Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Síða 2
Skátafélagið Faxi
Skátafélagiö Faxi var stofnað áriö
1938 og verður félagið því 52 ára í
febrúar næstkomandi. í félaginu starfa
um 180 skátar, en um 220 eru skráðir í
félagið. í Faxa eru nú þrjár sveitir
starfandi, Smáfólk, Bakkabræður og
Litla gula hænan.
i hverri sveit starfa frá fimm upp í
átta flokkar. Einnig er starfandi smá-
skátasveit fyrir yngstu meðlimina þ.e.
7 til 9 ára. í smáskátasveitinni er mest
áhersla lögð á leiki og útiveru. Núver-
andi félagsforingi Faxa er Páll Zóphon-
íasson.
Innritun í félagið er áætluð um ára-
mótin og hvetjum við alla sem áhuga
hafa á, að koma og innrita sig.
Áætlun félagsins er sem hér segir:
Starfsáætlun Skátafélags-
ins Faxa í Vestmannaeyj-
um fyrir árið 1990:
Janúar
Innritun nýrra félaga. Gönguferð um
Heimaey meö þátttöku foreldra og
eldri skáta. Dagsetning ákveðin síðar.
Aðalfundur félagsins. Seinna útilegu-
tímabil flokkanna hefst.
Febrúar
Afmæli félagsins, þann 22. febrúar,
verður minnst eins og venjulega með
afmælishátíð í Skátaheimilinu. Þenn-
an dag hafa skátar út um allan heim
Brandarar
Þór litli kemur hlaupandi heim
einn daginn og segir:
- Mamma, mamma, það var
fluga að þíta mig.
- Þetta er nú bara þvaður Þór
minn.
Stuttu seinna kemur Þór litli
hlaupandi inn aftur.
- Mamma, mamma, það var
þvaður að bíta mig.
Pabbi. Verða kálfarnir á mér
að nautum þegar ég stækka?
_______________________________________
valið sem friðardag. Framhaldsnám-
skeið bæði fyrir flokksforingja og sveit-
arforingja.
Mars
Útgáfa Skátablaðsins Faxa. Undirbún-
ingur fyrir skátaskeyti vegna ferming-
ar.
Apríl
Vetrarnámskeið haldið á Hellisheiði,
aldurstakmark 14 ára og eldri.
Maí
Vorverk, hreinsa til á tjaldsvæðinu og
lóðinni við Faxastíg. Undirbúningur að
skátamóti. Umsjón með tjaldsvæðinu
í Herjólfsdal. Skátadagurinn fyrir yngri
skátana haldinn í Reykjavík, aldur
7-10 ára.
Júní
Undirbúningur hefst fyrir Landsmótið
sem halda á að Úlfljótsvatni í júlí. (11
ára og eldri). Vinna við nýtt Skátastykki
getur hugsanlega hafist.
Júlí
Landsmót að Úlfljótsvatni dagana 1. til
8. júlí. Félagsferð um helgi, út í
Elliðaey, aldurstakmark 14 ára.
Ágúst
Umsjón með tjaldsvæðinu í Herjólfs-
dal. Vinna við „nýtt Skátastykki".
September
Innritun nýrra félaga og skrásetning
eldri. Foringjanámskeiðfyrirsveitarfor-
ingja.
Október
Foringjanámskeið fyrir flokksforingja,
flokksútilegur hefjast. Félagsfundur.
Nóvember
Neistanámskeið haldið hér í Eyjum,
14 ára aldurstakmark, flokksútilegur.
Desember
Jólafundur, kvöldvaka, gestum boðið,
eldri skátar og foreldrar. Jólapóstur og
útgáfa jólablaðs
EFTIRTALDIR AÐILAR
STYRKJA ÚTGÁFU ÞESSA BLAÐS:
Skóverslun Axels Ó.
Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja
Klettur
Bókabúðin
Reynistaður
Bretti hf, - Saltsalan
Prýði
Eyjakjör
Eyjaradíó hf.
Fiskiðjan hf.
Hárgreiðslustofa Þórsteinu
Raftækjaverslunin Kjarni hf.
Ljósmyndastofa Óskars
Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja
Sandfell hf.
2