Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Side 2

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Side 2
Páll Zóphoníasson, félagsforingi Faxa Til umhugsunar! Ég hef oft veriö spuröur aö því hvort skátahreyfingin, sem stofnuð var fyrir um 90 árum síðan, heföi eitthvert erindi í nútíma þjóðfélagi. Hvort hreyfingin væri ekki gamaldags og hvort börn og ungling- ar sem þar störf uðu, væru ekki úr takti við tímann. Það er af og frá að svo sé, því skátahreyfingunni hefur annars vegar tekist að fylgjast með tímanum og hins vegar er hreyfingin eða uppbygging hennar sígild, ef svo mætti að orði komast. Ég hef haft gaman af að vitna til þess að margar af kenningum Baden Powells t.d. um flokkastarf, hafa verið teknar upp og eru notaðar í skólakerfinu, já alveg upp á háskólastig. Skátaflokkurinn, með um 6-8 skáta, er hornsteinn skáta starfsins. Þar er ætlast til að hver ein- staklingur fái starf við sitt hæfi og finni að hann erómissandi hlekkur í skátaflokkn- um. Þá er skátum falin ábyrgð.þeim er treyst og þeir öðlast reynslu í stjórnun. í skátaflokknum þurfa allir meðlimir að læra að vinna saman.taka tillit hverjir til annarra, læra lýðræðisleg vinnubrögð og skila vinnu sinni sem hópvinnu. Þetta eru sömu vinnubrögð og menn eru farnir að nota, með góðum árangri, á vinnu- stöðum, námskeiðum , fundum og ráð- stefnum fyrirtækja og félagasamtaka. Því tel ég að börn og unglingar, sem tekið hafa þátt í skátastarfi, "séu betur undirbúin til að takast á við hin marvís- legu viðfapgsefni í framtíðinni. Vantar þig flug? Fljúgum hvert á land sem er. Erum ávallt í startholunum LEIGUFLUG VALS ANDERSEN S 12652 & 985-22643 i • Páll Zóphoníasson að störfum í Skátaheimilinu við Faxastíg. Ég hvet ykkur skátar að vera þess minnug, að allt okkar starf á eftir að reynast hverjum og einum notadrjúgt í framtíðinni. í fyrrasumar kom hingað breskur rit- stjóri og spjallaði við okkur, nokkra skáta hér í Eyjum. Hann sagði okkur frá aðstæðum unglinga á Bretlandseyj- um.áhugamálum þeirra, skólagöngu og skátastarfi. í þessu, mjög áhugaverða samtali kom m.a. fram aó atvinnuleysi ungmenna væri mikið og margir komnir vel yfir tvítugt án þess að hafa fengið vinnu. Hann nefndi sérstaklega að í þessari baráttu hefðu þeir sem starfað höfðu í skátahreyfingunni forskot, þeir ættu auðveldara með að fá vinnu, því þeir hefðu öðlast reynslu sem metin væri að verðleikum. P.Z. 2 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.