Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 14

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 14
vont veður. Það er bara misjafnlega gott. Þegar tjöldin leka eða fjúka er það ekkert til að fárast yfir, heldur til að ráða bót á hið bráðasta og úr því geta orðið hin skemm- tilegustu ævintýri. Síðasta kvöldið En dagarnir líða og fyrr en varir er komið að síðasta kvöldinu. Nóttin sem í hönd fer er oftast óróleg. Krökkunum finnst þessi tími hafa verið fljótur að líða og þeir vilja gjarnan ná í skottin á síðustu klukkustundunum áður en þær renna út í eilífðina. Þau vilja vaka við söng og gleði en margir eiga langa og stranga heimferð fyrir höndum og mikið verður að gera á morgun svo svefninn er nauðsynlegur. Svo rennur síðasti mótsdagurinn upp. „Við sjáumst fljótt aftur“ Á einum dagsparti hverfur svo þessi borg, sem áður var full af lífi, gleði og gáska. Söngvarnir sem bárust frá varð- eldunum eru hljóðnaðir og götuslóðarnir sem mynduðust í borginni okkar, gróa og hverfa. Senn koma bílarnir að sækja okkur og við höfum tæplega tíma til að kveðja allar kunningjana. Það verður að nægja að veifa út um bílglugga og kalla: „Sjáumst aftur". Svo rennur bifreiðin í áttina heim. Fyrst er sungið, en brátt fer þreytan að segja til sín og margir dotta eða sofna vært. Við erum á heimleið. Úrdráttur úr grein eftir Tryggva Þorsteinsson. Tryggvi var um áratugaskeið ein helsta driffjöðrin í skátastarfi á Akureyri. Hann skrifaði mikið af góðum greinum um skátastörf í gegnum tíðina en þó eru þekktastar bækur hans um Varðeldasögur I og II. Þar fjallar Tryggvi á’ líflegan hátt um ýmislegt sem gerðist á hans skátaferli. • Frá landsmóti í Viðey. • Svipmyndir frá svæðinu. Foreldrar og eldri skátar athugið: Látum okkur ekki vanta á Landsmót Laugardaginn 7. júlí, næst síðasta dag mótsins, verðursérstakurgestadag- ur. Þá verður svæðið galopnað fyrir alla þá sem vilja koma og sjá hvernig lands- mót skáta fer fram. Þennan dag ættu allir foreldrar sem vettlingi geta valdið að koma i heimsókn, sýna sig og sjá aðra. Þeir eldri skátar sem af einhverjum ástæðum hafa ekki tök á að vera með okkur á meðan á mótinu stendur ættu auðvitað líka að koma og taka þátt í öllu því skemmtilega sem boðið verður uppá þennan dag. Og svo taka auðvitað allir þátt i hátíðarvarðeldinum um kvöldið. 1 4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.