Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Blaðsíða 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Blaðsíða 4
Vinaflokkamót í Vestmannaeyjum dagana 9.10. og 11. júní 1989 • Nokkrir duglegir skátar við uppvaskið. • Gengið frá að afloknum snæðingi. Um haustið 1988 var ákveðið að halda skátamót í Eyjum á n.k. sumri. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að á þetta mót kæmust eingöngu flokkar sem ættu vinaflokk í Eyjum. Fengu Eyjaflokkarnir nú nokkra mánuði til að finna sér vinaflokk af fastalandinu, og gekk það misvel. Þegar líða tók að sumri hófst verklegi undirbúningur mótsins. Hver sveit hafði sér svæði, sem svo var skipt niður á fiokkana. Og nú tók við mikil vinna, því veita átti verðlaun fyrir ýmislegt s.s. frumlegasta sveitar- hliðið, frumlegasta flokkshliðið, snyrti- legasta svæðið og margt fleira. Auðvit- að vildu allir fá einhver verðlaun. Fyrr en varði rann hin stóra stund upp. Á föstudeginum 9. júní streymdu að skátar allsstaðar af landinu. Þarna voru saman komnir skátar frá Selfossi, Sauðárkróki, Vík, Reykjavíkog Garða- bæ, svo eitthvað sé nefnt. Mótið var sett í blíðskaparveðri með fánaathöfn. Eftir nokkra létta og skemmtilega dagskrárliði varð kyrr og ró.... Þangað til að veðurguðirnir fóru að skeyta skapi sínu á okkur og feyktu nokkrum tjöldum um koll. Ekki dóum við ráðalaus, því komið var upp bæki- stöð fyrir heimilislausa skáta í gamla Golfskálanum. Laugardagurinn rann upp og ekki brostu veðurguðirnir við okkur þann daginn. Dagurinn hófst með hinum ýmsu póstum s.s. sigi, sprangi, sundi, landsmótspósti og ýmsum fleiri. Upp úr hádeginu lögðu flokkarnir svo af stað hver af öðrum í „hike“ (göngu). Hægt var að velja um tvenns konar hike. Annarsvegar „litla hike“ sem var ætlað 12 ára og yngri og hinsvegar „stóra hike“ fyrir 12 ára og eldri og þá allra hörðustu af yngri kynslóðinni. Þegar flokkarnir komu til baka blasti við fremur ófögur sjón. „Skátamótið var fokið". En eins og sönnum skáta sæmir tókum við saman föggur okkar og fluttum mótið (gáfumst ekki upp). Fenginn var að láni hluti Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum. Þar voru grillaðar gómsætar pylsur, og um kvöldið var haldinn bráðsmellin kvöld- vaka. Það voru þreyttir skátar sem lögðust í pokana sína þetta laugar- dagskvöld í júní. Enda mikill eltingar- leikur við tjöld, potta og prímusa af- staðinn. Sunnudagurinn rann upp og ég bara spur: Hvaö gerðum við ykkur, veður- guðir???? Veðrið var snarbrjálað. Nú fóru skátarnir að tínast til síns heima. Vegna veðurs þurftu allir að taka Herjólf, þeim til mikillar gleði og ánægju (hmmmmm???) Nú var ekkert eftir nema að ganga frá í Dalnum. Á mánudeginum fóru Vestmannaeyjaskátarnir inn í Dal ásamt vörubíl og ýmsum skaðlegum tækjum og tólum. Og eftir örskamma stund var ekki að sjá nein ummerki um „Skátamótið sem fauk“. Viljum við nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem komu okkur til hjálpar og gerðu okkur kleift að halda þetta mót. Fyrir hönd Skátafélagsins Faxa, Erla B. og Björg B. 4

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.