Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Blaðsíða 12
Landsmót skáta 1990 Dagskráin aldrei fjölbreyttari Já, þaö má meö sanni segja að dagskráin, sem í boði verður fyrir landsmótsþáttakendur í sumar, verði með fjölbreyttasta móti og því ætti enginn að verða í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi. • Þarna voru krakkar komnir frá ýmsum löndum. Fjölmörg dagskrársvæði Dagskrársvæðin verða jafnmörg og þorpin og er alveg öruggt að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dag- skrárnefnd hefur gefið hverju dagskrár- svæði skemmtileg heiti sem eiga sér samsvörun í þema mótsins: Undraland, Dagskrársvæðin heita: Hækland, ísland, Undraland, Tækniland, Vatnaland og Þrauta- og Metaland. Hækland í HÆKLANDI verða margvísleg verk- efni. Flokkarnir fá að glíma við útieldun, kortagerð og áttavitaverkefni svo eitt- ■ hvað sé nefnt. Og svo fara að sjálfsögðu allir í hæk. ísland Eitt dagskrársvæðið ber hið þjóðlega nafn ÍSLAND. Þar munu Skógaskátar vera við stjórnvölin og einkennist þetta svæði af náttúruskoðun ýmiskonar. Flokkarnir planta trjám, safna jurtum, Flokkarnir planta trjám, safna jurtum, þlómum og steinum og rannsaka skordýr i smásjám. Undraland í UNDRALANDI fá flokkarnir að glíma við risafóltbolta sem verður á hæð við fullvaxinn mann, risaveltipétur, kol- krabbagöng og fleira undarlegt. Þrautaland í ÞRAUTALANDI verður mikið líf og fjör. Þrautabraut, bogfimi, sig og pílukast verða á meðal þeirra dagskrárliða sem flokkarnir fá að sþreyta sig á. Tækniland Sumir hafa viljað meina að skáta- hreyfingin væri ekki f takt við tímann. Þessar raddir verða örugglega ekki há- værar eftir að hafa tekið þátt í póstunum í TÆKNILANDI. Þar gefst flokkunum kostur á að gera eigin kvikmynd, gefa út eigið blað, fást við Ijósmyndun, fjarskipti og tölvur og síðast en ekki síst að leita verðmætra málma f jörðu með málm- ieitartækjum. 1 2 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.