Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Síða 8
Sveitaforingjanámskeið
Dagana 2. til 4. febrúar fórum viö sex
skátar á sveitaforingjanámskeið á Úlfljót-
svatni og var þetta námskeið númer 2. Á
þessu námskeiði voru saman komnir
skátar hvaðanæva af iandinu, meira að
segja alla leið frá Patreksfirði.
Öll þekktumst við því við vorum öll á
námskeiði númer 1.
Þetta námskeið var frábrugðið öörum
námskeiðum sem við höfum farið á. Á
þessu námskeiði voru margir fyrirlestrar,
en inn á milli voru okkur kenndir nýir leikir
jafnt inni sem úti.
Á námskeiðinu lærðum við hvernig á
að vera sveitarforingi, því mikil ábyrgð
hvílir á sveitarforingjum Við lærðum
mikið um skyldur sveitarforingjans og
hvaða reglum hann ætti að fara eftir,
hverju hann ætti að koma á framfæri,
hvernig hann ætti að gegna sínu starfi og
margt fleira.
Rætt var um foreldrastarf í félögum en
eins og flestir foreldrar vita eru þeir
velkomnir á skátaskemmtanir hjá félag-
inu og er þeim einnig velkomið aö kíkja
inn í skátaheimilið og skoða sig um.
Viö lærðum einnig um siði og venjur
því skátar hafa sérstaka siði og venjur
t.d. á hver flokkur sinn söng, sitt hróp, sitt
merki og sitt dulmál sem einkennir hvern
flokk.
Okkur var kennt að súrra og gekk það
vel hjá flestum. Svo var haldin keppni um
hvaða hópur yrði fyrstur að súrra þrífót.
Gekk það nú hálfbrösuglega því allir
flýttu sér svo mikið. Var einn þrífóturinn
það slappur að það mátti ekki koma við
• Eyja og Alda í góðum félagsskap.
hann því annars mundi hann hrynja. Á
þessu námskeiði lærðum við mjög mikið
og kemst það ekki allt á blað því þá yrðu
þetta fleiri fleiri blaðsíður. í lok náms-
keiðsins var haldinn fundur um LANDS-
MÓTIÐ sem er eitt umfangsmesta mót
sem hér er haldið fjórða hvert ár.
Á laugardagskvöldið var svo haldin
stór kvöldvaka og skemmtu sér allir vel.
Eftir að kvöldvakan var búin og leiðbein-
endurnir voru farnir að sofa, héldum við
áfram að syngja og spjalla saman, enda
ekkert skrautleg þegar við vorum vakin
morguninn eftir.
Þessa helgi lifðum við á veislumat-,
sem eldri hjón sáu um. Námskeiðinu var
svo slitið á sunnudeginum og sá svo
Herjólfur um það að koma okkur frá
Þorlákshöfn til Eyja. Undruðust allir að
Júlía skyldi ekki hafa endurtekið það
sem hún hafði gert á fyrra námskeiðinu.
Hvað ætli það hafi verið? ÞAÐ VITUM
VIÐ BARA! VIÐ SEM FÓRUM Á FYRRA
NÁMSKEIÐIÐ.
A.G.
8
SKÁTABLAÐIÐ FAXI