Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Page 9
AFMÆLISHÁTÍÐ
Á árinu 1987 hófst undir-
búningur að 50 ára afmæli Faxa,
sem haldið var upp á 20. til 28.
febrúar 1988.
Hátíðarhöldin hófust með
opnun sögusýningar í Skáta-
heintilinu við Faxastíg, laugar-
daginn 20. febrúar kl. 14:00. Á
sýninguna, sem var öllum opin,
mættu auk starfandi skáta hér í
Eyjum, skátahöfðinginn Ágúst
Þorsteinsson og gamlir skátar
héðan úr Eyjum bæði hér
búandi og brottfluttir. Af þeim
síðastnefndu bar mest á
Útlögum. Um kvöldið var
haldinn afmælisfagnaður, þar
sem forsvarsmenn bæjarins,
gamlir skátar og eldri starfandi
skátar mættu til sameiginlegs
borðhalds. Sérstaklega ber að
minnast á það, að fyrsti félags-
foringi Faxa, Friðrik Jesson og
frú, tóku þátt í hátíðar-
höldunum. Flokksforingjar
félagsins sáu um að þjóna til
borðs og gerðu það með miklum
ágætum.
Sunnudaginn 21. febrúar
söfnuðust skátar saman til
messu í Landakirkju, þar sem
Bæjarstjórinn
flytur ávarp
Viðurkenningar
veittar fyrir
dósasöfnun
Ágúst Þorsteinsson skáta-
höfðingi messaði.
Mánudagurinn 22. febrúar var
haldinn hátíðlegur í skáta-
heimilinu við Faxastíg eins og
áður er nefnt. Þar mættu flestir
starfandi skátar og margir fyrri
félagar og foreldrar. Hátíðin
þótti takast með miklum
ágætum. Næstu daga voru dag-
skráratriði fyrir hina ýmsu
aldurshópa, jafnframt var
sýningin opin út vikuna.
Afmælisfagnaðinum lauk
sunnudaginn 28. febrúar.
í tilefni afmælisins var gefið út
veglegt afmælisblað, Skáta-
blaðið Faxi, 56 síðna blað, þar
sem saga félagsins er rakin í máli
og myndum.
Félaginu bárust margar ágætar
gjafir: Útlagar gáfu 100.000,-
kr. sem ætlaðar eru til
menntunar og eflingar flokka-
starfs. Fálkar og Þrestir gáfu
nýja flaggstöng, sem sett verður
upp við Skátaheimilið. Hjálpar-
sveitin hér í Eyjum gaf 4 tjöld.
Halldór Ingi og Fossbúar á
Selfossi gáfu skjöld sem veita
skal árlega, á afmæli félagsins, til
þess skátaflokks, sem sýnt hefur
besta skátastarfið. Jón
Valdimarsson og frú gáfu skinn
sem allir afmælisgestir rituðu
nafn sitt á. Friðrik Haraldsson
færði myndiraf Útlögum, Guðni
Hermansen gaf forláta fallegt
málverk. Heiðarbúar í Keflavík
gáfu refaskinn og Kópar gáfu
Fuglahandbók eftir Þorstein
Einarsson. Bandalag íslenskra
skáta gaf forkunnar fagran hníf í
glerhúsi og Linda B. Ólafsdóttir
gaf gamla ljósmynd frá skáta-
starfi hér í Eyjum. Bæjarstjórinn
í Vestmannaeyjum lýsti því yfir
að Vestmannaeyjabær hefði
ákveðið að ætla skátunum land-
skika suður á Eyju til útivistar.
Við færum gefendum okkar
bestu þakkir.
Undirbúningur þessa afmælis
hvíldi á herðurn afmælisnefndar
og blaðnefndar. Ég vil nota
þetta tækifæri og færa nefndar-
fólkinu okkar bestu þakkir.
Öllum öðrum sem unnu að
framkvæmd hátíðarinnar, vil ég
færa mínar bestu þakkir.
9
x >-n O — 0 > r- ro > —i >:* cn