTOBER Foringjanámskeið fyrir flokks- foringja. Flokksútilegur hefjast. Félagsfundur. NÓVEMBER Neistanámskeið haldið hér í Eyjum, 14 ára og eldri. Flokksútilegur. DESEMBER Jólafundur, kvöldvaka, gestum boðið, eldri skátar og foreldrar. Jólapóstur. Útgáfa jólablaðs. ALLT EFNI í BLAÐINU ER UNNIÐ AF SKÁTUM BLAÐNEFND: Magnús Ingi Eggertsson Björg Ólöf Bragadóttir Viktor Ragnarsson Þór Vilhelm Jónatansson Willum Andersen Valgerður Jóna Jónsdóttir AUGLÝSINGAR: Viktor Ragnarsson SKÁTABLAÐIÐ FAXI Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Prentverk: Eyrún h.f. 2

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.