Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 17

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 17
Elías Baldvinsson í viðtali við Faxa: „Þið látið bera svolíitið mikið áykkur“ Hvernig bar það til að þú gerðist skáti? Það var frímerkjaklúbbur starfandi í Vestmannaeyjum og hann fékk inni þarna í skátaheimilinu sem var staðsett á Fífilgötu 2. Ég laðaðist að þessu og tók eftir því að það var heilmikið fjör í kringum þetta og mig langaði að troða mér i það og hafði áhuga fyrir því að gerast skáti. Gætirðu sagt frá starfsferli þínum innan skátahreyfingarinnar? Hann er nú ekki neitt glæsilegur, ég vann lítiðtil metorða. Ég var bara óbreytt- ur í flokk sem við kölluðum.Erni. Þar var flokksforingi Vigfús Jónsson. Nú það var bara þetta venjulega skátastarf, við fór- um í nýliðaprófið til að byrja með og svo í 2. flokks prófið. Ég held að ég hafi nú aldrei klárað neitt meira í því, ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar við byrjuðum aftur í kjallaranum í félagsheimilinu. Það var svolítið gaman í kringum það. Stærsta viðurkenning sem ég' hef fengið hjá skátunum var að ég fékk heiðurs- merki fyrir 10 ára starf. Hvenær gerðist þú skáti? Eitthvað um 1950. Hvernig er þér búið að líka við skátastarfið? Já, ég er sannfærður um að þetta er sérlega góður félagsskapur og þrælfínt veganesti fyrir lífið. Maður lærir að vinna með öðrum og taka tillit til annarra. Skátastarfið er þannig að það getur enginn verið í skátastarfi nema að hann geti unnið með öðrum og það hefur komið sér þó nokkuð vel marg sinnis í mínu lífi að hafa fengið að vinna með öðrum og taka tillit til annarra. Hvað er eftirminnilegasta atvikið sem þú mannst eftir á því tímabili sem þú varst skáti? Það eru ótal mörg atvik. Einu sinni var skemmtun. Árshátíð minnir mig, sem var haldin í sal þar sem tollvörðurinn er núna og það var meðai annars sögð „drauga- saga“ sem var svo mögnuð að maður var bara hálf hræddur (dauðfeginn þegar Ijósin voru kveikt). Og maður sem að Sigmundur hét og var mikill skáti og var frá Ástralíu, hann kom og þóttist kunna að dáleiða. Hann dáleiddi á meðal ann- arra Garðar Ásbjörns og við vorum þarna hópur af krökkum og áttum ekki til orð af því hve gaman væri að kunna að dáleiða. Það var ekki fyrr en 20-30 árum seinna sem ég komst að því að hann kunni ekkert að dáleiða, þeir voru þá búnir að æfa þetta svo vel og sérstaklega Garðar Ásbjörns. Ég trúði því þangað til ég var orðinn um fimmtugt að Garðar lék þetta allt saman og ég vorkenni Garðari hvað hann lét fara rosalega illa með sig. Hvaða skátar voru mest áberandi þegar þú varst í skátunum? Já, þeir voru áberandi, Happi i Varm- ahlíð, Óskar Þór, Einar Erlendsson, Ein- ar Valur, Gústi Hregg, Óli Oddgeirs. Þetta var liðið sem hélt félaginu gangandi og svo voru Vestmannaeyingar sem fluttu til Reykjavíkur, aðeins eldri en þetta fólk sem ég var að tala um. Þeir settust að á Reykjavikursvæðinu og stofnuðu flokk sem þeir kölluðu Útlaga og er frægur fyrir að hafa staðið sig afburða vel. Hvað lærðir þú í skátunum? Það var auðvitað aðalmálið að það var að vinna með öðrum og læra að vinna svolítið skipulega. Auðvitað lærði ég bara það sem að fylgdi skátastarfinu. A þessum tíma voru sérpróf þ.e.a.s. þú gast náð þér í merki sem sýndi að þú kynnir að elda, vaska upp og margt fleira. Sumir voru búnir að jjekja skyrturnar sínar með merkjum. Ég náði mér nú einu sinni í kokksréttindi fyrir að sjóða egg eða elda súpu, eitthvað virkilega ómerki- legt. Hvað finnst þér um skátastarfið í dag? Eg held að það sé í fínum höndum, ég þekki félagsforingjann, Pál Zóphonías- son, og ef hann getur ekki rifið þetta upp • Elfas Baldvinsson þá veit ég að það er ekki hægt en ég veit það náttúrlega líka að hann getur ekki gert það einn. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé að byrja svona uppsveifla í skáta- starfinu. Ég tek eftir því að það er orðið miklu meira í kringum ykkur skátana, þið látið bera svolítið mikið á ykkur. Það kemur þarna kafli frá þvi fyrir gos þar sem starfið er svona frekar lítið nema Hjálparsveit skáta og ég gæti trúað því að þar séu margir klárir náungar. Þeir hafa sýnt að þessi sveit er alveg hreint á landsmælikvarða. En nú fara þeir að verða gamlir og það verður gaman að sjá hvað tekur við. Það má auðvitað passa sig á því að þið megið ekki allir rjúka í hjálparsveitina og skilja félagið eftir. Ég er sem sagt mjög bjartsýnn á að skátaheimilið við Faxastíginn gefi ótal ‘ möguleika. Ég held að þetta sé besta unglingastarfið sem völ er á og er sann- færður um það. Það stendur „Eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Ég held að það sé alveg rétt, alveg sama hversu stutt þeir eru í Skátafélaginu, þeir eru í eðli sínu skátar. Og það er með öðrum orðum að verafínirpeyjar. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Nei, ekkert sérstakt, nema að ég er bjartsýnn á þetta hjá ykkur skátunum og mér líst vel á þetta hjá ykkur. HJ og KG SKÁTABLAÐIÐ FAXI 1 7

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.