Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 6
<s> x< < m _i < o — Q U- < x
Heimsókn Arnarunga
FÖSTUDAGURINN
(ÞRETTÁNDINN):
Sveitin Arnarungar kom hingað
til Vestmannaeyja þann 6.
janúar síðastliðinn. Og tókum
við Smyrlarnir að okkur það
verkefni að taka á móti þeim og
að skipuleggja dagskrá fyrir
okkur og Arnarunga.
Þeir komu með Herjólfi um
fjögurleytið og vorum við
Smyrlarnir mættir niður á
Herjólfsbryggju og biðum
spenntir eftir þeim. Þeir urðu
flestir sjóveikir á leiðinni en
Palli sveitarforinginn þeirra
huggaði þá aðeins með því að
segja þeim að það biðu 40
stelpur eftir þeim á bryggjunni
og urðu þeir um leið enn
spenntari fyrir því að koma til
Eyja. En þegar þeir voru komnir
með Herjólfi var ekki neinar
stelpur að sjá, en þá kom upp
mikið bros á Palla því hann lék
heldur betur á þá. En þrátt fyrir
það voru allir í góðu skapi.
Það var dálítið bras með að fá bíl
til að keyra farangrinum þeirra
upp í Gamla golfskálann, en það
hafðist eftir dálitla bið. En þá
lögðum við af stað upp í skála og
vorum við komnir upp í skálann
stuttu seinna. Eftir það voru
flestir farnir að kynnast þessum
strákum frá Dalbúum en það hét
félagið þeirra en það er í
Reykjavík.
Um klukkan 18:00 fórum við
Smyrlarnir allir í mat heim til
okkar en Arnarungarnir voru
upp í skála og borðuðu þar. Við
hittumst síðan aftur kl. 19:45
upp í skála, en þá fórum við
ásamt Arnarungum upp í sund-
höll en þaðan horfðum við á
flugeldasýninguna sem Týr sá
um. En eftir það var farið að
kíkja á fjörið hjá jólasveinunum,
Grýlu og Leppalúða og fleirum
sem voru á þessari þrettánda-
gleði, en þetta var í fyrsta skiptið
sem þeir sáu svona hátíð og
skemmtu þeir sér mjög vel.
En þrettándagleðin var búin um
I tíuleytið og lögðum við því af
6
stað upp í skála og héldum þar
kvöldvöku sem heppnaðist mjög
vel og var kvöldvökunni slitið
um kl. 24:00. Okkur var síðan
keyrt heim af því að þetta kvöld
var vindhraðinn meira en 12
vindstig og var því erfitt að
ganga út úr Dalnum.
LAUGARDAGURINN
7. JANÚAR:
Þennan dag var byrjað á því að
skoða Sprönguna og að sjálf-
sögðu reyndu Dalbúar að
spreyta sig í þeirri grein, einnig
leyfðum við þeim að prófa að
síga en gekk það misvel. Við
lögðum síðan af stað heinr um
eittleytið.
En eftir það var farið í fjall-
göngu. Þegar við lögðum af stað
í fjallgönguna kom dálítil
rigning en stuttu seiqna kom
hellidemba, en við héldum
áfram þrátt fyrir veðrið, enda
ýmsu vanir. En við fórum upp
norðanvert Dalfjallið og
komum aftur niður hjá Spröng-
unni, en þaðan var lagt af stað á
Fiskasafnið. Þegar við vorum
konrnir á Fiskasafnið byrjuðum
við á því að setja úlpurnar og
annan yfirfatnað niður í eitt
hornið, af því að við vorum
gegnblautir eftir rigninguna
miklu sem skall á.
Á Fiskasafninu sáum við marga
fugla, steina, skordýr, fiska og
ýmislegt fleira, en við vorum
þarna til 16:30 en á dagskránni
var þessi tími frjáls og fóru því
allir annað hvort upp í skála eða
heim til sín að skipta um föt eftir
þessa miklu rigningu.
Næst hittumst við í skáta-
heimilinu en þar var kvöldvaka
með Arnarungum og öllum úr
sveitinni Smáfólki, en við
Smyrlarnir erum í þeirri sveit. Á
kvöldvökunni var gert rnikið til
gamans, kvöldvakan var sett
með smá kynningarleik og
kveikt var á kertum, síðan var
grettukeppni en Siggi úr Arnar-
ungum vann hana, og einnig
vann Atli úr Arnarungum
keppni þar sem keppt var um að
reka eldspýtustokk ákveðna
SKÁTASKEYTI
AFGREIDSLA VERDUR í
SKÁTAHEIMILINU
VID FAXASTÍG
OPIÐ VERÐUR SEM HÉR SEGIR:
Föstudagur 17. mars kl. 14:00-18:00
Laugardagur 18. mars kl. 19:00-18:00
Sunnudagur 19. mars kl. 10:00-16:00
Miðvikudagur 22. marskl. 10:00-18:00
Fimmtudagur 23. marskl. 10:00-16:00
Laugardagur 25. mars kl. 10:00-18:00
Sunnudagur 26. mars kl. 14:00-18:00
Mánudagur 27. mars kl. 10:00-16:00
Skátafélagiö FAXI